< Lukáš 22 >
1 Přibližoval se pak svátek přesnic, jenž slove velikanoc.
Nú voru páskarnir í nánd. Þeir eru mesta hátíð Gyðinga og þá eru einungis borðuð ósýrð brauð.
2 I hledali přední kněží a zákoníci, kterak by jej vyhladili; ale obávali se lidu.
Æðstu prestarnir og fræðimennirnir voru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu ráðið Jesú af dögum. En þeir óttuðust að fólkið svaraði með því að gera uppreisn.
3 Tedy ďábel vstoupil do Jidáše, kterýž sloul Iškariotský, jednoho z počtu dvanácti.
Þegar þetta var fór Satan í Júdas Ískaríot, einn af þeim tólf.
4 A on odšed, mluvil s předními kněžími, a s úředníky nad chrámem, kterak by ho jim zradil.
Júdas kom að máli við æðstu prestana og varðstjóra musterisins til að ræða um hvernig hann ætti að koma Jesú í hendur þeirra.
5 I zradovali se, a smluvili s ním, že mu chtí peníze dáti.
Þeir urðu glaðir þegar þeir heyrðu að hann væri fús að hjálpa þeim og hétu honum launum.
6 A on také jim přiřekl. I hledal příhodného času, aby ho jim zradil bez zástupu.
Upp frá þessu beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að handtaka Jesú í kyrrþey þegar fólkið væri hvergi nærri.
7 Tedy přišel den přesnic, v kterémžto zabit měl býti beránek.
Dagurinn fyrir páska rann upp – dagur ósýrðu brauðanna – en þá átti að slátra páskalambinu og borða það með ósýrða brauðinu.
8 I poslal Ježíš Petra a Jana, řka: Jdouce, připravte nám beránka, abychom jedli.
Jesús sendi Pétur og Jóhannes af stað til að finna húsnæði þar sem þeir gætu undirbúið páskamáltíðina.
9 A oni řekli mu: Kde chceš, ať připravíme?
„Hvert viltu að við förum?“spurðu þeir.
10 On pak řekl k nim: Aj, když vcházeti budete do města, potkáť vás člověk, dčbán vody nesa. Jdětež za ním do domu, do kteréhož vejde.
„Þegar þið komið inn í Jerúsalem, “svaraði Jesús, „mun mæta ykkur maður sem ber vatnskrús. Fylgið honum eftir þangað sem hann fer
11 A díte hospodáři toho domu: Vzkazuje tobě Mistr: Kde jest síň, kdežto budu jísti beránka s učedlníky svými?
og segið húsráðanda þar: „Við erum með skilaboð frá meistara okkar, um að þú sýnir okkur herbergið þar sem hann geti snætt páskamáltíðina með lærisveinum sínum.“
12 A onť vám ukáže večeřadlo veliké podlážené. Tam připravte.
Þá mun hann fara með ykkur upp í stórt herbergi sem okkur er ætlað. Það er staðurinn. Farið nú og undirbúið máltíðina.“
13 I odšedše, nalezli, jakž jim pověděl, a připravili beránka.
Þeir fóru til borgarinnar og fundu allt eins og Jesús hafði sagt og undirbjuggu páskamáltíðina.
14 A když přišel čas večeře, posadil se za stůl, a dvanácte apoštolů s ním.
Á tilsettum tíma kom Jesús og settist til borðs og postularnir með honum.
15 I řekl jim: Žádostí žádal jsem tohoto beránka jísti s vámi, prve než bych trpěl.
Hann sagði: „Ég hef innilega þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með ykkur áður en ég líð,
16 Nebo pravímť vám, žeť ho již více nebudu jísti, ažť se naplní v království Božím.
því að það segi ég ykkur að ég mun ekki neyta hennar aftur, fyrr en hún fullkomnast í guðsríki.“
17 A vzav kalich, a díky činiv, řekl: Vezměte jej a dělte mezi sebou.
Þá tók Jesús bikar, flutti þakkarbæn og sagði: „Takið þetta og skiptið því á milli ykkar.
18 Neboť pravím vám, žeť nebudu píti z plodu vinného kořene, ažť království Boží přijde.
Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en guðsríki er komið.“
19 A vzav chléb, díky činiv, lámal a dal jim, řka: To jest tělo mé, kteréž se za vás dává. To čiňte na mou památku.
Og hann tók brauð, þakkaði Guði og braut það í sundur, fékk þeim og sagði: „Þetta er líkami minn, sem fyrir ykkur er gefinn, gerið þetta í mína minningu.“
20 Takž také dal jim i kalich, když bylo po večeři, řka: Tento kalich jest nová smlouva v mé krvi, kteráž se za vás vylévá.
