< Tingtoeng 119 >
1 BOEIPA kah olkhueng bangla cuemthuek longpuei ah, aka pongpa tah a yoethen pai.
Sælir eru þeir sem breyta í öllu eftir lögum Guðs.
2 A olphong aka kueinah tih lungbuei boeih neh Amah aka tlap rhoek tah a yoethen pai.
Sælir eru þeir sem leita Guðs og gera vilja hans í hvívetna,
3 A thae a hu khaw saii uh pawt tih BOEIPA kah longpuei ah pongpa uh.
þeir sem hafna málamiðlun við hið illa og ganga heilshugar á Guðs vegum.
4 Na olrhi te rhep ngaithuen sak ham namah loh na uen coeng.
Þú, Drottinn, gafst okkur lög þín til þess að við hlýddum þeim
5 Na oltlueh ngaithuen ham ka longpuei mah cikngae uh koinih.
– ó, hve ég þrái að breyta grandvarlega eftir þeim.
6 Na olpaek boeih te ka paelki vaengah ka yak mahpawh.
Þá verð ég ekki til skammar, heldur hef hreinan skjöld.
7 Na duengnah dongkah tiktamnah te ka awt vanbangla thinko dueng neh nang kan uem eh.
Ég vil þakka þér leiðsögn þína og réttláta ögun, það hefur kennt mér að lifa lífinu rétt!
8 Na oltlueh te ka ngaithuen vetih kai he nan hnoo tlaih mahpawh.
Ég vil vera þér hlýðinn! Og þá veit ég að þú munt alls ekki yfirgefa mig.
9 Na olka bangla khosak ham khaw cadong loh a caehlong te ba nen lae a saelh?
Hvernig getur ungt fólk lifað hreinu lífi? Með því að hlusta á orð þín og fara eftir þeim.
10 Ka lungbuei boeih neh nang kan tlap dongah na olpaek lamloh kai nan palang sak moenih.
Ég leitaði þín af öllu hjarta – láttu mig ekki villast burt frá boðum þínum.
11 Nang taengah laihmuh pawt ham na olthui khaw ka lungbuei ah ka khoem coeng.
Ég hef íhugað orð þín af kostgæfni og varðveitt þau í hjarta mínu svo að þau verndi mig frá því að syndga.
12 BOEIPA nang tah na yoethen pai. Na oltlueh te kai n'cang puei lah.
Lof sé þér Drottinn, kenndu mér lög þín.
13 Na ka lamkah laitloeknah boeih te ka hmui ka lai neh ka tae eh.
Ég fer með lög þín upphátt
14 Boeirhaeng cungkuem dongkah vanbangla na olphong longpuei dongah ka ngaingaih.
– þau veita mér meiri gleði en mikil auðæfi.
15 Na olrhi dongah ka lolmang tih na caehlong te ka paelki.
Ég vil íhuga þau og hafa þau í heiðri.
16 Na khosing dongah ka naepnoi tih, na ol te ka hnilh pawh.
Ég gleðst yfir þeim og gleymi þeim ekki.
17 Na sal ham he ham phai lah, ka hing vetih na ol ka ngaithuen bitni.
Leyfðu mér að lifa langa ævi, og læra að hlýða þér meir og meir.
18 Na olkhueng dongah khobaerhambae te ka paelki van ham khaw ka mik ham phen lah.
Opnaðu augu mín svo að ég sjái dásemdirnar í orði þínu.
19 Kai he diklai hmanah yinlai la ka om cakhaw na olpaek te kai taeng lamloh na thuh moenih.
Ég er pílagrímur hér á jörðu – mikið vantar mig leiðsögn! Boðorð þín eru mér bæði leiðsögn og kort!
20 Na laitloeknah dongah hnin takuem ah mueihuenah neh ka hinglu khaw mawth.
Ég þrái fyrirmæli þín meira en orð fá lýst!
21 Na olpaek lamkah aka palang neh thaephoei thinlen rhoek khaw na tluung.
Ávítaðu þá sem hafna boðum þínum. Þeir hafa kallað bölvun yfir sig.
22 Na olphong te ka kueinah dongah kai sokah kokhahnah neh nueihbu he hang khoe lah.
Láttu það ekki viðgangast að þeir spotti mig fyrir að hlýða þér.
23 Kai taengah mangpa rhoek loh ngolhlung uh tih ca uh cakhaw na sal tah na oltlueh dongah ni a. lolmang eh.
Jafnvel þjóðhöfðingjar hallmæla mér, en samt vil ég halda lög þín.
