< Judův 1 >

1 Judas, Ježíše Krista služebník, bratr pak Jakubův, posvěceným v Bohu Otci, a Kristu Ježíši zachovaným a k němu povolaným:
Frá Júdasi, þjóni Jesú Krists og bróður Jakobs. Til kristinna manna, hvar sem þeir eru, þeirra, sem Guð faðir hefur kallað og varðveitast í Jesú Kristi.
2 Milosrdenství vám a pokoj i láska budiž rozmnožena.
Ég bið þess að náð Guðs og friður, ásamt kærleika hans veitist ykkur í æ ríkari mæli.
3 Nejmilejší, všecku snažnost vynakládaje na to, abych vám psal o obecném spasení, musil jsem psáti, vás napomínaje, abyste statečně bojovali o víru, kteráž jest jednou dána svatým.
Elsku vinir, ég hafði hugsað mér að skrifa ykkur nokkrar línur um hjálpræðið, sem Guð hefur gefið okkur, en finn nú að ég á að skrifa um annað. Ég á að hvetja ykkur til að berjast af alefli fyrir sannleikanum, sem Guð hefur gefið okkur, börnum sínum.
4 Neboť jsou podešli někteří lidé bezbožní, prve již dávno poznamenaní k tomu odsouzení; kteřížto milost Boha našeho přenášejí v chlipnost, a toho, kterýž jest sám Hospodin, Boha a Pána našeho Jezukrista zapírají.
Þetta segi ég vegna þess að nokkrir menn, sem ekki þekkja Guð, hafa smeygt sér inn í ykkar hóp. Þeir segja að þegar við séum orðin kristin, getum við gert það sem okkur sýnist, án þess að þurfa að óttast dóm Guðs. Örlög slíkra manna voru ráðin þegar í byrjun, því að þeir snerust gegn leiðtoga okkar og konungi, Jesú Kristi.
5 Protož vidělo mi se vám to připomenouti, kteříž jednou již o tom víte, že když Pán lid svůj z země Egyptské vysvobodil, potom ty, kteříž nevěřící byli, zatratil.
Ég vil segja við þessa menn: Gleymið ekki þeirri staðreynd – og hana þekkið þið – að Drottinn bjargaði heilli þjóð frá Egyptalandi, en síðan tortímdi hann hverjum þeim einstaklingi, meðal hennar, sem ekki treysti honum og hlýddi.
6 A ty anděly, kteříž neostříhali svého knížetství, ale opustili příbytek svůj, k soudu velikého toho dne vazbou věčnou pod mrákotou schoval. (aïdios g126)
Ég minni ykkur einnig á englana sem áður voru heilagir og hreinir, en steyptu sér síðan sjálfviljugir út í syndina. Nú geymir Guð þá í myrkrinu og þar bíða þeir dómsdags. (aïdios g126)
7 Jako Sodoma a Gomora, a okolní města, když podobným způsobem, jako i tito, v smilstvo se vydali a odešli po těle cizím, předložena jsou za příklad, pokutu věčného ohně snášejíce. (aiōnios g166)
Gleymið ekki heldur borgunum Sódómu og Gómorru og nágrannabæjum þeirra. Þar ríkti siðleysi og mikil kynvilla. Þessar borgir eyðilögðust í eldi og þær munu vera okkur stöðug viðvörun um refsinguna sem bíður syndaranna. (aiōnios g166)
8 Takéž podobně i tito, jako v hluboký sen pohřižení, tělo zajisté poskvrňují, panstvím pak pohrdají a důstojnosti se rouhají;
Þrátt fyrir það halda þessir falskennendur áfram. Þeir lítilsvirða líkama sína og spotta öll yfirvöld, jafnvel þau sem eru á himnum.
9 Ješto Michal archanděl, když s ďáblem odpor maje, hádal se o tělo Mojžíšovo, neodvážil se proti němu vynésti soudu zlořečení, ale řekl: Ztresciž tě Pán.
Mikael, einn voldugasti engillinn, vogaði sér ekki einu sinni að ákæra Satan né hæða hann, þegar þeir deildu um líkama Móse, hann sagði aðeins: „Drottinn refsi þér!“
10 Tito pak, čehož neznají, tomu se rouhají; a což od přirození znají, jako nerozumná hovada, v tom se poskvrňují.
En þessir menn hæðast að öllu og bölva því sem þeir skilja ekki. Þeir eru eins og skepnurnar. Þeir gera allt sem þá langar til, og spilla þar með sjálfum sér.
11 Běda jim, nebo cestou Kainovou odešli, a poblouzením Balámovy mzdy po lakomství se vylili, a odporováním Kóre zahynuli.
Vei þessum mönnum! Þeir fylgja dæmi Kains, sem drap bróður sinn, og eins og Bíleam gera þeir allt fyrir peninga. Þeir hafa óhlýðnast Guði og fetað í fótspor Kóra, en fyrir það munu þeir deyja undir sömu bölvun og hann.