Á sama hátt tók hann bikarinn eftir kvöldmáltíðina og mælti: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir ykkur er úthellt.
21 Ale aj, ruka zrádce mého se mnou jest za stolem.
Sá er svíkur mig, situr hér til borðs með mér.
22 A Syn zajisté člověka jde, tak jakž jest uloženo o něm, ale běda člověku tomu, kterýž ho zrazuje.
Að vísu verð ég að deyja, það er liður í áætlun Guðs, en vei þeim manni sem veldur því að ég verð framseldur.“
23 Tedy oni počali vyhledávati mezi sebou, kdo by z nich byl, kterýž by to měl učiniti.
Þá fóru lærisveinarnir að þrátta sín á milli um það hver þeirra gæti fengið sig til slíks,
24 Stal se pak i svár mezi nimi, kdo by z nich zdál se býti větší.
og líka um það hver þeirra gæti talist mestur.
25 On pak řekl jim: Králové národů panují nad nimi, a kteříž moc mají nad nimi, dobrodincové slovou.
Þá sagði Jesús: „Konungar þjóðanna drottna yfir þeim og þeir sem láta menn kenna á valdi sínu eru nefndir velgjörðamenn.
26 Ale vy ne tak. Nýbrž kdož větší jest mezi vámi, budiž jako nejmenší, a kdož vůdce jest, budiž jako sloužící.
En meðal ykkar er sá mestur sem þjónar hinum.
27 Nebo kdo větší jest, ten-li, kterýž sedí, čili ten, kterýž slouží? Zdali ne ten, kterýž sedí? Ale já mezi vámi jsem jako ten, kterýž slouží.
Í heiminum er það foringinn sem situr við borðið og þjónar hans ganga um beina. En hjá okkur er þetta öðruvísi. Ég þjóna ykkur.
28 Vy pak jste ti, kteříž jste v mých pokušeních se mnou zůstali.
Þið hafið ekki brugðist mér þennan erfiða tíma.
29 A jáť vám způsobuji, jakož mi způsobil Otec můj, království,
En eins og faðir minn hefur gefið mér ríki sitt, eins gef ég ykkur það svo að þið getið
30 Abyste jedli a pili za stolem mým v království mém, a seděli na stolicích, soudíce dvanáctero pokolení Izraelské.
etið og drukkið við borð mitt í ríki mínu. Þið munuð sitja í hásætum og dæma hinar tólf ættkvíslir Ísraels.
31 I řekl Pán: Šimone, Šimone, aj, satan vyprosil vás, aby vás tříbil jako pšenici.
Símon, Símon, Satan krafðist þín til að sigta þig eins og hveiti,
32 Ale jáť jsem prosil za tebe, aby nezhynula víra tvá. A ty někdy obrátě se, potvrzuj bratří svých.
en ég hef beðið þess að trú þína þrjóti ekki að fullu og öllu. Styrk þú bræður þína þegar þú hefur iðrast og snúið aftur til mín.“
33 A on řekl jemu: Pane, s tebou hotov jsem i do žaláře i na smrt jíti.
Símon svaraði: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fara með þér í fangelsi og jafnvel deyja með þér.“
34 On pak dí: Pravím tobě, Petře, nezazpíváť dnes kohout, až prve třikrát zapříš, že neznáš mne.
„Pétur, “svaraði Jesús, „ég skal segja þér nokkuð. Haninn mun ekki gala í dag fyrr en þú hefur þrisvar neitað því að þú þekkir mig.“
35 I řekl jim: Když jsem vás posílal bez pytlíka, a bez mošny, a bez obuvi, zdali jste v čem nedostatek měli? A oni řekli: V ničemž.
Og Jesús hélt áfram og sagði: „Þegar ég sendi ykkur í predikunarferðir, peningalausa, nestislausa og án þess að þið hefðuð skó til skiptanna, skorti ykkur þá nokkuð?“„Nei, ekkert, “svöruðu þeir.
36 Tedy dí jim: Ale nyní, kdo má pytlík, vezmi jej, a též i mošnu; a kdož nemá, prodej sukni svou, a kup sobě meč.
„En núna“sagði hann, „skuluð þið taka með ykkur nestispoka, ef þið eigið, og peninga. Ef þið eigið ekkert sverð, þá seljið jafnvel fötin ykkar til að geta keypt sverð.