24 Na olphong tah ka hlahmaenah neh ka cilsuep hlang rhoek la om.
Lögmál þitt er mér bæði ljós og leiðsögn.
25 Ka hinglu he laipi khuiah kol cakhaw na ol bangla kai n'hing sak.
Ég er bugaður maður, alveg kominn á kné. Lífgaðu mig með orði þínu!
26 Ka longpuei he ka tae vaengah kai nan doo tih na oltlueh neh kai n'tukkil lah.
Ég sagði þér áform mín og þú svaraðir mér. Skýrðu nú fyrir mér leiðsögn þína,
27 Na olrhi kah a longpuei te kai n'yakming lamtah namah kah khobaerhambae dongah ni ka lolmang eh.
svo að ég skilji hvað þú vilt og upplifi dásemdir þínar.
28 Ka hinglu he pha-ueknah neh yut cakhaw na ol bangla kai n'thoh lah.
Ég græt af hryggð, hjarta mitt er bugað af sorg. Uppörvaðu mig og lífga með orðum þínum.
29 A honghi kah longpuei te kai lamloh hoep lamtah na olkhueng neh kai n'rhen lah.
Leiddu mig burt frá öllu illu. Hjálpaðu mér, óverðugum, að hlýða lögum þínum,
30 Uepomnah longpuei te ka coelh tih na laitloeknah te ka mop.
því að ég hef valið að gera rétt.
31 BOEIPA nang kah olphong dongah ka balak tih kai nan yah sak pawh.
Ég held mér við boðorð þín og hlýði þeim vandlega. Drottinn, forðaðu mér frá öllu rugli.
32 Ka lungbuei na dangka sak tih na olpaek longpuei ah ka yong.
Ég vil kappkosta að fara eftir lögum þínum, því að þú hefur gert mig glaðan í sinni.
33 BOEIPA aw na oltlueh longpuei te kai n'thuinuet lamtah a bawt due ka kueinah lah eh.
Segðu mér, Drottinn, hvað mér ber að gera og þá mun ég gera það.
34 Kai n'yakming sak lamtah na olkhueng te ka kueinah eh. Te vaengah ka lungbuei boeih neh ka ngaithuen bitni.
Ég vil hlýða þér af heilum hug svo lengi sem ég lifi.
35 Na olpaek a hawn dongah ka hmae vanbangla te nen te kai n'hoihaeng lah.
Ó, leiddu mig um réttan veg, – því hvað er betra en það?!
36 Mueluemnah ham pawt tih na olphong ham ka lungbuei ham maelh lah.
Gefðu að ég hlýði reglum þínum, en leiti ekki eftir rangfengnum gróða.
37 A poeyoek la aka hmu lamloh ka mik hang hoi lamtah na longpuei ah kai hing sak.
Snúðu huga mínum frá öllu öðru en því að fylgja þér. Lífgaðu mig, hresstu mig, svo að ég geti horft til þín.
38 Nang hinyahnah ham te na sal taengah na olthui cak sak.
Minntu mig á það aftur og aftur að fyrirheit þín gilda fyrir mig! Já, ég treysti þér, heiðra þig og óttast!
39 Namah kah laitloeknah he then tih kai loh ka rhih kokhahnah te m'poeng sak lah.
Þaggaðu niður háðið og spottið sem beint er að mér, því að lög þín eru góð og þeim fylgi ég.
40 Na olrhi te ks hue coeng he, na duengnah dongah kai n'hing sak lah.
Ég þrái að hlýða þeim. Þess vegna, Drottinn, lífgaðu mig við!
41 BOEIPA aw na olthui vanbangla na sitlohnah neh namah lamkah loeihnah he kai taengla pawk saeh.
Þú lofaðir að frelsa mig! Miskunna mér nú í kærleika þínum,
42 Na ol dongah ka pangtung coeng dongah kai aka veet kah olka te ka doo van eh.
og þá mun ég geta svarað þeim sem spotta mig, því að orðum þínum treysti ég.
43 Na laitloeknah dongah ka ngaiuep vanbangla oltak ol he ka ka lamloh rhap huul boel mai.
Gef að ég gleymi aldrei orðum þínum og treysti alltaf þínum réttláta úrskurði.
44 Te dongah na olkhueng ni kumhal duela ka ngaithuen taitu yoeyah eh.
Þess vegna vil ég hlýða þér um aldur
45 Na olrhi te ka toem dongah a mungkung la ka pongpa van bitni.
og ævi og njóta þess frelsis sem lög þín veita.
46 Na olphong te manghai rhoek taengah ka thui bal vetih ka yak mahpawh.
Ég mun fræða konunga um gildi þeirra og þeir munu hlusta af áhuga og virðingu.