12 Tiť jsou na hodech vašich poskvrny, když s vámi hodují bezstoudně, sami se pasouce; jsouce jako oblakové bez vody, jimiž vítr sem i tam točí, stromové uvadlí, neužiteční, dvakrát mrtví a vykořenění,
Þessir menn eru til skammar við kærleiksmáltíðir kirkjunnar. Hlæjandi ryðjast þeir áfram og troða í sig án þess að taka tillit til annarra. Þeir eru eins og regnský sem fara yfir skrælnað land, án þess að gefa frá sér svo mikið sem eina einustu skúr. Þeir lofa öllu fögru, en standa ekki við neitt. Þeir líkjast ávaxtatré sem engan ávöxt ber. Þeir eru visnaðir, dauðir, því að þeir hafa verið rifnir upp með rótum og nú bíður þeirra ekkert nema eldurinn.
13 Vzteklé vody mořské, vymítajíce jako pěny svou mrzkost, hvězdy bludné, jimžto mrákota tmy zachována jest na věčnost. (aiōn g165)
Allt, sem þeir skilja eftir, er skömm og svívirðing – eins og óhrein froða, sem öldur bera á land. Þeir reika um líkt og stjörnur á myrkum brautum himinsins. (aiōn g165)
14 Prorokoval pak také o nich sedmý od Adama Enoch, řka: Aj, Pán s svatými tisíci svými béře se,
Enok – en hann var uppi eftir daga Adams – sá fyrir sér þessa menn og sagði: „Sjá, Drottinn kemur, ásamt þúsundum sinna heilögu.
15 Aby učinil soud všechněm a trestal všecky, kteříž by koli mezi nimi byli bezbožní, ze všech skutků bezbožnosti jejich, v nichž bezbožnost páchali, i ze všech tvrdých řečí, kteréž mluvili proti němu hříšníci bezbožní.
Hann mun stefna til sín þjóðum heimsins og dæma þær með réttvísi. Allt hið illa, sem þær hafa gert í uppreisn sinni gegn Guði, mun hann draga fram í dagsljósið og opinbera allt sem þær hafa sagt gegn honum.“
16 Tiť jsou reptáci žalobní, podle žádostí svých chodíce, jejichž ústa mluví pýchu, pochlebujíce osobám některým pro svůj užitek.
Menn þessir finna að öllu, þeir eru aldrei ánægðir og þeir gera allt illt, sem þeim kemur í hug. Þeir eru hávaðasamir gortarar, sem sýna þeim einum virðingu, sem þeir geta hagnast á.
17 Ale vy, nejmilejší, pamatujte na slova předpověděná od apoštolů Pána našeho Jezukrista.
Kæru vinir, minnist þess að postular Drottins Jesú Krists sögðu ykkur,
18 Nebo jsou pověděli vám, že v posledním času budou posměvači, podle svých bezbožných žádostí chodící.
að á síðustu tímum mundu þessir spottarar koma fram og eina markmið þeirra í lífinu væri að fara leið illskunnar, til að svala eigin nautnum.
19 Toť jsou ti, kteříž se sami odtrhují, lidé hovadní, Ducha Kristova nemající.
Þeir vekja deilur, elska hið illa og heilagan anda eiga þeir ekki.
20 Ale vy, nejmilejší, vzdělávajíce se na té nejsvětější víře vaší, v Duchu svatém modléce se,
En þið, kæru vinir, uppbyggið sjálfa ykkur í hinni heilögu trú og lærið að biðja í krafti heilags anda.
21 Ostříhejte se v lásce Boží, očekávajíce milosrdenství Pána našeho Jezukrista k věčnému životu. (aiōnios g166)
Forðist allt sem hindrar líf ykkar í kærleika Guðs og bíðið með þolinmæði eilífa lífsins, sem Drottinn Jesús Kristur ætlar að gefa ykkur af miskunn sinni. (aiōnios g166)
22 A nad některými zajisté lítost mějte, rozeznání v tom majíce.
Verið mild við þá sem efagjarnir eru.
23 Jiné pak strašením k spasení přivozujte, jako z ohně je vychvacujíce, v nenávisti majíce i tu skrze tělo poskvrněnou sukni.
Bjargið öðrum eins og þið væruð að hrífa þá úr eldi. Hjálpið enn öðrum til að finna Drottin, með því að sýna þeim vináttu, en gætið þess að þið dragist ekki sjálf með þeim út í syndina. Hatið syndir þeirra og forðist allt sem óhreint er.
24 Tomu pak, kterýž mocen jest zachovati vás bez úrazu a postaviti před obličejem slávy své bez úhony s veselím,
Dýrð sé Guði, því að hann einn er Guð og hann frelsar okkur með hjálp Jesú Krists, Drottins okkar.
25 Samému moudrému Bohu, Spasiteli našemu, budiž sláva a velebnost, císařství i moc, i nyní i po všecky věky. Amen. (aiōn g165)
Honum tilheyrir dýrð, hátign, máttur og vald frá upphafi, í dag og um ókomna tíma. Hann er þess megnugur að varðveita ykkur frá hrösun og leiða ykkur fagnandi, lýtalaus og heilög inn í dýrð sína. Amen. Júdas. (aiōn g165)

< Judův 1 >