< Hebræerne 9 >
1 Vel havde også den første Pagt Forskrifter for Gudstjenesten og en jordisk Helligdom.
Í fyrri sáttmálanum milli Guðs og Ísraelsmanna voru reglur um tilbeiðslu og þar var einnig rætt um heilagt tjald hér á jörðu.
2 Thi der var indrettet et Telt, det forreste, hvori Lysestagen var og Bordet og Skuebrødene, det, som jo kaldes det Hellige.
Í þeim helgidómi – tjaldinu – voru tvö herbergi. Í fremra herberginu, sem kallað var hið heilaga, var borð ásamt ljósastjaka úr gulli. Á borðinu voru sérstök brauð, sem notuð voru við helgiathafnir.
3 Men bag det andet Forhæng var et Telt, det, som kaldes det Allerhelligste,
Síðan tók við fortjald og innan við það var annað herbergi, sem kallaðist „hið allra helgasta“.
4 som havde et gyldent Røgelsealter og Pagtens Ark, overalt beklædt med Guld, i hvilken der var en Guldkrukke med Mannaen, og Arons Stav, som havde blomstret, og Pagtens Tavler,
Þar inni var reykelsisaltari úr gulli og einnig kista sem kölluð var sáttmálsörkin. Var hún lögð skíru gulli bæði að utan og innan. Í kistunni voru steinplötur, sem á voru rituð boðorðin tíu, gullkrukka með dálitlu af manna og stafur Arons, sem hafði blómgast.
5 men oven over den var Herlighedens Keruber, som overskyggede Nådestolen, hvorom der nu ikke skal tales enkeltvis.
A loki kistunnar voru styttur af englum, svokallaðir kerúbar, sem standa áttu vörð um dýrð Guðs. Þeir þöndu vængi sína yfir hið gullna lok arkarinnar, sem kallaðist náðarstóllinn, en nóg um það.
6 Idet nu dette er således indrettet, gå Præsterne til Stadighed ind i det forreste Telt, når de forrette Tjenesten;
Þegar tjaldið var fullbúið, sinntu prestarnir störfum sínum í fremra herberginu hvenær sem þeir þurftu,
7 men i det andet går alene Ypperstepræsten ind een Gang om Året, ikke uden Blod, hvilket han ofrer for sig selv og Folkets Forseelser,
en aðeins æðsti presturinn fékk að fara inn í innra herbergið. Þangað fór hann aðeins einu sinni á ári, aleinn, og þá með blóð sem hann stökkti á náðarstólinn. Það var fórn til Guðs, til þess að gjalda fyrir eigin syndir og mistök og einnig fyrir syndir alls fólksins.
8 hvorved den Helligånd giver til Kende, at Vejen til Helligdommen endnu ikke er bleven åbenbar, så længe det førreste Telt endnu står,
Þetta bendir heilagur andi á, til að sýna okkur að alþýða manna fékk ekki að ganga inn í hið allra helgasta á dögum gamla sáttmálans, þegar fremra herbergið og það sem þar fór fram, var í fullu gildi.
9 hvilket jo er et Sindbillede indtil den nærværende Tid, og stemmende hermed frembæres der både Gaver og Ofre, som ikke i Henseende til Samvittigheden kunne fuldkomme den, der forretter sin Gudsdyrkelse,
Þetta segir okkur, sem nú lifum, býsna merkilega hluti. Meðan gamla lagakerfið var í gildi voru gjafir og fórnir bornar fram, en þær dugðu ekki til að hreinsa hjörtu fólksins.
10 men som kun, ved Siden af Mad og Drikke og forskellige Tvættelser, ere kødelige Forskrifter, pålagte indtil den rette Ordnings Tid.
Gamla kerfið snerist allt um vissar reglur. Þar voru reglur um hvað ætti að borða og hvað ætti að drekka, reglur um hvernig og hvenær ætti að þvo sér; já, reglur um þetta og reglur um hitt. Fólkið var skyldugt að fara eftir þessum reglum, allt þar til Kristur kom og opnaði nýja og betri leið til hjálpræðis.
11 Men da Kristus kom som Ypperstepræst for de kommende Goder, gik han igennem det større og fuldkomnere Telt, som ikke er gjort med Hænder, det er: som ikke er af denne Skabning,
Kristur kom sem æðsti prestur nýs og betri sáttmála og þann sáttmála höfum við nú. Hann gekk inn í hina miklu og fullkomnu tjaldbúð himnanna, sem hvorki er gerð af manna höndum né úr jarðnesku efni.
12 og gik ikke heller med Blod af Bukke eller Kalve, men med sit eget Blod een Gang for alle ind i Helligdommen og vandt en evig Forløsning. (aiōnios )
Hann fór með blóð inn í hið allra helgasta, í eitt skipti fyrir öll, og stökkti því á náðarstólinn. Blóð þetta var ekki blóð úr geitum eða kálfum, heldur hans eigið blóð og með því tryggði hann okkur eilíft hjálpræði. (aiōnios )
13 Thi dersom Blodet af Bukke og Tyre og Aske af en Kvie ved at stænkes på de besmittede helliger til Kødets Renhed:
Fyrst blóð úr nautum og geitum og aska af kvígum gat hreinsað manninn af synd, samkvæmt gamla sáttmálanum,
14 hvor meget mere skal da Kristi Blod, hans, som ved en evig Ånd frembar sig selv lydeløs for Gud, rense eders Samvittighed fra døde Gerninger til at tjene den levende Gud? (aiōnios )
þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvort blóð Krists muni ekki breyta hjörtum okkar og lífi! Fórn hans leysir okkur undan þeirri kvöð að þurfa að hlýða gömlu reglunum og kemur því jafnframt til leiðar að við þráum að þjóna lifandi Guði. Kristur lagði líf sitt af frjálsum vilja í hendur Guðs, með hjálp heilags anda, til að deyja fyrir syndir okkar. Hann var fullkominn og syndlaus – algjörlega lýtalaus. (aiōnios )
15 Og derfor er han Mellemmand for en ny Pagt, for at de kaldede, da der har fundet Død Sted til Genløsning fra Overtrædelserne under den første Pagt, må få den evige Arvs Forjættelse. (aiōnios )
Kristur færði okkur þennan nýja sáttmála til þess að allir þeir, sem boðnir eru, geti komið og notið um eilífð þeirrar blessunar sem Guð hefur heitið þeim. Kristur dó til að forða okkur undan refsingunni, sem við höfðum kallað yfir okkur, vegna syndanna sem við drýgðum meðan gamli sáttmálinn var í gildi. (aiōnios )
