< Salme 2 >
1 Hvorfor fnyse Hedningerne, og grunde Folkene paa Forfængelighed?
Hvílík heimska að þjóðirnar skuli ráðast gegn Drottni! Furðulegt að menn láti sér detta í hug að þeir séu vitrari en Guð!
2 Jordens Konger rejse sig, og Fyrsterne raadslaa tilsammen imod Herren og imod hans salvede:
Leiðtogar heimsins hittast og ráðgera samsæri gegn Drottni og Kristi konungi.
3 „Lader os sønderrive deres Baand og kaste deres Reb af os!‟
„Komum, “segja þeir, „og vörpum af okkur oki hans. Slítum okkur lausa frá Guði!“
4 Han, som bor i Himlene, ler; Herren spotter dem.
En á himnum hlær Guð að slíkum mönnum! Honum er skemmt með þeirra fánýtu ráðagerðum.
5 Da skal han tale til dem i sin Vrede og forfærde dem i sin Harme:
Hann ávítar þá í reiði sinni og skýtur þeim skelk í bringu. Drottinn lýsir yfir:
6 „Jeg har dog indsat min Konge over Zion, mit hellige Bjerg.‟
„Þennan konung hef ég útvalið og krýnt í Jerúsalem, minni helgu borg“. Hans útvaldi svarar:
7 Jeg vil fortælle om et beskikket Raad; Herren sagde til mig: Du er min Søn; jeg fødte dig i Dag.
„Ég mun kunngera áform Guðs, því að Drottinn sagði við mig: „Þú ert sonur minn. Í dag verður þú krýndur. Í dag geri ég þig dýrlegan“.“
8 Begær af mig, saa vil jeg give dig Hedningerne til din Arv og Jordens Grænser til din Ejendom.
„Bið þú mig og ég mun leggja undir þig öll ríki heimsins.
9 Du skal sønderslaa dem med et Jernspir, ligesom Pottemagerkar skal du sønderbryde dem.
Stjórnaðu þeim með harðri hendi og mölvaðu þau eins og leirkrukku!“
10 Og nu, I Konger, handler klogelig! lader eder undervise, I Dommere paa Jorden!
Þið, konungar jarðarinnar! Hlustið meðan tími er til!
11 Tjener Herren med Frygt og fryder eder med Bæven!
Þjónið Drottni með óttablandinni lotningu og fagnið með auðmýkt.
12 Kysser Sønnen, at han ikke bliver vred, og I skulle omkomme paa Vejen; thi om et lidet vil hans Vrede optændes; salige alle de, som forlade sig paa ham!
Fallið á kné fyrir syni hans og kyssið fætur hans svo að hann reiðist ekki og tortími ykkur! Gætið ykkar, því að senn mun blossa reiði hans. En munið þetta: Sæll er hver sá sem leitar ásjár hjá honum.