< ⲒⲰⲀⲚⲚⲎⲚ 17 >
1 ⲁ̅ ⲚⲀⲒ ⲀϤⲤⲀϪⲒ ⲘⲘⲰⲞⲨ ⲚϪⲈⲒⲎⲤⲞⲨⲤ ⲞⲨⲞϨ ⲈⲦⲀϤϤⲀⲒ ⲚⲚⲈϤⲂⲀⲖ ⲈⲠϢⲰⲒ ⲈⲦⲪⲈ ⲠⲈϪⲀϤ ϪⲈ ⲠⲀⲒⲰⲦ ⲘⲀⲰⲞⲨ ⲘⲠⲈⲔϢⲎⲢⲒ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲈⲠⲈⲔϢⲎⲢⲒ ϮⲰⲞⲨ ⲚⲀⲔ.
Að svo mæltu leit Jesús til himins og sagði: „Faðir, stundin er komin. Gerðu nú son þinn dýrlegan, svo að hann geti vegsamað þig.
2 ⲃ̅ ⲘⲪⲢⲎϮ ⲈⲦⲀⲔϮ ⲈⲢϢⲒϢⲒ ⲚⲀϤ ⲈϪⲈⲚ ⲤⲀⲢⲜ ⲚⲒⲂⲈⲚ ϨⲒⲚⲀ ⲪⲎ ⲚⲒⲂⲈⲚ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒϤ ⲚⲀϤ ⲚⲦⲈϤϮ ⲚⲰⲞⲨ ⲚⲞⲨⲰⲚϦ ⲚⲈⲚⲈϨ. (aiōnios )
Þú hefur gefið honum vald yfir sérhverjum manni á þessari jörð. Öllum þeim, sem þú hefur gefið mér, hef ég gefið eilíft líf. (aiōnios )
3 ⲅ̅ ⲪⲀⲒ ⲆⲈ ⲠⲈ ⲠⲒⲰⲚϦ ⲚⲈⲚⲈϨ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲞⲨⲤⲞⲨⲰⲚⲔ ⲠⲒⲞⲨⲀⲒ ⲘⲘⲀⲨⲀⲦϤ ⲪⲚⲞⲨϮ ⲚⲦⲀⲪⲘⲎ ⲒⲚⲈⲘ ⲪⲎ ⲈⲦⲀⲔⲞⲨⲞⲢⲠϤ ⲒⲎⲤⲞⲨⲤ ⲠⲬⲢⲒⲤⲦⲞⲤ. (aiōnios )
Eilíft líf er það að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (aiōnios )
4 ⲇ̅ ⲀⲚⲞⲔ ⲀⲒϮⲰⲞⲨ ⲚⲀⲔ ϨⲒϪⲈⲚ ⲠⲒⲔⲀϨⲒ ⲈⲦⲀⲒϪⲰⲔ ⲈⲂⲞⲖ ⲘⲠⲒϨⲰⲂ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒϤ ⲚⲎⲒ ϪⲈ ⲚⲦⲀⲀⲒϤ.
Ég vegsamaði þig hér á jörðinni, með því að gera allt sem þú bauðst mér.
5 ⲉ̅ ⲞⲨⲞϨ ϮⲚⲞⲨ ⲘⲀⲰⲞⲨ ⲚⲎⲒ ⲚⲐⲞⲔ ⲠⲀⲒⲰⲦ ϦⲀⲦⲞⲦⲔ ϦⲈⲚⲠⲒⲰⲞⲨ ⲈⲚⲀϤⲚⲦⲎⲒ ⲚϢⲞⲢⲠ ⲘⲠⲀⲦⲈ ⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ϢⲰⲠⲒ ϦⲀⲦⲞⲦⲔ.
Faðir, þegar ég stend frammi fyrir þér, veittu mér þá hlut í dýrðinni, sem við áttum saman áður en heimurinn varð til.
