< Hebræerne 10 >
1 Thi da Loven kun har en Skygge af de kommende Goder og ikke Tingenes Skikkelse selv, kan den aldrig ved de samme aarlige Ofre, som de bestandig frembære, fuldkomme dem, som træde frem dermed.
Hið gamla lagakerfi Gyðinga gaf aðeins óljósa hugmynd um allt hið góða, sem Kristur ætlaði að veita okkur. Fórnirnar, sem færðar voru samkvæmt þessu gamla lagakerfi, voru endurteknar sí og æ, ár eftir ár, en samt sem áður gátu þær ekki frelsað neinn sem lifði eftir lögunum.
2 Vilde man ikke ellers have ophørt at frembære dem, fordi de ofrende ikke mere havde nogen Bevidsthed om Synder, naar de een Gang vare rensede?
Ef svo hefði verið, þá hefði ein fórn verið nóg, menn hefðu hreinsast í eitt skipti fyrir öll og sektarkennd þeirra þar með verið fjarlægð.
3 Men ved Ofrene sker Aar for Aar Ihukommelse af Synder.
En það var öðru nær. Í stað þess að létta á samvisku manna, minnti þessi árlega fórn þá á óhlýðni þeirra og sekt.
4 Thi det er umuligt, at Blod af Tyre og Bukke kan borttage Synder.
Það er útilokað að blóð nauta og geita geti hreinsað burt syndir nokkurs manns.
5 Derfor siger han, idet han indtræder i Verden: „Slagtoffer og Madoffer havde du ikke Lyst til; men et Legeme beredte du mig;
Þetta er ástæða þess, sem Kristur sagði þegar hann kom í heiminn: „Guð, þú lætur þér ekki nægja blóð nauta og geita, og því hefur þú gefið mér þennan líkama, til þess að ég leggi hann sem fórn á altari þitt.
6 Brændofre og Syndofre havde du ikke Behag i.
Þú gerðir þig ekki ánægðan með dýrafórnir – að dýrum væri slátrað og þau síðan brennd frammi fyrir þér sem syndafórn.
7 Da sagde jeg: Se, jeg er kommen (i Bogrullen er der skrevet om mig) for at gøre, Gud! din Villie.‟
Sjá, ég er kominn til að hlýða vilja þínum, til að fórna lífi mínu, eins og spádómar Biblíunnar sögðu fyrir um.“
8 Medens han først siger: „Slagtofre og Madofre og Brændofre og Syndofre havde du ikke Lyst til og ej heller Behag i‟ (og disse frembæres dog efter Loven),
Fyrst sagði Kristur að Guð gerði sér ekki að góðu hinar ýmsu fórnir og gjafir, sem krafist var samkvæmt lögmálinu.
9 saa har han derefter sagt: „Se, jeg er kommen for at gøre din Villie.‟ Han ophæver det første for at fastsætte det andet.
Síðan bætti hann við: „Hér er ég. Ég er kominn til að fórna lífi mínu.“Þá afnam hann gamla kerfið og innleiddi þess í stað annað miklu betra.
10 Og ved denne Villie ere vi helligede ved Ofringen af Jesu Kristi Legeme een Gang for alle.
Samkvæmt þessari nýju hjálpræðisleið fáum við fyrirgefningu og hreinsun í eitt skipti fyrir öll, vegna þess að Kristur dó fyrir okkur.
11 Og hver Præst staar daglig og tjener og ofrer mange Gange de samme Ofre, som dog aldrig kunne borttage Synder.
Samkvæmt gamla sáttmálanum stóðu prestarnir frammi fyrir altarinu dag eftir dag og báru fram fórnir, sem alls ekki gátu tekið burt syndir okkar.
12 Men denne har efter at have ofret eet Offer for Synderne sat sig for bestandig ved Guds højre Haand,
Kristur fórnaði hins vegar sjálfum sér fyrir syndir okkar frammi fyrir Guði í eitt skipti fyrir öll. Að því loknu settist hann við hægri hönd Guðs, í æðsta heiðurssæti sem til er,
13 idet han forøvrigt venter paa, at hans Fjender skulle lægges som en Skammel for hans Fødder.
og bíður þess þar að óvinir hans verði lagðir að fótum hans.
