< 诗篇 107 >
1 你们要称谢耶和华,因他本为善; 他的慈爱永远长存!
Þakkið Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.
2 愿耶和华的赎民说这话, 就是他从敌人手中所救赎的,
Hafi Drottinn frelsað þig, þá segðu frá því! Segðu öðrum frá því að hann hafi frelsað þig frá óvinum þínum.
Hann leiddi hina útlægu heim frá ystu endimörkum jarðarinnar.
Þeir ráfuðu heimilislausir um eyðimörkina,
hungraðir og þyrstir og að niðurlotum komnir.
6 于是,他们在苦难中哀求耶和华; 他从他们的祸患中搭救他们,
„Drottinn, hjálpaðu okkur!“hrópuðu þeir, og hann svaraði bæn þeirra!
Hann leiddi þá í öruggt skjól, til byggilegrar borgar.
8 但愿人因耶和华的慈爱 和他向人所行的奇事都称赞他;
Ó, að þetta fólk vildi nú lofa Drottin fyrir miskunn hans og öll hans dásamlegu verk,
9 因他使心里渴慕的人得以知足, 使心里饥饿的人得饱美物。
því að hann svalar þyrstri sál og mettar hungraðan gæðum.
10 那些坐在黑暗中、死荫里的人 被困苦和铁链捆锁,
Hverjir eru þessir sem sitja í myrkri og skugga dauðans, þjáðir af eymd og volæði?
11 是因他们违背 神的话语, 藐视至高者的旨意。
Þeir gerðu uppreisn gegn Drottni, fyrirlitu hann, hinn hæsta Guð.
12 所以,他用劳苦治服他们的心; 他们仆倒,无人扶助。
Þess vegna beygði hann þá með mæðu. Þeir hrösuðu og enginn gat hjálpað þeim á fætur.
13 于是,他们在苦难中哀求耶和华; 他从他们的祸患中拯救他们。
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim!
14 他从黑暗中和死荫里领他们出来, 折断他们的绑索。
Hann leiddi þá út úr myrkri og skugga dauðans og braut fjötra þeirra.
15 但愿人因耶和华的慈爱 和他向人所行的奇事都称赞他;
Þeir skulu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans miskunnarverk!
Því að hann mölvaði hlið dýflissunnar og braut sundur rimlana.
Sumir kölluðu yfir sig ógæfu með heimsku sinni.
Loks bauð þeim við öllum mat. Þeir sáu ekkert framundan nema dauðann.
19 于是,他们在苦难中哀求耶和华; 他从他们的祸患中拯救他们。
Þá kölluðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr angist þeirra, kom þeim á réttan veg.
Hann sendi út orð sitt og læknaði þá, hreif þá frá dyrum dauðans.
21 但愿人因耶和华的慈爱 和他向人所行的奇事都称赞他。
Ó, að menn þessir vildu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans dásemdarverk!
22 愿他们以感谢为祭献给他, 欢呼述说他的作为!
Þeir þakki honum heilshugar og kunngjöri verk hans með gleði.
Og svo eru þeir sem sigla um höfin, kaupmenn sem flytja vörur milli landa.
24 他们看见耶和华的作为, 并他在深水中的奇事。
Einnig þeir fá að reyna máttarverk Drottins.
25 因他一吩咐,狂风就起来, 海中的波浪也扬起。
Hann kallar á storminn og lætur öldurnar rísa.
26 他们上到天空,下到海底; 他们的心因患难便消化。
Skipin sveiflast til himins og hverfa í öldudali – öllum um borð fellst hugur í neyðinni.
27 他们摇摇晃晃,东倒西歪,好像醉酒的人; 他们的智慧无法可施。
Þeir ramba og skjögra eins og drukknir menn og vita ekki sitt rjúkandi ráð.
28 于是,他们在苦难中哀求耶和华, 他从他们的祸患中领出他们来。
Þá hrópa þeir til Drottins í neyð sinni og hann frelsar þá.
Hann kyrrir bæði sjó og vind.
30 风息浪静,他们便欢喜; 他就引他们到所愿去的海口。
Hvílík blessun að ná höfn og njóta lognsins!
31 但愿人因耶和华的慈爱 和他向人所行的奇事都称赞他。
Ó, að þessir menn vildu þakka Drottni miskunn hans og öll hans dásemdarverk.
32 愿他们在民的会中尊崇他, 在长老的位上赞美他!
Þeir lofi hann upphátt í söfnuðinum og í áheyrn leiðtoga Ísraels.
og gerir land óguðlegra að skorpinni saltsléttu.
En hann kann líka að breyta auðninni í frjósama og vatnsríka vin.
Þangað leiðir hann hungraða sem setjast þar að og byggja sér borgir,
sá í akra, gróðursetja víngarða og afla afurða.
38 他又赐福给他们,叫他们生养众多, 也不叫他们的牲畜减少。
Þannig blessar hann! Og þeir margfaldast stórum og fénaði þeirra fjölgar.
Sumir missa allt í ofsókn, þjáningu og sorg,
40 他使君王蒙羞被辱, 使他们在荒废无路之地漂流。
því að Guð sendir hrokafullum skömm og lætur tignarmenn ráfa um í rústum,
41 他却将穷乏人安置在高处,脱离苦难, 使他的家属多如羊群。
en hann bjargar fátæklingum sem honum treysta, gefur þeim fjölda afkomenda og mikla hagsæld.
Þetta sjá hinir guðhræddu og þeir gleðjast, meðan óguðlegir þegja í skömm.
43 凡有智慧的,必在这些事上留心, 也必思想耶和华的慈爱。
Þú sem ert vitur, hugleiddu þetta! Hugsaðu um miskunn og kærleika Drottins.