< Žalmy 135 >
1 Halelujah. Chvalte jméno Hospodinovo, chvalte služebníci Hospodinovi,
Hallelúja!
2 Kteříž stáváte v domě Hospodinově, v síňcích domu Boha našeho.
Lýður Drottins lofi hann í forgörðum musteris hans.
3 Chvalte Hospodina, nebo jest dobrý Hospodin; žalmy zpívejte jménu jeho, nebo rozkošné jest.
Lofið Drottin því að hann er góður, vegsamið hans dýrlega nafn.
4 Jákoba zajisté sobě vyvolil Hospodin, a Izraele za svůj lid zvláštní.
Því að Drottinn hefur kosið Ísrael sér að eignarlýð.
5 Jáť jsem jistě seznal, že veliký jest Hospodin, a Pán náš nade všecky bohy.
Ég þekki mikilleik Drottins – að hann er öllum guðum æðri.
6 Cožkoli chce Hospodin, to činí na nebi i na zemi, v moři i ve všech propastech.
Það sem honum þóknast, það gerir hann á himni, á jörðu og einnig í hafdjúpunum!
7 Kterýž způsobuje to, že páry vystupují od krajů země; blýskání s deštěm přivodí, a vyvodí vítr z pokladů svých.
Hann lætur skýin stíga upp af jörðinni og eldinguna leiftra svo að rigni; og vindana lætur hann blása úr forðabúrum sínum.
8 Kterýž zbil prvorozené v Egyptě, od člověka až do hovada.
Hann laust frumburði Egyptalands, bæði menn og dýr.
9 Poslal znamení a zázraky u prostřed tebe, Egypte, na Faraona i na všecky služebníky jeho.
Undur og tákn gerði hann í augsýn Faraó og þjóna hans.
10 Kterýž pobil národy mnohé, a zbil krále mocné,
Fjölmennar þjóðir lagði hann að velli, felldi volduga konunga
11 Seona krále Amorejského, a Oga krále Bázan, i všecka království Kananejská.
– Síhon, Amoríta-konung og Óg, konung í Basan og konunga Kanaanslands
12 A dal zemi jejich v dědictví, v dědictví Izraelovi lidu svému.
og gaf Ísrael lönd þeirra til eilífrar eignar.
13 Hospodine, jméno tvé na věky, Hospodine, památka tvá od národu až do pronárodu.
Ó, Drottinn, nafn þitt varir að eilífu! Frægð Drottins er kunn frá kynslóð til kynslóðar,
14 Souditi zajisté bude Hospodin lid svůj, a služebníkům svým bude milostiv.
því að hann réttir hlut þjóðar sinnar og miskunnar þjónum sínum.
15 Ale modly pohanské stříbro a zlato, dílo rukou lidských,
Heiðingjarnir tilbiðja skurðgoð úr gulli og silfri, handaverk manna
16 Ústa mají a nemluví, oči mají a nevidí.
– mállaus og sjónlaus skurðgoð,
17 Uši mají a neslyší, nýbrž ani ducha není v ústech jejich.
sem hvorki heyra né draga andann.
18 Buďtež jim podobní, kteříž je dělají, a kdožkoli naději svou v nich skládají.
Smiðir þeirra líkjast þeim og þeir sem tilbiðja þau.
19 Dome Izraelský, dobrořečte Hospodinu; dome Aronův, dobrořečte Hospodinu.
Ísrael, lofa þú Drottin! Æðstuprestar Arons, vegsamið nafn hans,
20 Dome Léví, dobrořečte Hospodinu; kteříž se bojíte Hospodina, dobrořečte Hospodinu.
og einnig þið prestar af Levíætt. Já, lofið nafn hans, öll þið sem treystið honum og óttist hann.
21 Požehnaný Hospodin z Siona, kterýž přebývá v Jeruzalémě. Halelujah.
Þið íbúar Jerúsalem, lofið Drottin, hann sem býr í Jerúsalem! Hallelúja!