6 ⲋ̅ ⲀⲒⲞⲨⲰⲚϨ ⲘⲠⲈⲔⲢⲀⲚ ⲈⲂⲞⲖ ⲚⲚⲒⲢⲰⲘⲒ ⲚⲎ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒⲦⲞⲨ ⲚⲎⲒ ⲈⲂⲞⲖ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲚⲞⲨⲔ ⲚⲈⲞⲨⲞϨ ⲀⲔⲦⲎⲒⲦⲞⲨ ⲚⲎⲒ ⲞⲨⲞϨ ⲠⲈⲔⲤⲀϪⲒ ⲀⲨⲀⲢⲈϨ ⲈⲢⲞϤ.
Ég hef sagt þessum mönnum allt um þig. Þeir voru í heiminum og þú gafst mér þá. Þeir tilheyrðu þér, og þú gafst mér þá, og þeir hafa hlýðnast orðum þínum.
7 ⲍ̅ ⲞⲨⲞϨ ϮⲚⲞⲨ ⲀⲨⲈⲘⲒ ϪⲈ ϨⲰⲂ ⲚⲒⲂⲈⲚ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒⲦⲞⲨ ⲚⲎⲒ ϨⲀⲚⲈⲂⲞⲖ ϨⲒⲦⲞⲦⲔ ⲚⲈ
Nú vita þeir að allt sem tilheyrir mér, er gjöf frá þér,
8 ⲏ̅ ϪⲈ ⲚⲒⲤⲀϪⲒ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒⲦⲞⲨ ⲚⲎⲒ ⲀⲒⲦⲎⲒⲦⲞⲨ ⲚⲰⲞⲨ ⲞⲨⲞϨ ⲚⲐⲰⲞⲨ ϨⲰⲞⲨ ⲀⲨϬⲒⲦⲞⲨ ⲞⲨⲞϨ ⲀⲨⲈⲘⲒ ⲦⲀⲪⲘⲎⲒ ϪⲈ ⲈⲦⲀⲒⲒ ⲈⲂⲞⲖ ϨⲒⲦⲞⲦⲔ ⲞⲨⲞϨ ⲀⲨⲚⲀϨϮ ϪⲈ ⲚⲐⲞⲔ ⲠⲈⲦⲀⲔⲦⲀⲞⲨⲞⲒ.
því að fyrirmælin sem þú gafst mér, flutti ég þeim og þeir tóku við þeim. Nú vita þeir með vissu að ég kom frá þér og trúa að þú hafir sent mig.
9 ⲑ̅ ⲀⲚⲞⲔ ϮⲦⲰⲂϨ ⲈϨⲢⲎⲒ ⲈϪⲰⲞⲨ ⲚⲀⲒⲦⲰⲂϨ ⲀⲚ ⲈⲐⲂⲈ ⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲀⲖⲖⲀ ⲈⲐⲂⲈ ⲚⲎ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒⲦⲞⲨ ⲚⲎⲒ ϪⲈ ⲚⲞⲨⲔ ⲚⲈ
Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú gafst mér úr heiminum, því að þeir eru þínir.
10 ⲓ̅ ⲞⲨⲞϨ ⲚⲎ ⲈⲦⲈⲚⲞⲨⲒ ⲚⲞⲨⲔ ⲚⲈⲞⲨⲞϨ ⲀⲒϬⲒⲰⲞⲨ ⲚϨⲢⲎⲒ ⲚϦⲎⲦⲞⲨ
Og nú er ég orðinn dýrlegur í þeim.
11 ⲓ̅ⲁ̅ ⲞⲨⲞϨ ϮⲬⲎ ⲀⲚ ϪⲈ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲚⲀⲒ ⲆⲈ ⲚⲐⲰⲞⲨ ⲤⲈⲬⲎ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲞⲨⲞϨ ⲀⲚⲞⲔ ϮⲚⲎⲞⲨ ϨⲀⲢⲞⲔ ⲠⲀⲒⲰⲦ ⲠⲒⲀⲄⲒⲞⲤ ⲀⲢⲈϨ ⲈⲢⲰⲞⲨ ⲚϨⲢⲎⲒ ϦⲈⲚⲠⲈⲔⲢⲀⲚ ⲪⲎ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒϤ ⲚⲎⲒ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲞⲨϢⲰⲠⲒ ϦⲈⲚⲞⲨⲘⲈⲦⲞⲨⲀⲒ ⲘⲠⲈⲚⲢⲎϮ.