37 Nebo pravím vám, že se ještě to musí naplniti na mně, což psáno: A s nešlechetnými počten jest. Nebo ty věci, kteréž psány jsou o mně, konec berou.
Þetta segi ég, því að nú er þessi spádómur að rætast: „Hann mun dæmdur sem afbrotamaður.“Allt sem spámennirnir skrifuðu um mig mun rætast.“
38 Oni pak řekli: Pane, aj, dva meče teď. A on řekl jim: Dostiť jest.
„Meistari“svöruðu þeir, „við höfum hérna tvö sverð.“„Það er nóg, “svaraði hann.
39 A vyšed podle obyčeje svého, šel na horu Olivovou, a šli za ním i učedlníci jeho.
Síðan yfirgaf Jesús loftherbergið í fylgd lærisveinanna og fór eftir venju út til Olíufjallsins.
40 A když přišel na místo, řekl jim: Modlte se, abyste nevešli v pokušení.
Þegar þangað kom sagði hann: „Biðjið Guð að þið fallið ekki í freistni.“
41 A sám vzdáliv se od nich, jako by mohl kamenem dohoditi, a poklek na kolena, modlil se,
Hann fór spölkorn frá þeim, kraup niður og bað: „Faðir, ef þú vilt, þá taktu þennan bikar frá mér. Verði þó ekki minn vilji, heldur þinn.“
42 Řka: Otče, chceš-li, přenes kalich tento ode mne, ale však ne má vůle, ale tvá staň se.
43 I ukázal se jemu anděl s nebe, posiluje ho.
Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.
44 A jsa v boji, horlivěji se modlil. I učiněn jest pot jeho jako krůpě krve tekoucí na zemi.
Því að hann var í slíkri dauðans angist að sviti hans varð eins og blóðdropar sem féllu á jörðina og bæn hans varð enn ákafari.
45 A vstav od modlitby, a přišed k učedlníkům, nalezl je, ani spí zámutkem.
Að lokum stóð hann upp, gekk til lærisveinanna og fann þá sofandi. Þeir höfðu sofnað af þreytu og hryggð.
46 I řekl jim: Co spíte? Vstaňte a modlte se, abyste nevešli v pokušení.
„Hví sofið þið?“spurði hann, „Rísið upp og biðjið þess að þið fallið ekki fyrir freistingunni.“
47 A když on ještě mluvil, aj, zástup, a ten, kterýž sloul Jidáš, jeden ze dvanácti, šel napřed, a přiblížil se k Ježíšovi, aby jej políbil.
Hann hafði ekki sleppt orðinu, er hóp manna bar þar að. Fremstur gekk Júdas, einn postulanna. Hann gekk til Jesú og kyssti hann vingjarnlega á kinnina.
48 Ježíš pak řekl jemu: Jidáši, políbením Syna člověka zrazuješ?
Jesús sagði við hann: „Júdas, svíkur þú mig með kossi.“
49 A vidouce ti, kteříž při něm byli, k čemu se chýlí, řekli jemu: Pane, budeme-liž bíti mečem?
Þegar lærisveinarnir ellefu skildu hvað um var að vera, hrópuðu þeir: „Meistari, eigum við að berjast? Við tókum sverðin með okkur.“
50 I udeřil jeden z nich služebníka nejvyššího kněze, a uťal ucho jeho pravé.
Einn þeirra brá sverði og hjó hægra eyrað af þjóni æðsta prestsins.
51 A Ježíš odpověděv, řekl: Nechtež až potud. A dotkna se ucha jeho, uzdravil jej.
En Jesús sagði: „Sýnið enga frekari mótstöðu.“Síðan snerti hann sárið og læknaði eyrað.
52 I dí Ježíš těm, kteříž přišli k němu, předním kněžím a úředníkům chrámu a starším: Jako na lotra vyšli jste s meči a s kyjmi?
Jesús sneri sér nú að æðstu prestunum, varðforingjum musterisins og trúarleiðtogum, sem fremstir stóðu, og spurði: „Er ég þá ræningi? Hvers vegna komið þið með sverð og kylfur til að handsama mig?
53 Ješto na každý den býval jsem s vámi v chrámě, a nevztáhli jste rukou na mne. Ale totoť jest ta vaše hodina a moc temnosti.
