< 1 Timoteus 3 >

1 Den Tale er troværdig: Dersom nogen begærer en Tilsynsgerning, har han Lyst til en skøn Gerning.
Það er rétt og satt að sækist einhver eftir prests- eða biskupsstarfi, þá girnist hann fagurt hlutverk.
2 En Tilsynsmand bør derfor være ulastelig, een Kvindes Mand, ædruelig, sindig, høvisk, gæstfri, dygtig til at lære andre;
Slíkur maður skal vera til fyrirmyndar og lifa hreinu og heiðvirðu lífi. Hann verður að vera eiginkonu sinni trúr, tillitssamur, reglusamur og láta jafnan gott af sér leiða. Hann á að vera gestrisinn og góður uppfræðari.
3 ikke hengiven til Vin, ikke til Slagsmaal, men mild, ikke kivagtig, ikke pengegridsk;
Hann má ekki vera drykkfelldur eða þrasgjarn, heldur prúður og góðgjarn og alls ekki sólginn í fé.
4 en Mand, som forestaar sit eget Hus vel, som har Børn, der ere lydige med al Ærbarhed;
Fjölskylda hans verður að sýna góða hegðun og börn hans eiga að hlýða strax og athugasemdalaust,
5 (dersom en ikke ved at forestaa sit eget Hus, hvorledes vil han da kunne sørge for Guds Menighed?)
því að hvernig á maður að stjórna heilum söfnuði, sem ekki getur stjórnað eigin fjölskyldu?
6 ikke ny i Troen, for at han ikke skal blive opblæst og falde ind under Djævelens Dom.
Biskup eða safnaðarleiðtogi á ekki að vera nýr í trúnni, svo að hann ofmetnist ekki og rógberarnir fái höggstað á honum.
7 Men han bør ogsaa have et godt Vidnesbyrd af dem, som ere udenfor, for at han ikke skal falde i Forhaanelse og Djævelens Snare.
Hann verður einnig að hafa gott orð á sér meðal þeirra sem ekki eru kristnir, svo að Satan ásaki hann ekki og hann missi kjarkinn til að leiða söfnuðinn.
8 Menighedstjenere bør ligeledes være ærbare, ikke tvetungede, ikke hengivne til megen Vin, ikke til slet Vinding,
Aðrir þjónar og starfsmenn safnaðarins eiga líka að vera góðir og traustir. Ekki óáreiðanlegir, drykkfelldir eða gráðugir í peninga.
9 bevarende Troens Hemmelighed i en ren Samvittighed.
Þeir verða að taka hlutina alvarlega og fylgja Kristi heils hugar, því að hann er uppspretta trúar þeirra.
10 Men ogsaa disse skulle først prøves, og siden gøre Tjeneste, hvis de ere ustraffelige.
Látið þessa menn sinna fyrst öðrum minni háttar störfum fyrir söfnuðinn, til að reyna staðfestu þeirra og hæfileika, áður en þeim er fengið fullt starf. Ef þeir standa sig vel, þá má gjarnan velja þá sem safnaðarþjóna.
11 Kvinder bør ligeledes være ærbare, ikke bagtaleriske, ædruelige, tro i alle Ting.
Konur eiga að vera siðprúðar, en ekki raupsamar. Þær stjórnist af hófsemi og séu trúar í öllu.
12 En Menighedstjener skal være een Kvindes Mand og forestaa sine Børn og sit eget Hus vel.
Safnaðarþjónn á að vera eiginkonu sinni trúr, og reglusemi og gleði skal ríkja á heimili þeirra.
13 Thi de, som have tjent vel i Menigheden, de erhverve sig selv en smuk Stilling og megen Frimodighed i Troen paa Kristus Jesus.
Þeir sem standa sig vel sem safnaðarþjónar, munu njóta virðingar fólksins, þeim mun aukast kjarkur og trú þeirra vaxa.
14 Disse Ting skriver jeg dig til, ihvorvel jeg haaber at komme snart til dig;
Mér finnst rétt að skrifa þér um þessa hluti, enda þótt ég vonist til að hitta þig bráðlega,
15 men dersom jeg tøver, da skal du heraf vide, hvorledes man bør færdes i Guds Hus, hvilket jo er den levende Guds Menighed, Sandhedens Søjle og Grundvold.
því ef mér seinkar, þá veistu hverja þú átt að velja til leiðtogastarfa í söfnuði Guðs – þá sem halda sannleika Guðs hátt á lofti.
16 Og uden Modsigelse stor er den Gudsfrygtens Hemmelighed: Han, som blev aabenbaret i Kød, blev retfærdiggjort i Aand, set af Engle, prædiket iblandt Hedninger, troet i Verden, optagen i Herlighed.
Víst er guðrækilegt líferni enginn leikur, en það er þó mögulegt í samfélaginu við Krist. Hann kom til jarðarinnar sem maður. Hann reyndist hreinn og syndlaus í anda sínum og englar þjónuðu honum. Hann var boðaður meðal þjóðanna, hvarvetna trúðu menn á hann og síðan var hann hafinn upp í dýrð himnanna.

< 1 Timoteus 3 >