14 Thi med et eneste Offer har han for bestandig fuldkommet dem, som helliges.
Með þessari einu fórn fullkomnaði hann þá sem helga sig Guði.
15 Men ogsaa den Helligaand giver os Vidnesbyrd; thi efter at have sagt:
Þetta staðfestir heilagur andi er hann segir:
16 „Dette er den Pagt, som jeg vil oprette med dem efter de Dage, ‟ siger Herren: „Jeg vil give mine Love i deres Hjerter, og jeg vil indskrive dem i deres Sind,
„Þennan sáttmála vil ég gera við Ísraelsmenn, enda þótt þeir hafi rofið fyrri sáttmálann: „Lög mín vil ég grópa í hugskot þeirra svo að þeir þekki vilja minn. Ég mun rita lög mín í hjörtu þeirra, svo að þeir þrái að hlýða mér“.“
17 og deres Synder og deres Overtrædelser vil jeg ikke mere ihukomme.‟
Síðan bætir hann við: „Aldrei framar mun ég minnast synda þeirra né afbrota.“
18 Men hvor der er Forladelse for disse, er der ikke mere Offer for Synd.
Af því að syndirnar eru nú fyrirgefnar og gleymdar að eilífu, þá er fórnanna ekki lengur þörf.
19 Efterdi vi da, Brødre! have Frimodighed til den Indgang i Helligdommen ved Jesu Blod,
Nú er svo komið, kæru vinir, að við getum gengið með djörfung inn í hið allra helgasta, þar sem Guð er, og er það dauða Jesú að þakka.
20 som han indviede os som en ny og levende Vej igennem Forhænget, det er hans Kød,
Þetta er hinn nýi og lifandi vegur, sem Kristur opnaði okkur þegar hann klauf í sundur fortjaldið – sinn jarðneska líkama – svo að við gætum gengið fram fyrir auglit heilags Guðs.
21 og efterdi vi have en stor Præst over Guds Hus:
Fyrst þessi mikli æðsti prestur okkar hefur með höndum stjórnina á húsi Guðs,
22 Saa lader os træde frem med et sandt Hjerte, i Troens fulde Forvisning, med Hjerterne ved Bestænkelsen rensede fra en ond Samvittighed, og Legemet tvættet med rent Vand;
þá skulum við ganga rakleitt fram fyrir Guð. Verum einlæg, með hreina samvisku og treystum því að hann taki á móti okkur, vegna þess að blóði Krists hefur verið „stökkt á okkur“og líkamar okkar verið þvegnir hreinu vatni.
23 lader os fastholde Haabets Bekendelse urokket; thi trofast er han, som gav Forjættelsen;
Nú getum við með öruggri vissu horft fram til þess sem Guð hefur heitið okkur. Ekki er lengur rúm fyrir efann. Nú getum við óhikað sagt að við eigum hjálpræðið, og það samkvæmt orði Guðs.
24 og lader os give Agt paa hverandre, saa vi opflamme hverandre til Kærlighed og gode Gerninger
Gætum hvert að öðru og hvetjum hvert annað til að sýna hjálpsemi og að gera öðrum gott.
25 og ikke forlade vor egen Forsamling, som nogle have for Skik, men formane hverandre, og det saa meget mere, som I se, at Dagen nærmer sig.
Vanrækjum ekki söfnuð okkar eins og sumir gera, heldur hvetjum og áminnum hvert annað, sérstaklega nú er endurkoma Jesú nálgast.
26 Thi synde vi med Villie, efter at have modtaget Sandhedens Erkendelse, er der intet Offer mere tilbage for Synder,
Ef við syndgum af ásettu ráði, eftir að hafa kynnst sannleikanum um fyrirgefningu Guðs, þá gagnar dauði Krists okkur ekki, og ekki er lengur um neina undankomuleið að ræða frá syndinni.
