< Salme 37 >

1 Af David. Græm dig ikke over Ugerningsmænd, misund ikke dem, der gør Uret!
Öfundaðu aldrei vonda menn,
2 Thi hastigt svides de af som Græsset, visner som det friske Grønne.
því að fyrr en varir eru þeir fallnir og visna eins og grasið.
3 Stol paa HERREN og gør det gode, bo i Landet og læg Vind paa Troskab,
Treystu heldur Drottni, vertu góðgjarn og sýndu kærleika. Þá muntu búa öruggur í landinu og farnast vel.
4 da skal du have din Fryd i HERREN, og han skal give dig, hvad dit Hjerte attraar.
Þú skalt gleðjast í Drottni – og hann mun veita þér það sem hjarta þitt þráir.
5 Vælt din Vej paa HERREN, stol paa ham, saa griber han ind
Fel Drottni framtíð þína, áform þín og verk, og treystu honum. Hann mun vel fyrir öllu sjá.
6 og fører din Retfærdighed frem som Lyset, din Ret som den klare Dag.
Heiðarleiki þinn og hreinskilni verða öllum augljós, og Drottinn mun láta þig ná rétti þínum.
7 Vær stille for HERREN og bi paa ham, græm dig ej over den, der har Held, over den, der farer med Rænker.
Hvíldu í Drottni og treystu honum. Bíð þess í þolinmæði að hann hefjist handa. Öfunda ekki vonda menn sem vegnar vel.
8 Tæm din Harme, lad Vreden fare, græm dig ikke, det volder kun Harm.
Láttu af reiðinni! Slepptu heiftinni. Vertu ekki svekktur og áhyggjufullur – slíkt leiðir ekki til góðs.
9 Thi Ugerningsmænd skal ryddes ud, men de, der bier paa HERREN, skal arve Landet.
Þeir sem illt fremja verða þurrkaðir út, en þeir sem treysta Drottni eignast landið og gæði þess.
10 En liden Stund, og den gudløse er ikke mere; ser du hen til hans Sted, saa er han der ikke.
Innan skamms verða guðleysingjarnir á bak og burt. Þegar þú leitar þeirra eru þeir horfnir.
11 Men de sagtmodige skal arve Landet, de fryder sig ved megen Fred.
En hinir hógværu fá landið til eignar, þeir munu hljóta blessun og frið.
12 Den gudløse vil den retfærdige ilde og skærer Tænder imod ham;
Drottinn hlær að þeim sem brugga launráð gegn hans trúuðu.
13 men Herren, han ler ad ham, thi han ser hans Time komme.
Hann hefur þegar ákveðið daginn er þeir verða dæmdir.
14 De gudløse drager Sværdet og spænder Buen for at fælde arm og fattig, for at nedslagte dem, der vandrer ret;
Óguðlegir hyggja á illt gegn réttlátum, undirbúa blóðbað.
15 men Sværdet rammer dem selv i Hjertet, og Buerne brydes sønder og sammen.
En þeir munu farast fyrir eigin sverði og bogar þeirra verða brotnir.
16 Det lidt, en retfærdig har, er bedre end mange gudløses Rigdom;
Betra er að eiga lítið og vera guðrækinn, en óguðlegur og hafa allsnægtir,
17 thi de gudløses Arme skal brydes, men HERREN støtter de retfærdige;
því að óguðlegir munu falla, en Drottinn annast sína trúuðu.
18 HERREN kender de uskyldiges Dage, deres Arvelod bliver evindelig;
Daglega skoðar Drottinn réttlætisverk trúaðra og reiknar þeim eilíf laun.
19 de beskæmmes ikke i onde Tider, de mættes i Hungerens Dage.
Hann styður þá í kreppunni og heldur lífinu í þeim í hallæri.
20 Thi de gudløse gaar til Grunde, som Engenes Pragt er HERRENS Fjender, de svinder, de svinder som Røg.
Vantrúaðir farast og óvinir Guðs visna eins og grasið. Eins og sinu verður þeim brennt, þeir líða burt eins og reykur.
