< Salme 72 >

1 Gud! giv Kongen dine Domme og Kongens Søn din Retfærdighed,
Guð, hjálpa þú konunginum, að hann fái skorið úr málum manna eftir vilja þínum og hjálpaðu syni hans til að gera rétt.
2 at han kan dømme dit Folk med Retfærdighed og dine elendige med Retvished.
Gefðu að hann dæmi þjóð þína með sanngirni og láti hina snauðu ná rétti sínum.
3 Lad Bjergene bære Fred for Folket og Højene ligesaa ved Retfærdigheden.
Stjórnspeki hans leiði af sér velferð og grósku.
4 Han skal skaffe de elendige iblandt Folket Ret, han skal frelse den fattiges Børn og knuse Voldsmanden.
Styrktu hann að vernda fátæklinga og þurfandi og eyða kúgurum þeirra.
5 De skulle frygte dig, saa længe Solen er til, og saa længe Maanen lyser, fra Slægt til Slægter.
Þá mun hann lifa meðan sólin skín og tunglið gefur birtu. Já, að eilífu!
6 Han stige ned som Regn paa den slaaede Eng, som Draaber, der væde Jorden!
Stjórn hans verður mild og góð eins og gróðrarskúr á sprettutíma.
7 I hans Dage blomstre den retfærdige og megen Fred, indtil Maanen ikke er mere!
Á ríkisárum hans mun réttlætið blómgast og friður eflast, já, meðan veröldin er til.
8 Og han regerer fra Hav til Hav, og fra Floden indtil Jordens Ende!
Ríki hans mun ná frá hafi til hafs, frá Evfrat-fljóti til endimarka jarðar.
9 De, som bo i Ørken, skulle bøje sig for hans Ansigt, og hans Fjender skulle slikke Støv.
Óvinir hans munu lúta honum og leggjast flatir á jörðina við fætur hans.
10 Konger fra Tarsis og Øerne skulle bringe Skænk! Konger fra Skeba og Seba skulle fremføre Gave.
Konungarnir frá Tarsus og eylöndunum munu færa honum gjafir, og skatt þeir frá Saba og Seba.
11 Og alle Konger skulle tilbede for ham; alle Hedninger skulle tjene ham.
Allir konungar munu lúta honum og þjóðir þeirra þjóna honum.
12 Thi han skal fri den fattige, som raaber, samt den elendige, som ingen Hjælper har.
Hann mun bjarga hinum snauða er hrópar á hjálp, og hinum þjáða sem enginn réttir hjáparhönd.
13 Han skal spare den ringe og fattige og frelse de fattiges Sjæle.
Hann aumkast yfir bágstadda og þá sem ekkert eiga og liðsinnir fátæklingum.
14 Han skal udløse deres Sjæl fra Undertrykkelse og fra Vold, og deres Blod skal være dyrebart for hans Øjne.
Hann verndar þá og leysir frá ofríki og kúgun því að líf þeirra er dýrmætt í augum hans.
15 Og de skulle leve og give ham af Skebas Guld og altid bede for ham, love ham den ganske Dag.
Lífið blasir við honum og menn munu gefa honum gull frá Saba. Hann mun njóta fyrirbæna margra og fólk mun blessa hann liðlangan daginn.
16 Der vorde Overflod af Korn i Landet paa Bjergenes Top; dets Frugt suse som Libanon, og Folk blomstre frem af Staden som Urter paa Jorden!
Landið mun gefa góða uppskeru, einnig til fjalla eins og í Líbanon. Fólki mun fjölga í borgunum eins og gras vex á engi!
17 Hans Navn blive evindelig; saa længe Solen lyser, forplante sig hans Navn, og de skulle velsigne sig selv i ham, alle Hedninger skulle prise ham salig!
Nafn hans mun lofað að eilífu og meðan sólin skín mun orðstír hans aukast. Allir munu óska sér blessunar hans og þjóðirnar segja hann sælan.
18 Lovet være den Herre Gud, Israels Gud, han, som ene gør underfulde Ting!
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, hann einn gerir furðuverk.
19 Og lovet være hans Æres Navn evindelig; og al Jorden fyldes med hans Ære! Amen, ja, Amen!
Lofað sé hans dýrlega nafn að eilífu! Öll jörðin fyllist dýrð hans! Amen, já amen!
20 Davids, Isajs Søns Bønner have Ende.
(Hér enda sálmar Davíðs Ísaísonar.)

< Salme 72 >