16 Thi hvor der er en Arvepagt, der er det nødvendigt, at hans Død, som har oprettet Pagten, skal godtgøres.
Þegar maður deyr og skilur eftir sig erfðaskrá, þá fær enginn neitt af arfinum fyrr en sannast hefur að sá, er gerði erfðaskrána, sé dáinn.
17 Thi en Arvepagt er urokkelig efter døde, da den ingen Sinde træder i Kraft, medens den, som har oprettet den, lever.
Erfðaskráin gengur ekki í gildi fyrr en sá er látinn, sem hana gerði, og meðan hann er á lífi, getur enginn notfært sér hana til að komast yfir þær eignir sem honum eru ánafnaðar.
18 Derfor er heller ikke den første bleven indviet uden Blod
Þetta skýrir hvers vegna blóði fórnardýranna var úthellt (en það bendir einmitt fram til dauða Krists) og það meira að segja áður en fyrri sáttmálinn tók gildi.
19 Thi da hvert Bud efter Loven var forkyndt af Moses for hele Folket, tog han Kalve- og Bukkeblod med Vand og skarlagenrød Uld og Isop og bestænkede både Bogen selv og hele Folket, idet han sagde:
Eftir að Móse hafði afhent fólkinu lögbók Guðs, tók hann blóð kálfa og geita ásamt vatni og stökkti því með ísópsgrein og skarlatsrauðri ull yfir sjálfa bókina og allt fólkið.
20 "Dette er den Pagts Blod, hvilken Gud har pålagt eder."
Síðan sagði hann: „Blóð þetta er tákn þess að sáttmálinn milli ykkar og Guðs hefur tekið gildi, en þennan sáttmála bauð Guð mér að gera milli ykkar og sín.“
21 Og Tabernaklet og alle Tjenestens Redskaber bestænkede han ligeledes med Blodet.
Síðan stökkti hann á sama hátt blóði á hið heilaga tjald og á öll áhöldin sem notuð voru til helgihaldsins.
22 Og næsten alt bliver efter Loven renset med Blod, og uden Blods Udgydelse sker der ikke Forladelse.
Það má með sanni segja, að nálega allt sem tilheyrði gamla sáttmálanum, hafi verið helgað með því að stökkva á það blóði, því að ekki fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs.
23 Altså var det en Nødvendighed, at Afbildningerne af de himmelske Ting skulde renses herved, men selve de himmelske Ting ved bedre Ofre end disse.
Hjá því varð ekki komist að Móse yrði þannig að hreinsa þetta heilaga, en jafnframt jarðneska tjald og allt sem í því var – allt gert eftir himneskri fyrirmynd – með því að stökkva á það dýrablóði. Himnesk fyrirmynd þessa tjalds var einnig hreinsuð og helguð, en þó með miklu dýrlegri fórn.
24 Thi Kristus gik ikke ind i en Helligdom, som var gjort med Hænder og kun var et Billede af den sande, men ind i selve Himmelen for nu at træde frem for Guds Ansigt til Bedste for os;
Kristur gekk inn í sjálfan himininn til að koma fram fyrir Guð sem talsmaður okkar. Það gerðist ekki í jarðneska helgidómnum, því að hann var aðeins eftirmynd hins himneska.
25 ikke heller for at han skulde ofre sig selv mange Gange, ligesom Ypperstepræsten hvert År går ind i Helligdommen med fremmed Blod;
Og ekki fórnfærði Kristur sjálfum sér, hvað eftir annað, eins og jarðneskur æðsti prestur, sem ber árlega fram dýrablóð að fórn í hinu allra helgasta.
26 ellers havde han måttet lide mange Gange fra Verdens Grundlæggelse; men nu er han een Gang for alle ved Tidernes Fuldendelse åbenbaret for at bortskaffe Synden ved sit Offer. (aiōn )
Þá hefði hann orðið að deyja margsinnis, allt frá því heimurinn varð til. Nei, það hefði verið óhugsandi! Hann kom í eitt skipti fyrir öll, á hinum síðustu tímum, til að brjóta vald syndarinnar á bak aftur að eilífu. Það gerði hann með því að deyja fyrir okkur. (aiōn )
27 Og ligesom det er Menneskene beskikket at dø een Gang og derefter Dom,
Eins og það liggur fyrir manninum að deyja einu sinni og koma síðan fyrir dóminn,
28 således skal også Kristus, efter at være bleven een Gang ofret for at bære manges Synder, anden Gang, uden Synd, vise sig for dem, som foruente ham til Frelse.
þannig dó Kristur líka einu sinni sem fórn fyrir syndir margra. Eftir það mun hann koma á ný, ekki til að deyja fyrir syndir, heldur til að flytja þeim hjálpræði sitt, sem hans bíða.