< Salme 78 >
1 En Maskil af Asaf. Lyt, mit Folk, til min Lære, bøj eders Øre til Ord fra min Mund;
Þjóð mín, hlustaðu á kenningu mína. Gefðu gaum að því sem ég hef að segja.
2 jeg vil aabne min Mund med Billedtale, fremsætte Gaader fra fordums Tid,
Nú ætla ég að rifja upp fyrir þér liðna atburði,
3 hvad vi har hørt og ved, hvad vore Fædre har sagt os;
frásagnir sem varðveist hafa frá kynslóð til kynslóðar.
4 vi dølger det ikke for deres Børn, men melder en kommende Slægt om HERRENS Ære og Vælde og Underne, som han har gjort.
Ég birti ykkur sannleikann, svo að þið getið sagt börnum ykkar frá dásemdarverkum Drottins, öllum þeim undrum sem hann vann.
5 Han satte et Vidnesbyrd i Jakob, i Israel gav han en Lov, idet han bød vore Fædre at lade deres Børn det vide,
Lögmál sitt gaf hann Ísrael og bauð forfeðrunum að kenna það börnum sínum
6 at en senere Slægt kunde vide det, og Børn, som fødtes siden, staa frem og fortælle deres Børn derom,
sem síðan skyldu kenna það sínum afkomendum. Þannig skyldi lögmál hans berast frá einni kynslóðinni til annarrar.
7 saa de slaar deres Lid til Gud og ikke glemmer Guds Gerninger, men overholder hans Bud,
Því hefur sérhver kynslóð getað haldið lög Guðs, treyst honum og heyrt um hans dásemdarverk.
8 ej slægter Fædrene paa, en vanartet, stridig Slægt, hvis Hjerte ikke var fast, hvis Aand var utro mod Gud
Ný kynslóð skyldi ekki þurfa að fara að fordæmi feðra sinna sem voru þrjóskir, óhlýðnir og ótrúir og forhertu sig gegn Guði.
9 — Efraims Børn var rustede Bueskytter, men svigted paa Stridens Dag —
Þótt íbúar Efraím væru alvopnaðir, þá flúðu þeir þegar að orustunni kom.
10 Gudspagten holdt de ikke, de nægtede at følge hans Lov;
Þannig rufu þeir sáttmálann við Guð og fóru sína eigin leið.
11 hans Gerninger gik dem ad Glemme, de Undere, han lod dem skue.
Þeir gleymdu máttarverkum Drottins,
12 Han gjorde Undere for deres Fædre i Ægypten paa Zoans Mark;
sem hann hafði fyrir þá gert og forfeður þeirra í Egyptalandi,
13 han kløved Havet og førte dem over, lod Vandet staa som en Vold;
þegar hann klauf hafið og leiddi þá yfir þurrum fótum. Vatnið stóð eins og veggur til beggja handa!
14 han ledede dem ved Skyen om Dagen, Natten igennem ved Ildens Skær;
Að degi til leiddi hann þá með skýi, en eldstólpa um nætur.
15 han kløvede Klipper i Ørkenen, lod dem rigeligt drikke som af Strømme,
Hann rauf gat á klettinn í eyðimörkinni. Vatnið streymdi fram og þeir svöluðu þorsta sínum.
16 han lod Bække rinde af Klippen og Vand strømme ned som Floder.
Já, það flæddi frá klettinum, líkast rennandi á!
17 Men de blev ved at synde imod ham og vække den Højestes Vrede i Ørkenen;
Samt héldu þeir fast við þrjósku sína og syndguðu gegn hinum hæsta Guði.
18 de fristede Gud i Hjertet og krævede Mad til at stille Sulten,
Þeir kvörtuðu og kveinuðu og heimtuðu annað að borða en það sem Guð gaf þeim.
19 de talte mod Gud og sagde: »Kan Gud dække Bord i en Ørken?
Þeir ásökuðu jafnvel sjálfan Guð og sögðu:
20 Se, Klippen slog han, saa Vand flød frem, og Bække vælded ud; mon han ogsaa kan give Brød og skaffe Kød til sit Folk?«
„Hann gaf okkur vatn, en hvers vegna fáum við ekki brauð eða kjöt?!“
21 Det hørte HERREN, blev vred, der tændtes en Ild mod Jakob, ja Vrede kom op mod Israel,
Drottinn hlustaði og honum rann í skap, reiði hans upptendraðist gegn Ísrael.
22 fordi de ikke troede Gud eller stolede paa hans Frelse.
Enda treystu þeir honum ekki, né trúðu forsjá hans.
23 Da bød han Skyerne oventil, lod Himlens Døre aabne
Jafnvel þótt hann lyki upp himninum – eins og glugga! –
24 og Manna regne paa dem til Føde, han gav dem Himmelkorn;
og léti manna rigna niður.