Nú yfirgef ég þennan heim og ég skil þá eftir og kem til þín. Heilagi faðir, varðveittu alla þá sem þú hefur gefið mér, svo þeir séu sameinaðir, rétt eins og við, og enginn verði þar undanskilinn.
12 ⲓ̅ⲃ̅ ϨⲞⲦⲈ ⲀⲚⲞⲔ ⲈⲒⲬⲎ ⲚⲈⲘⲰⲞⲨ ⲚⲀⲒⲀⲢⲈϨ ⲈⲢⲰⲞⲨ ⲚϨⲢⲎⲒ ϦⲈⲚⲠⲈⲔⲢⲀⲚ ⲪⲎ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎ ⲒϤ ⲚⲎⲒ ⲀⲒⲀⲢⲈϨ ⲈⲢⲰⲞⲨ ⲞⲨⲞϨ ⲘⲠⲈ ϨⲖⲒ ⲈⲂⲞⲖ ⲚϦⲎⲦⲞⲨ ⲦⲀⲔⲞ ⲈⲂⲎⲖ ⲈⲠϢⲎⲢⲒ ⲚⲦⲈⲠⲦⲀⲔⲞ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲈϮⲄⲢⲀⲪⲎ ϪⲰⲔ ⲈⲂⲞⲖ.
Þann tíma sem ég hef verið hér hef ég gætt allra þeirra sem þú gafst mér. Ég stóð vörð um þá, svo að enginn þeirra týndist, nema sá sem hlaut að glatast, eins og ritningin hafði sagt fyrir um.
13 ⲓ̅ⲅ̅ ϮⲚⲞⲨ ⲆⲈ ⲀⲒⲚⲎⲞⲨ ϨⲀⲢⲞⲔ ⲞⲨⲞϨ ⲚⲀⲒ ϮⲤⲀϪⲒ ⲘⲘⲰⲞⲨ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲈⲠⲀⲢⲀϢⲒ ϢⲰⲠⲒ ⲈϤϪⲎⲔ ⲈⲂⲞⲖ ⲚϦⲢⲎⲒ ⲚϦⲎⲦⲞⲨ.
Faðir, nú kem ég til þín. Þennan tíma, sem ég hef verið með þeim, hef ég sagt þeim margt, svo að gleði mín gagntæki þá.
14 ⲓ̅ⲇ̅ ⲀⲚⲞⲔ ⲀⲒϮ ⲚⲰⲞⲨ ⲘⲠⲈⲔⲤⲀϪⲒ ⲞⲨⲞϨ ⲀⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲘⲈⲤⲦⲰⲞⲨ ϪⲈ ϨⲀⲚⲈⲂⲞⲖ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲀⲚ ⲚⲈⲘⲠⲀⲢⲎϮ ϨⲰ ⲈⲦⲈ ⲀⲚⲞⲔ ⲞⲨⲈⲂⲞⲖ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲀⲚ.
Ég hef flutt þeim fyrirmæli þín. Þeir tilheyra ekki heiminum fremur en ég og þess vegna hatar heimurinn þá.
15 ⲓ̅ⲉ̅ ⲚⲀⲒϮϨⲞ ⲀⲚ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲈⲔⲞⲖⲞⲨ ⲈⲂⲞⲖ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲀⲖⲖⲀ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲈⲔⲀⲢⲈϨ ⲈⲢⲰⲞⲨ ⲈⲂⲞⲖ ϨⲀ ⲠⲒⲠⲈⲦϨⲰⲞⲨ.
Ekki bið ég þig að taka þá burt úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu.
16 ⲓ̅ⲋ̅ ϨⲀⲚⲈⲂⲞⲖ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲀⲚ ⲚⲈⲘⲠⲀⲢⲎϮ ϨⲰ ⲈⲦⲈ ⲀⲚⲞⲔ ⲞⲨⲈⲂⲞⲖ ϦⲈⲚⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲀⲚ.