27 men en frygtelig Forventelse af Dom og en brændende Nidkærhed, som skal fortære de genstridige.
Þá tekur aðeins við hræðileg bið eftir dómi, því að reiði Guðs mun þurrka út alla óvini hans.
28 Naar en har brudt med Mose Lov, dør han uden Barmhjertighed paa to eller tre Vidners Udsagn;
Hver sá, sem neitaði að hlýða lögum Móse, var skilyrðislaust tekinn af lífi, ef tvö eða þrjú vitni voru að synd hans.
29 hvor meget værre Straf mene I da, at den skal agtes værd, som træder Guds Søn under Fod og agter Pagtens Blod, hvormed han blev helliget, for urent og forhaaner Naadens Aand?
Hugsið ykkur þá hve miklu þyngri refsingu sá hlýtur, sem fótum treður son Guðs og lítilsvirðir blóð hans – metur það vanheilagt – og hryggir þar með og smánar heilagan anda, sem boðar mönnunum miskunn Guðs.
30 Thi vi kende den, som har sagt: „Mig hører Hævnen til, jeg vil betale, siger Herren; ‟ og fremdeles: „Herren skal dømme sit Folk.‟
Við þekkjum þann sem sagði: „Réttvísin er í mínum höndum og mitt er að refsa.“Hann sagði einnig: „Drottinn mun sjálfur dæma í málum þessara manna.“
31 Det er frygteligt at falde i den levende Guds Hænder.
Hræðilegt er að falla í hendur hins lifandi Guðs.
32 Men kommer de forrige Dage i Hu, i hvilke I, efter at I vare blevne oplyste, udholdt megen Kamp i Lidelser,
Gleymið ekki þeim dýrlega tíma er þið fyrst heyrðuð um Krist. Munið hversu fast þið hélduð ykkur að Drottni, þrátt fyrir erfiðleikana sem ykkur mættu,
33 idet I dels selv ved Forhaanelser og Trængsler bleve et Skuespil, dels gjorde fælles Sag med dem, som fristede saadanne Kaar.
og þótt hlegið væri að ykkur eða þið barin. Þið studduð aðra, sem urðu fyrir sama aðkasti,
34 Thi baade havde I Medlidenhed med de fangne, og I fandt eder med Glæde i, at man røvede, hvad I ejede, vidende, at I selv have en bedre og blivende Ejendom.
og þjáðust með þeim sem varpað var í fangelsi. Og jafnvel þótt allt, sem þið ættuð, væri tekið frá ykkur, hélduð þið samt gleði ykkar, því að þið vissuð að á himnum ættuð þið í vændum það sem betra var, nokkuð sem enginn gæti nokkru sinni tekið frá ykkur.
35 Kaster altsaa ikke eders Frimodighed bort, hvilken jo har stor Belønning;
Látið nú ekkert, hvað sem á dynur, ræna ykkur gleði ykkar og traustinu á Drottni. Minnist launanna, sem ykkar bíða.
36 thi I have Udholdenhed nødig, for at I, naar I have gjort Guds Villie, kunne opnaa Forjættelsen.
Ef þið ætlist til að Guð standi við loforðin, sem hann hefur gefið ykkur, þá verðið þið einnig að sýna úthald og fara eftir hans vilja.
37 Thi „der er endnu kun en saare liden Stund, saa kommer han, der skal komme, og han vil ikke tøve.
Endurkomu Drottins er ekki langt að bíða.
38 Men min retfærdige skal leve af Tro; og dersom han unddrager sig, har min Sjæl ikke Behag i ham.‟
Þeir, sem öðlast hafa réttlæti Guðs fyrir trú, verða að lifa í trú og treysta honum í einu og öllu. Ef þeir hins vegar skjóta sér undan, þá eru þeir ekki Guði að skapi.
39 Men vi ere ikke af dem, som unddrage sig, til Fortabelse, men af dem, som tro, til Sjælens Frelse.
En við erum ekki menn sem snúa baki við Guði og hjálpræði hans. Nei, við erum menn trúarinnar og munum erfa hjálpræði hans.