Af hverju handtókuð þið mig ekki í musterinu? Þar var ég daglega. En þetta er ykkar tími og vald myrkraaflanna.“
54 A oni javše jej, vedli ho, a uvedli do domu nejvyššího kněze. Petr pak šel za ním zdaleka.
Þá gripu þeir Jesú og leiddu til bústaðar æðsta prestsins. Pétur fylgdi í humátt á eftir.
55 A když zanítili oheň uprostřed síně a posadili se vůkol, sedl Petr mezi ně.
Hermennirnir kveiktu bál í húsagarðinum og settust umhverfis það til að hlýja sér, en Pétur smeygði sér inn í hópinn svo lítið bar á.
56 A uzřevši ho jedna děvečka, an sedí u ohně, a pilně naň pohleděvši, řekla: I tento byl s ním.
Við bjarmann frá eldinum tók ein þjónustustúlkan eftir honum og gaf honum nánar gætur. Loks sagði hún: „Þessi maður var með Jesú.“
57 A on zapřel ho, řka: Ženo, neznám ho.
„Nei, kona góð, “svaraði Pétur, „þann mann þekki ég alls ekki.“
58 A po malé chvíli jiný, vida jej, řekl: I ty z nich jsi. Petr pak řekl: Ó člověče, nejsem.
Stuttu seinna tók einhver annar eftir honum og sagði: „Þú hlýtur að vera einn af þeim.“„Nei, herra minn, það er ég ekki, “svaraði Pétur.
59 A potom asi po jedné hodině jiný potvrzoval, řka: V pravdě i tento s ním byl, neb i Galilejský jest.
Um það bil klukkustundu síðar fullyrti enn einn þetta og sagði: „Ég veit að þessi maður er einn af lærisveinum Jesú, því að þeir eru báðir frá Galíleu.“
60 I řekl Petr: Èlověče, nevím, co pravíš. A hned, když on ještě mluvil, kohout zazpíval.
„Góði maður“svaraði Pétur, „ég skil bara alls ekki hvað þú ert að tala um.“En áður en hann hafði sleppt orðinu gól hani.
61 I obrátiv se Pán, pohleděl na Petra. I rozpomenul se Petr na slovo Páně, kterak jemu byl řekl: Že prve než kohout zazpívá, třikrát mne zapříš.
Á sömu stundu sneri Jesús sér við og leit til Péturs. Þá minntist Pétur orða Jesú: „Áður en haninn galar í dag, muntu þrisvar afneita mér.“
62 I vyšed ven Petr, plakal hořce.
Þá gekk Pétur út fyrir og grét sárt.
63 Muži pak ti, kteříž drželi Ježíše, posmívali se jemu, tepouce ho.
Verðirnir sem gættu Jesú, tóku nú að hæða hann. Þeir bundu fyrir augu hans, slógu hann með hnefunum og spurðu: „Hver sló þig núna, spámaður?“
64 A zakrývajíce ho, bili jej v tvář, a tázali se ho, řkouce: Prorokuj, kdo jest, kterýž tebe udeřil?
65 A jiného mnoho, rouhajíce se, mluvili proti němu.
Síðan smánuðu þeir hann á allan hátt.
66 A když byl den, sešli se starší lidu a přední kněží a zákoníci, a vedli ho do rady své,
Í morgunsárið kom hæstiréttur Gyðinga saman. Í honum voru meðal annars æðstu prestarnir og aðrir trúarleiðtogar þjóðarinnar. Jesús var nú leiddur fram fyrir þetta ráð
67 Řkouce: Jsi-li ty Kristus? Pověz nám! I dí jim: Povím-li vám, nikoli neuvěříte.
og spurður hvort hann héldi því fram að hann væri Kristur. „Þó ég segi ykkur það“svaraði hann, „þá trúið þið mér ekki og munuð ekki heldur leyfa mér að flytja mál mitt.
68 A pakli se vás co otíži, neodpovíte mi, ani propustíte.
69 Ale od této chvíle Syn člověka sedne na pravici moci Boží.
En innan skamms mun ég, Kristur, setjast í hásæti við hlið almáttugs Guðs.“
70 I řekli všickni: Tedy jsi ty Syn Boží? On pak řekl jim: Vy pravíte, že já jsem.
„Með þessu ertu að fullyrða að þú sért sonur Guðs, “hrópuðu þeir. „Já“svaraði hann, „ég er hann.“
71 A oni řekli: Což ještě potřebujeme svědectví? Však jsme sami slyšeli z úst jeho.
„Við þurfum ekki fleiri vitni!“æptu þeir. „Við höfum sjálfir heyrt hann segja það.“