Þeir tilheyra ekki þessum heimi frekar en ég.
17 ⲓ̅ⲍ̅ ⲘⲀⲦⲞⲨⲂⲰⲞⲨ ⲚϨⲢⲎⲒ ϦⲈⲚϮⲘⲈⲐⲘⲎⲒ ⲠⲈⲦⲈⲪⲰⲔ ⲚⲤⲀϪⲒ ⲠⲈ ϮⲘⲈⲐⲘⲎⲒ.
Helgaðu þá með sannleikanum, þitt orð er sannleikur.
18 ⲓ̅ⲏ̅ ⲔⲀⲦⲀ ⲪⲢⲎϮ ⲈⲦⲀⲔⲞⲨⲞⲢⲠⲦ ⲈⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲀⲚⲞⲔ ϨⲰ ⲀⲒⲞⲨⲞⲢⲠⲞⲨ ⲈⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ.
Ég sendi þá út í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn,
19 ⲓ̅ⲑ̅ ⲞⲨⲞϨ ϮⲦⲞⲨⲂⲞ ⲘⲘⲞⲒ ⲀⲚⲞⲔ ⲈϨⲢⲎⲒ ⲈϪⲰⲞⲨ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲞⲨϢⲰⲠⲒ ϨⲰⲞⲨ ⲈⲨⲦⲞⲨⲂⲎ ⲞⲨⲦ ϦⲈⲚⲞⲨⲘⲈⲐⲘⲎⲒ.
og ég helga sjálfan mig, svo að þeir geti vaxið í sannleika og helgun.
20 ⲕ̅ ⲚⲀⲒϮϨⲞ ⲆⲈ ⲀⲚ ⲈⲐⲂⲈ ⲚⲀⲒ ⲘⲘⲀⲨⲀⲦⲞⲨ ⲀⲖⲖⲀ ⲚⲈⲘ ⲈϨⲢⲎⲒ ⲈϪⲈⲚ ⲚⲎ ⲈⲐⲚⲀϨϮ ⲈⲢⲞⲒ ⲈⲂⲞⲖ ϨⲒⲦⲈⲚ ⲠⲞⲨⲤⲀϪⲒ
Ég bið ekki aðeins fyrir þessum mönnum, heldur einnig fyrir þeim sem síðar munu trúa á mig fyrir orð þeirra.
21 ⲕ̅ⲁ̅ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲞⲨϢⲰⲠⲒ ⲦⲎⲢⲞⲨ ϦⲈⲚⲞⲨⲘⲈⲦⲞⲨⲀⲒ ⲔⲀⲦⲀ ⲪⲢⲎϮ ⲪⲒⲰⲦ ⲈⲦⲈⲔϢⲞⲠ ⲚϨⲢⲎ ⲒⲚϦⲎⲦ ⲀⲚⲞⲔ ϨⲰ ⲚϨⲢⲎⲒ ⲚϦⲎⲦⲔ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲐⲰⲞⲨ ϨⲰⲞⲨ ⲚⲦⲞⲨϢⲰⲠⲒ ⲚϦⲎⲦⲈⲚ ϦⲈⲚⲞⲨⲘⲈⲦⲞⲨⲀⲒ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲈⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲚⲀϨϮ ϪⲈ ⲚⲐⲞⲔ ⲠⲈⲦⲀⲔⲦⲀⲞⲨⲞⲒ.
Faðir, þeir eiga allir að vera eitt eins og við – þú og ég – erum eitt. Þú ert í mér og ég í þér, og þannig eiga þeir einnig að vera í okkur, til þess að heimurinn trúi að þú hafir sent mig.
22 ⲕ̅ⲃ̅ ⲞⲨⲞϨ ⲀⲚⲞⲔ ⲠⲒⲰⲞⲨ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒϤ ⲚⲎⲒ ⲀⲒⲦⲎⲒϤ ⲚⲰⲞⲨ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲞⲨϢⲰⲠⲒ ϨⲰⲞⲨ ϦⲈⲚⲞⲨⲘⲈⲦⲞⲨⲀⲒ ⲘⲠⲈⲚⲢⲎϮ ϨⲰⲚ ⲈⲚϢⲞⲠ ϦⲈⲚⲞⲨⲘⲈⲦⲞⲨⲀⲒ.
