< Salme 90 >
1 En Bøn af den Guds Mand Moses. Herre, du var vor Bolig Slægt efter Slægt.
Bæn guðsmannsins Móse. Drottinn, þú hefur verið okkur athvarf frá kynslóð til kynslóðar.
2 Førend Bjergene fødtes og Jord og Jorderig blev til, fra Evighed til Evighed er du, o Gud!
Áður en þú skapaðir fjöllin og jörðin varð til, varst þú, ó Guð – þú átt þér hvorki upphaf né endi!
3 Mennesket gør du til Støv igen, du siger: »Vend tilbage, I Menneskebørn!«
Þú talar – og maðurinn verður aftur að dufti.
4 Thi tusind Aar er i dine Øjne som Dagen i Gaar, der svandt, som en Nattevagt.
Þúsund ár eru eins og einn dagur fyrir þér, eins og klukkustund!
5 Du skyller dem bort, de bliver som en Søvn. Ved Morgen er de som Græsset, der gror;
Við berumst með straumi tímans og hverfum líkt og í draumi.
6 ved Morgen gror det og blomstrer, ved Aften er det vissent og tørt.
Við erum eins og grasið sem grær að morgni en skrælnar að kvöldi, visnar og deyr.
7 Thi ved din Vrede svinder vi hen, og ved din Harme forfærdes vi.
Við föllum fyrir reiði þinni og hnígum fyrir bræði þinni.
8 Vor Skyld har du stillet dig for Øje, vor skjulte Brøst for dit Aasyns Lys.
Þú hefur breitt úr syndum okkar frammi fyrir þér – einnig hinum leyndu syndum – engin þeirra er þér hulin.
9 Thi alle vore Dage glider hen i din Vrede, vore Aar svinder hen som et Suk.
Reiði þín er enginn leikur. Er að undra þótt ævin sé erfið og dagarnir líði sem andvarp.
10 Vore Livsdage er halvfjerdsindstyve Aar, og kommer det højt, da firsindstyve. Deres Herlighed er Møje og Slid, thi hastigt gaar det, vi flyver af Sted.
Ævi okkar er sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár. En jafnvel bestu árin eru full af mæðu og hégóma. Þau eru horfin áður en varir og við á bak og burt!
11 Hvem fatter din Vredes Vælde, din Harme i Frygt for dig!
Hver þekkir ógnir reiði þinnar, og hvert okkar óttast þig eins og ber?
12 At tælle vore Dage lære du os, saa vi kan faa Visdom i Hjertet!
Kenndu okkur að telja alla okkar daga og skilja hve ævin er stutt. Gefðu að við fáum notað hana til góðs.
13 Vend tilbage, HERRE! Hvor længe! Hav Medynk med dine Tjenere;
Ó, Drottinn, hve lengi er þess að bíða að þú dragir reiði þína í hlé og blessir okkur á nýjan leik?
14 mæt os aarle med din Miskundhed, saa vi kan fryde og glæde os alle vore Dage.
Miskunna okkur á hverjum morgni að við megum gleðjast hvern einasta dag.
15 Glæd os det Dagetal, du ydmyged os, det Aaremaal, da vi led ondt!
Já, gefðu okkur gleði í stað armæðu liðinna daga.
16 Lad dit Værk aabenbares for dine Tjenere og din Herlighed over deres Børn!
Leyfðu okkur aftur að reyna máttarverk þín svo að börn okkar sjái dýrð þína eins og við forðum.
17 HERREN vor Guds Livsalighed være over os! Og frem vore Hænders Værk for os, ja frem vore Hænders Værk!
Náð Drottins Guðs sé með okkur. Hann veiti okkur gæfu og gengi.