< Kolossensern 2 >

1 Thi jeg vil, at I skulle vide, hvor stor en Kamp jeg har for eder og for dem i Laodikea og for alle, som ikke have set mit Aasyn i Kødet,
Ég vil gjarnan að þið vitið hve mikið ég hef barist í bæn fyrir ykkur og fyrir söfnuðinum í Laódíkeu. Einnig fyrir mörgum öðrum vinum mínum, sem aldrei hafa kynnst mér persónulega.
2 for at deres Hjerter maa opmuntres, idet de sammenknyttes i Kærlighed og til den fuldvisse Indsigts hele Rigdom, til Erkendelse af Guds Hemmelighed, Kristus,
Þetta er bæn mín fyrir ykkur: Að þið mættuð hljóta uppörvun, tengjast sterkum kærleiksböndum og eignast þá dýrmætu reynslu að kynnast Kristi náið og af eigin raun. Hann er sjálfur þetta leyndarmál Guðs, sem nú loks hefur verið kunngert.
3 i hvem alle Visdommens og Kundskabens Skatte findes skjulte.
Í honum er að finna alla fjársjóði vísdóms og þekkingar.
4 Dette siger jeg, for at ingen skal bedrage eder med lokkende Tale.
Þetta segi ég vegna þess að ég óttast að einhver reyni að blekkja ykkur með áróðri.
5 Thi om jeg ogsaa i Kødet er fraværende, saa er jeg dog i Aanden hos eder og glæder mig ved at se eders Orden og Fastheden i eders Tro paa Kristus.
Þótt ég nú sé fjarri ykkur, þá er ég hjá ykkur í anda, og gleðst yfir velgengni ykkar og staðfestu í trúnni á Krist.
6 Derfor, ligesom I have modtaget Kristus Jesus, Herren, saa vandrer i ham,
Nú skuluð þið, sem tókuð á móti Kristi, einnig treysta honum til að ráða fram úr vandamálum líðandi stundar og lifa í stöðugu samfélagi við hann.
7 idet I ere rodfæstede og opbygges i ham og stadfæstes ved Troen, saaledes som I bleve oplærte, saa I vokse i den med Taksigelse.
Verið staðföst í honum, eins og jurt sem skýtur rótum og sýgur til sín næringu. Gætið þess að halda áfram að vaxa í Drottni, svo að þið styrkist í sannleikanum. Látið líf ykkar geisla af gleði og þakklæti fyrir allt, sem hann hefur gert.
8 Ser til, at der ikke skal være nogen, som gør eder til Bytte ved den verdslige Visdom og tomt Bedrag efter Menneskers Overlevering, efter Verdens Børnelærdom og ikke efter Kristus;
Látið engan villa um fyrir ykkur með heimspekilegum vangaveltum. Þessi heimskulegu svör þeirra eru byggð á hugmyndum og ályktunum manna, en ekki á orðum Krists.
9 thi i ham bor Guddommens hele Fylde legemlig,
Í Kristi sjáum við Guð holdi klæddan og í honum einum er hina sönnu visku og þekkingu að finna.
10 og i ham have I eders Fylde, ham, som er Hovedet for al Magt og Myndighed;
Þegar þið lifið með Kristi, þá hafið þið allt sem þið þarfnist, því þá eruð þið í samfélagi við sjálfan Guð. Kristur er æðstur allra valdhafa og öll máttarverk eru honum undirgefin.
11 i hvem I ogsaa ere blevne omskaarne med en Omskærelse, som ikke er gjort med Hænder, ved Afførelsen af Kødets Legeme, ved Kristi Omskærelse,
Þegar þið komuð til Krists, frelsaði hann ykkur frá hinum illu hvötum ykkar. Þetta gerði hann ekki með líkamlegum uppskurði eða umskurn, heldur með andlegum uppskurði – skírninni.
12 idet I bleve begravne med ham i Daaben, i hvilken I ogsaa bleve medoprejste ved Troen paa Guds Virkekraft, som oprejste ham fra de døde.
Í skírninni dó ykkar gamla, eigingjarna eðli og var grafið með honum. Síðan risuð þið upp frá dauðum ásamt honum og hófuð nýtt líf í trú á orð hins almáttuga Guðs, sem vakti Krist frá dauðum.