25 Mennesker spiste Englebrød, han sendte dem Mad at mætte sig med.
Já, þeir átu englabrauð! – og urðu mettir.
26 Han rejste Østenvinden paa Himlen, førte Søndenvinden frem ved sin Kraft;
Þá lét hann austanvind blása og stýrði vestanvindinum með krafti sínum.
27 Kød lod han regne paa dem som Støv og vingede Fugle som Havets Sand,
Og viti menn, fuglum rigndi af himni, – þeir voru eins og sandur á sjávarströnd!
28 lod dem falde midt i sin Lejr, rundt omkring sine Boliger;
Af hans völdum féllu þeir til jarðar um allar tjaldbúðirnar.
29 Og de spiste sig overmætte, hvad de ønsked, lod han dem faa.
Og fólkið át nægju sína. Hann mettaði hungur þeirra.
30 Men før deres Attraa var stillet, mens Maden var i deres Mund,
En varla höfðu þeir lokið matnum – fæðan var enn í munni þeirra,
31 rejste Guds Vrede sig mod dem; han vog deres kraftige Mænd, fældede Israels Ynglinge.
þá reiddist Drottinn þeim og lagði að velli æskumenn Ísraels.
32 Og dog blev de ved at synde og troede ej paa hans Undere.
En þeir sáu sig ekki um hönd, en héldu áfram að syndga og vildu ekki trúa kraftaverkum Drottins.
33 Da lod han deres Dage svinde i Tomhed og endte brat deres Aar.
Þess vegna stytti hann ævi þeirra og sendi þeim miklar hörmungar.
34 Naar han vog dem, søgte de ham, vendte om og spurgte om Gud,
En þegar neyðin var stærst, tóku þeir að leita Guðs. Þeir iðruðust og snéru sér til hans.
35 kom i Hu, at Gud var deres Klippe, Gud den Allerhøjeste deres Genløser.
Þeir viðurkenndu að Guð er eini grundvöllur lífsins – að hinn hæsti Guð væri frelsari þeirra.
36 De hyklede for ham med Munden, løj for ham med deres Tunge;
En því miður fylgdu þeir honum aðeins í orði kveðnu, en ekki af heilum hug,
37 deres Hjerter holdt ikke fast ved ham, hans Pagt var de ikke tro.
hjarta þeirra var langt frá honum. Þeir stóðu ekki við orð sín.
38 Og dog er han barmhjertig, han tilgiver Misgerning, lægger ej øde, hans Vrede lagde sig Gang paa Gang, han lod ikke sin Harme fuldt bryde frem;
Samt var hann þeim miskunnsamur, fyrirgaf syndir þeirra og tortímdi þeim ekki. Margoft hélt hann aftur af reiði sinni.
39 han kom i Hu, de var Kød, et Pust, der svinder og ej vender tilbage.
Hann minntist þess að þeir voru dauðlegir menn, eins og andblær sem kemur og fer.
40 Hvor tit stod de ham ikke imod i Ørkenen og voldte ham Sorg i det øde Land!
Já, oft risu þeir gegn Guði í eyðimörkinni og ollu honum vonbrigðum.
41 De fristede atter Gud, de krænkede Israels Hellige;
Aftur og aftur sneru þeir við honum baki og freistuðu hans.
42 hans Haand kom de ikke i Hu, den Dag han friede dem fra Fjenden,
Þeir gleymdu krafti hans og kærleika og hvernig hann hafði frelsað þá frá óvinum þeirra.
43 da han gjorde sine Tegn i Ægypten, sine Undere paa Zoans Mark,
Þeir gleymdu plágunum sem hann sendi Egyptum í Sóan
44 forvandled deres Floder til Blod, saa de ej kunde drikke af Strømmene,
þegar hann breytti fljótum þeirra í blóð, svo að enginn gat drukkið.
45 sendte Myg imod dem, som aad dem, og Frøer, som lagde dem øde,
Eða þegar hann fyllti landið af flugum og froskum!
46 gav Æderen, hvad de avlede, Græshoppen al deres Høst,
Lirfurnar spilltu uppskerunni og engispretturnar átu allt, hvort tveggja var frá honum komið.
47 slog deres Vinstokke ned med Hagl, deres Morbærtræer med Frost,
Hann eyddi vínviði þeirra með hagléli og mórberjatrjánum með frosti.
48 prisgav Kvæget for Hagl og deres Hjorde for Lyn.
Búpeningurinn hrundi niður í haganum, haglið rotaði hann og sauðirnir drápust í eldingum.
49 Han sendte sin Vredesglød mod dem, Harme, Vrede og Trængsel, en Sendefærd af Ulykkesengle;
Hann úthellti reiði sinni yfir þá, sendi þeim ógn og skelfingu. Hann leysti út sendiboða ógæfunnar – engla sem létu þá kenna á því!