Dýrðina, sem þú gafst mér, hef ég gefið þeim – svo að þeir séu eitt eins og við –
23 ⲕ̅ⲅ̅ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲞⲨϢⲰⲠⲒ ⲈⲨϪⲎⲔ ⲈⲂⲞⲖ ϦⲈⲚⲞⲨⲘⲈⲦⲞⲨⲀⲒ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲈⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲈⲘⲒ ϪⲈ ⲚⲐⲞⲔ ⲠⲈⲦⲀⲔⲦⲀⲞⲨⲞⲒ.
ég í þeim og þú í mér – allir fullkomlega sameinaðir þannig að heimurinn komist að raun um að þú hafir sent mig og sjái að þú elskar þá, jafn heitt og þú elskar mig.
24 ⲕ̅ⲇ̅ ⲠⲀⲒⲰⲦ ⲪⲎ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎⲒϤ ⲚⲎⲒ ϮⲞⲨⲰϢ ϨⲒⲚⲀ ⲪⲘⲀ ⲈϮϢⲞⲠ ⲘⲘⲞϤ ⲀⲚⲞⲔ ⲚⲦⲞⲨϢⲰⲠⲒ ⲘⲘⲀⲨ ⲚⲈⲘⲎⲒ ϨⲒⲚⲀ ⲚⲦⲞⲨⲚⲀⲨ ⲈⲠⲀⲰⲞⲨ ⲈⲦⲀⲔⲦⲎ ⲒϤ ⲚⲎⲒ ϪⲈ ⲀⲔⲘⲈⲚⲢⲒⲦ ϦⲀϪⲈⲚ ⲦⲔⲀⲦⲀⲂⲞⲖⲎ ⲘⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ.
Faðir, ég vil að þeir sem þú hefur gefið mér, séu hjá mér, svo að þeir sjái dýrð mína, dýrðina sem þú af elsku þinni gafst mér, áður en heimurinn varð til.
25 ⲕ̅ⲉ̅ ⲠⲀⲒⲰⲦ ⲠⲒⲐⲘⲎⲒ ⲞⲨⲞϨ ⲘⲠⲈ ⲠⲒⲔⲞⲤⲘⲞⲤ ⲤⲞⲨⲰⲚⲔ ⲀⲚⲞⲔ ⲀⲒⲤⲞⲨⲰⲚⲔ ⲞⲨⲞϨ ⲚⲀⲒⲔⲈⲬⲰⲞⲨⲚⲒ ⲀⲨⲈⲘⲒ ϪⲈ ⲚⲐⲞⲔ ⲠⲈⲦⲀⲔⲦⲀⲞⲨⲞⲒ
Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig og þessir lærisveinar vita að þú hefur sent mig.
26 ⲕ̅ⲋ̅ ⲞⲨⲞϨ ⲀⲒⲦⲀⲘⲰⲞⲨ ⲈⲠⲈⲔⲢⲀⲚ ⲞⲨⲞϨ ϮⲚⲀⲦⲀⲘⲰⲞⲨ ϨⲒⲚⲀ ϮⲀⲄⲀⲠⲎ ⲈⲦⲀⲔⲘⲈⲚⲢⲒⲦ ⲚϦⲎⲦⲤ ⲚⲦⲈⲤϢⲰⲠⲒ ⲚϨⲢⲎⲒ ⲚϦⲎⲦⲞⲨ ⲞⲨⲞϨ ⲀⲚⲞⲔ ϨⲰ ⲚϨⲢⲎⲒ ⲚϦⲎⲦⲞⲨ ⲞⲨⲞϨ ⲀⲚⲞⲔ ϨⲰ ⲚϨⲢⲎⲒ ⲚϦⲎⲦⲞⲨ.
Ég hef sýnt þeim þig og ég mun halda því áfram, svo að bæði ég og kærleikurinn, sem þú berð til mín, séu í þeim.“