21 Den gudløse laaner og bliver i Gælden, den retfærdige ynkes og giver;
Guðlaus maður tekur lán og borgar ekki, en hinn guðrækni er ónískur og gefur með gleði.
22 de, han velsigner, skal arve Landet, de, han forbander, udryddes.
Þeir sem Drottinn blessar eignast landið, en bannfærðum verður útrýmt.
23 Af HERREN stadfæstes Mandens Skridt, naar han har Behag i hans Vej;
Drottinn stýrir skrefum hins guðrækna og gleðst yfir breytni hans.
24 om end han snubler, falder han ikke, thi HERREN støtter hans Haand.
Þótt hann falli þá liggur hann ekki flatur því að Drottinn reisir hann á fætur.
25 Ung har jeg været, og nu er jeg gammel, men aldrig saa jeg en retfærdig forladt eller hans Afkom tigge sit Brød;
Ungur var ég og nú er ég gamall orðinn, en aldrei sá ég Drottin snúa baki við guðhræddum manni né heldur börn hans biðja sér matar.
26 han ynkes altid og laaner ud, og hans Afkom er til Velsignelse.
Nei, guðræknir menn eru mildir og lána og börn þeirra verða öðrum til blessunar.
27 Vig fra ondt og øv godt, saa bliver du boende evindelig;
Viljir þú búa við frið og lifa lengi, þá forðastu illt en gerðu gott,
28 thi HERREN elsker Ret og svigter ej sine fromme. De onde udslettes for evigt, de gudløses Afkom udryddes;
því að Drottinn hefur mætur á góðum verkum og yfirgefur ekki sína trúuðu, hann mun varðveita þá, en uppræta niðja óguðlegra.
29 de retfærdige arver Landet og skal bo der til evig Tid.
Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa þar mann fram af manni.
30 Den retfærdiges Mund taler Visdom; hans Tunge siger, hvad ret er;
Guðrækinn maður talar speki, enda réttsýnn og sanngjarn.
31 sin Guds Lov har han i Hjertet, ikke vakler hans Skridt.
Lögmál Guðs er í hjarta hans og hann kann að greina gott frá illu.
32 Den gudløse lurer paa den retfærdige og staar ham efter Livet,
Ranglátir menn njósna um réttláta, vilja þá feiga.
33 men HERREN giver ham ej i hans Haand og lader ham ikke dømmes for Retten.
En Drottinn stöðvar áform illvirkjanna og sýknar réttláta fyrir dómi.
34 Bi paa HERREN og bliv paa hans Vej, saa skal han ophøje dig til at arve Landet; du skal skue de gudløses Undergang.
Óttastu ekki, því að Drottinn mun svara bæn þinni! Gakktu hiklaust á hans vegum. Á réttum tíma mun hann veita þér velgengni og uppreisn æru. Þá muntu sjá illvirkjunum útrýmt.
35 Jeg har set en gudløs trodse, bryste sig som en Libanons Ceder —
Ég sá vondan mann og hrokafullan – hann þandi sig út eins og laufmikið tré –
36 men se, da jeg gik der forbi, var han borte; da jeg søgte ham, fandtes han ikke.
en svo var hann horfinn! Ég leitaði eftir honum, en fann hann ekki framar.
37 Vogt paa Uskyld, læg Vind paa Oprigtighed, thi Fredens Mand har en Fremtid;
En hvað um hinn ráðvanda og hreinskilna? Það er önnur saga! Því að góðir menn og friðsamir eiga framtíð fyrir höndum.
38 men Overtræderne udryddes til Hobe, de gudløses Fremtid gaar tabt.
Illum mönnum verður útrýmt og þeir eiga enga framtíðarvon.
39 De retfærdiges Frelse kommer fra HERREN, deres Tilflugt i Nødens Stund;
Drottinn bjargar hinum guðræknu. Hann er þeim hjálp og skjól á neyðartímum.
40 HERREN hjælper og frier dem, fra de gudløse frier og frelser han dem; thi hos ham har de søgt deres Tilflugt.
Þeir treysta honum og því hjálpar hann þeim og frelsar þá frá vélráðum óguðlegra.

< Salme 37 >