47 Na olpaek dongah ka naepnoi tih ka lungnah.
Ég elska lög þín! Ég gleðst yfir boðum þínum!
48 Na olpaek rhoek te ka kut ka phuel. Te te ka lungnah dongah na oltlueh dongah ni ka lolmang eh.
„Komið, komið til mín!“segi ég við þau; því að ég elska þau og þrái að íhuga þau.
49 Kai nan ngaiuep sak ham khaw na sal taengkah ol he thoelh lah.
Drottinn, gleymdu ekki fyrirheitum þeim sem þú gafst mér, þjóni þínum, – þau eru það sem ég treysti á.
50 Te tah kai kah phacipphabaem vaengah ka hloephloeinah la om tih na olthui long ni kai n'hing sak.
Þau eru styrkur minn þegar á móti blæs – þau hressa mig og lífga!
51 Thinlen rhoek loh kai n'hnael uh cakhaw na olkhueng lamkah a voel la ka phael moenih.
Ofstopamenn spotta mig fyrir hlýðni mína við Guð, en ég læt ekki haggast.
52 BOEIPA aw khosuen lamkah na laitloeknah te ka poek tih ko ka hlawt.
Allt frá því ég var barn hef ég leitast við að hlýða þér, orð þín hafa verið mér huggun.
53 Na olkhueng aka hnoo halang rhoek kongah a ling a lai loh kai n'do coeng.
Ég reiðist hinum óguðlegu, þeim sem hafna og fyrirlíta lög þín.
54 Na oltlueh te kai ham tah ka lampahnah im ah laa la om.
Því að þessi lög hafa verið uppspretta gleði minnar alla ævi.
55 BOEIPA aw, khoyin ah na ming ka poek tih na olkhueng te ka ngaithuen.
Um nætur hugsa ég til þín Drottinn og minnist laga þinna.
56 Te te kai taengah om coeng tih na olrhi te ka kueinah.
Það hefur veitt mér mikla blessun að halda fyrirmæli þín.
57 BOEIPA ka hamsum la na ol ngaithuen ham ni ka thui.
Drottinn, þú ert minn og ég hef ákveðið að hlýða orðum þínum.
58 Lungbuei boeih neh na mikhmuh ah ka nue coeng tih na olthui bangla kai n'rhen lah.
Ég þrái blessun þína af öllu hjarta. Miskunna mér eins og þú lofaðir mér.
59 Ka longpuei ka moeh tih na olphong taengla ka kho ka hoi.
Þegar ég sá að ég var á rangri leið,
60 Ka tawn uh vetih na olpaek ngaithuen ham ka uelh mahpawh.
snéri ég við og flýtti mér aftur til þín.
61 Halang kah rhuihet loh kai n'hih cakhaw na olkhueng te ka hnilh mahpawh.
Óguðlegir menn hafa reynt að tæla mig til syndar, en ég er staðráðinn í að hlýða lögum þínum.
62 Na duengnah neh tiktamnah dongah nang uem ham khoyin pathung ah ka thoo.
Um miðnætti rís ég upp og þakka þér þín réttlátu ákvæði.
63 Kai tah nang aka rhih tih na olrhi aka ngaithuen rhoek boeih kah a hui la ka om.
Sá er bróðir minn sem óttast og treystir Drottni og hlýðir orðum hans.
64 BOEIPA nang kah sitlohnah neh diklai khaw hah coeng tih na oltlueh neh kai n'tukkil lah.
Ó, Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni! Kenndu mér lög þín!
65 Na ol bangla BOEIPA na sal taengah a then na saii coeng.
Drottinn, blessun þín umlykur mig, eins og þú hafðir lofað mér.
66 Na olpaek te ka tangnah dongah, omih thennah neh mingnah te kai n'tukkil lah.
Kenndu mér góð hyggindi og þekkingu, því að lög þín vísa mér veginn.
67 Ka poeih uh hlanah ka taengphael cakhaw na olthui ni ka ngaithuen coeng.
Áður var ég reikull, þar til þú refsaðir mér, en nú hlýði ég þér með glöðu geði.
68 Na then tih na voelphoeng dongah na oltlueh te kai n'tukkil lah.
Þú ert góður og gerir aðeins gott, hjálpaðu mér að fylgja leiðsögn þinni.
69 A honghi kah thinlen loh kai n'coe thil cakhaw ka lungbuei boeih neh na olrhi ka kueinah coeng.
Ofstopamenn hafa spunnið upp lygar um mig, en málið er, að ég hlýði lögum þínum af öllu hjarta.