50 frit Løb gav han sin Vrede, skaaned dem ikke for Døden, gav deres Liv til Pris for Pest;
Hann gaf reiðinni lausan tauminn. Og ekki hlífði hann Egyptunum. Þeir fengu vænan skerf af plágum og sjúkdómum.
51 alt førstefødt i Ægypten slog han, Mandskraftens Førstegrøde i Kamiternes Telte,
Þá deyddi hann frumburði Egypta, efnilegan ungviðinn, sem vonirnar voru bundnar við.
52 lod sit Folk bryde op som en Hjord, leded dem som Kvæg i Ørkenen,
Sinn eigin lýð leiddi hann styrkri hendi gegnum eyðimörkina.
53 leded dem trygt, uden Frygt, mens Havet lukked sig over deres Fjender;
Hann var skjól þeirra og vörn. Þeir þurftu ekkert að óttast, en hafið gleypti óvini þeirra.
54 han bragte dem til sit hellige Land, de Bjerge, hans højre vandt,
Hann greiddi för þeirra til fyrirheitna landsins, til hæðanna sem hann hafði skapað.
55 drev Folkeslag bort foran dem, udskiftede ved Lod deres Land og lod Israels Stammer bo i deres Telte.
Íbúum landsins stökkti hann á flótta en gaf þar ættkvíslum Ísraels erfðahlut og skjól.
56 Dog fristed og trodsede de Gud den Allerhøjeste og overholdt ikke hans Vidnesbyrd;
En þótt þeir nytu gæsku Guðs, risu þeir gegn hinum hæsta og fyrirlitu boðorð hans.
57 de faldt fra, var troløse som deres Fædre, svigtede som en slappet Bue,
Þeir sneru af leið og rufu trúnað rétt eins og feður þeirra. Eins og bogin ör misstu þeir marksins sem Guð hafði sett þeim.
58 de krænked ham med deres Offerhøje, ægged ham med deres Gudebilleder.
Þeir tóku aðra guði, reistu þeim ölturu og egndu Drottin á móti sér.
59 Det hørte Gud og blev vred, følte højlig Lede ved Israel;
Guð sá verk þeirra og reiddist – fékk viðbjóð á Ísrael.
60 han opgav sin Bolig i Silo, det Telt, hvor han boede blandt Mennesker;
Hann yfirgaf helgidóm sinn í Síló, bústað sinn meðal manna.
61 han gav sin Stolthed i Fangenskab, sin Herlighed i Fjendehaand,
Örk sína lét hann falla í hendur óvinanna og vegsemd hans var óvirt af heiðingjum.
62 prisgav sit Folk for Sværdet, blev vred paa sin Arvelod;
Hann reiddist lýð sínum og lét hann falla fyrir sverði óvinanna.
63 Ild fortæred dets unge Mænd, dets Jomfruer fik ej Bryllupssange,
Æskumenn Ísraels fórust í eldi og ungu stúlkurnar upplifðu ekki sinn brúðkaupsdag.
64 dets Præster faldt for Sværdet, dets Enker holdt ikke Klagefest.
Prestunum var slátrað og ekkjur þeirra dóu áður en þær gátu harmað þá.
65 Da vaagned Herren som en, der har sovet, som en Helt, der er døvet af Vin;
Þá var sem Drottinn vaknaði af svefni, eins og hetja sem rís upp úr vímu,
66 han slog sine Fjender paa Ryggen, gjorde dem evigt til Skamme.
og hann gaf þeim vænt spark í bakhlutann og sendi þá burt með skömm, sömu leið og þeir komu.
67 Men han fik Lede ved Josefs Telt, Efraims Stamme udvalgte han ikke;
Hann hafnaði fjölskyldu Jósefs, ætt Efraíms,
68 han udvalgte Judas Stamme, Zions Bjerg, som han elsker;
en kaus Júdaættkvísl og Síonfjall, sem hann elskar.
69 han bygged sit Tempel himmelhøjt, grundfæsted det evigt som Jorden.
Þar reisti hann musteri sitt – voldugt og traust rétt eins og himin og jörð.
70 Han udvalgte David, sin Tjener, og tog ham fra Faarenes Folde,
Hann kaus Davíð sem þjón sinn, tók hann frá sauðunum,
71 hentede ham fra de diende Dyr til at vogte Jakob, hans Folk, Israel, hans Arvelod;
úr smalamennskunni, til að verða leiðtogi og hirðir þjóðar sinnar.
72 han vogtede dem med oprigtigt Hjerte, ledede dem med kyndig Haand.
Og hann gætti hennar af öryggi og með hreinu hjarta.