13 Ogsaa eder, som vare døde i eders Overtrædelser og eders Køds Forhud, eder gjorde han levende tillige med ham, idet han tilgav os alle vore Overtrædelser
Þið voruð dáin í syndinni, en Guð gaf ykkur hlutdeild í lífi Krists, fyrirgaf ykkur syndirnar,
14 og udslettede det imod os rettede Gældsbrev med dets Befalinger, hvilket gik os imod, og han har taget det bort ved at nagle det til Korset;
ógilti allar kröfur á hendur ykkar og strikaði yfir öll ykkar brot gegn boðorðunum. Hann tók þessa sakaskrá og eyðilagði hana með því að negla hana á kross Krists.
15 efter at have afvæbnet Magterne og Myndighederne, stillede han dem aabenlyst til Skue, da han i ham førte dem i Sejrstog.
Á þennan hátt ógilti Guð þær ákærur, sem Satan bar fram gegn okkur vegna synda okkar, og kunngjörði öllum heiminum sigur Krists á krossinum, þar sem allar okkar syndir voru afmáðar.
16 Lad derfor ingen dømme eder for Mad eller for Drikke eller i Henseende til Højtid eller Nymaane eller Sabbat,
Látið því engan ásaka ykkur fyrir það sem þið borðið eða drekkið, né fyrir að halda ekki gyðinglega hátíðis- og tyllidaga, tunglkomuhátíðir eða hvíldardaga Gyðinga.
17 hvilket er en Skygge af det, som skulde komme, men Legemet er Kristi.
Þetta voru aðeins tímabundnar reglur, sem féllu úr gildi þegar Kristur kom. Þær voru aðeins ímynd raunveruleikans – Krists.
18 Lad ingen frarøve eder Sejrsprisen, idet han finder Behag i Ydmyghed og Dyrkelse af Englene, idet han indlader sig paa, hvad han har set i Syner, forfængeligt opblæst af sit kødelige Sind,
Látið engan segja ykkur að þið glatist ef þið tilbiðjið ekki engla, eins og sumir halda fram. Þeir segjast hafa fengið vitrun um þetta og því beri ykkur að hlýða. Þetta veldur því einu að menn hrokast upp
19 og ikke holder fast ved Hovedet, ud fra hvem hele Legemet, idet det hjælpes og sammenknyttes ved sine Bindeled og Baand, vokser Guds Vækst.
og missa tengslin við Krist, höfuðið, sem við öll, líkami hans, tengjumst. Líkami Krists – söfnuðurinn – er tengdur saman og styrktur með taugum og sinum, og vex því aðeins að hann fái næringu og styrk frá Guði.
20 Naar I med Kristus ere døde fra Verdens Børnelærdom, hvorfor lade I eder da paalægge Befalinger, som om I levede i Verden:
Þið dóuð með Kristi og þurfið því ekki að fylgja hugmyndum heimsins um hvernig eigi að frelsast. Vinna góðverk og fara eftir alls konar reglum. En hvers vegna haldið þið samt áfram að fylgja þessum hugmyndum og hvers vegna eruð þið ennþá bundin af reglum
21 „Tag ikke, smag ikke, rør ikke derved!‟
sem banna ykkur að borða, smakka eða snerta vissan mat?
22 (hvilket alt er bestemt til at forgaa ved at forbruges) efter Menneskenes Bud og Lærdomme?
Slíkar reglur eru ekki annað en mannaboðorð, því að maturinn er ætlaður til neyslu.
23 thi alt dette har Ord for Visdom ved selvgjort Dyrkelse og Ydmyghed og Skaanselsløshed imod Legemet, ikke ved noget, som er Ære værd, kun lil Tilfredsstillelse af Kødet.
Þessar reglur kunna að virðast góðar, því að þær krefjast mikillar sjálfsafneitunar, eru auðmýkjandi og valda líkamlegum óþægindum. En þær veita mönnum engan kraft til að sigrast á illum hugsunum og eigingjörnum hvötum, heldur auka aðeins á stolt þeirra.

< Kolossensern 2 >