< Salme 70 >
1 (Til Sangmesteren. Af David. Lehazkir.) Du værdiges, Gud, at fri mig, Herre, il mig til Hjælp!
Bjargaðu mér, ó Guð! Flýttu þér Drottinn, að hjálpa mér!
2 Lad dem beskæmmes og røme, som vil mig til Livs, og de, der ønsker mig ondt, lad dem vige med Skændsel;
Óvinir mínir sækjast eftir lífi mínu og njóta þess að kvelja mig.
3 lad dem stivne af Rædsel ved deres Skam, de, som siger: "Ha, ha!"
Rektu þá burt með skömm! Stöðvaðu þá! Láttu þá ekki hæða mig og spotta.
4 Lad alle, som søger dig, frydes og glædes i dig; lad dem, som elsker din Frelse, bestandig sige: "Gud er stor!"
Allir þeir sem leita Guðs skulu fagna og gleðjast. Þeir sem elska hjálpræði þitt hrópi: „Lofaður sé Guð!“
5 Arm og fattig er jeg, il mig til Hjælp, o Gud! Du er min Hjælp og min Frelser; tøv ej, HERRE!
En ég er í miklum vanda ó, Guð! Flýttu þér að hjálpa mér! Þú ert sá eini sem getur bjargað. Drottinn minn, láttu það ekki dragast!