70 Amih lungbuei te maehtha bangla moelh cakhaw kai tah na olkhueng nen ni ka naepnoi.
Þeir eru tilfinningalausir, skilja ekkert, en ég elska þig og fylgi orðum þínum.
71 Kai ham tah m'phaep te khaw hoeikhang mai. Te nen ni na oltlueh te n'tukkil eh.
Hirting þín var það besta sem fyrir mig gat komið, því að hún beindi augum mínum að lögum þínum.
72 Na ka dongkah olkhueng te kai ham tah sui neh ngun thawngkhat lakah then.
Lög þín eru mér meira virði en hrúgur af gulli og silfri!
73 Na olpaek ka awt ham ni na kut loh kai n'saii tih, kai m'picai tih kai nan yakming sak.
Þú, Drottinn, ert skapari minn, gefðu mér vit til að halda lög þín.
74 Na ol te ka ngaiuep dongah nang aka rhih rhoek loh kai m'hmuh uh vaengah a kohoe uh.
Allir þeir sem óttast og elska þig, taka mér vel, þeir sjá að einnig ég treysti orðum þínum.
75 BOEIPA nang kah laitloeknah tah duengnah la om tih uepomnah neh kai nan phaep te ka ming.
Ég veit, Drottinn, að ákvarðanir þínar eru réttar og að úrskurðir þínir gerðu mér gott.
76 Na sal taengkah na olthui bangla na sitlohnah tah kai aka hloep la om laeh saeh.
Huggaðu mig með miskunn þinni, eins og þú lofaðir mér.
77 Na haidamnah te kai taengla ha pawk saeh lamtah na olkhueng te ka hlahmaenah la ka hing puei eh.
Umvef mig náð þinni svo að ég haldi lífi. Lög þín eru unun mín.
78 Thinlen rhoek loh a honghi neh kai n'khun sak uh te yak uh saeh. Kai tah na olrhi dongah ni ka lolmang eh.
Lát hina stoltu verða til skammar, þá sem beita mig brögðum. En ég vil íhuga fyrirmæli þín.
79 Nang aka rhih tih na olphong aka ming la aka ming rhoek tah kai taengla ha mael uh saeh.
Láttu þá sem treysta þér, þá sem heiðra þig, koma til mín og við munum ræða lög þín.
80 Kai lungbuei he na oltlueh dongah cuemthuek la a om daengah ni ka yah pawt eh.
Gefðu mér náð til að þóknast vilja þínum svo að ég verði aldrei til skammar.
81 Namah kah loeihnah dongah ka hinglu a khum vaengah na ol dongah ka ngaiuep.
Ég þrái hjálp þína af öllu hjarta! Þú lofaðir að hjálpa mér!
82 Na olthui te ka mik la kha coeng tih, “Me vaengah nim kai nan hloep eh?” ka ti.
Ég einblíni á þig, bíð eftir því að sjá loforð þitt rætast. Hvenær ætlar þú að hugga mig með hjálp þinni?
83 Hmaikhu dongkah tuitang bangla ka om dae na oltlueh te ka hnilh moenih.
Ég er eins og hrukkóttur vínbelgur, skorpinn af reyk, uppgefinn af að bíða. Samt held ég fast við lög þín og hlýði þeim.
84 Na sal kah khohnin tah mebang nim? Kai aka hloem rhoek soah me vaengah nim laitloeknah na saii ve?
Hve lengi verð ég að bíða þess að þú refsir ofsækjendum mínum?
85 Thinlen rhoek loh kai hamla rhom a vueh uh te na olkhueng moenih.
Ofstopamenn sem hata sannleika þinn og lög hafa grafið mér gryfju.
86 Na olpaek boeih he uepomnah ni, a poeyoek la kai n'hloem he kai m'bom lah.
Lygi þeirra hefur komið mér í mikinn vanda. Þú elskar sannleikann, hjálpaðu mér!
87 Pacilpahnai la diklai lamloh kai n'khah uh. Tedae na olrhi te ka hnoo moenih.
Þeir höfðu næstum gert út af við mig, en ég neitaði að láta undan og óhlýðnast lögum þínum.
88 Na sitlohnah dongah ka hing vetih na ka dongkah olphong te ka ngaithuen bitni.
Láttu mig halda lífi sakir miskunnar þinnar og ég mun halda áfram að fara eftir boðum þínum.
89 BOEIPA namah kah ol tah vaan ah kumhal duela pai.
Drottinn, á himnum stendur orð þitt óhaggað um eilífð.
90 Na uepomnah tah diklai a soepboe lamloh thawnpuei neh cadilcahma duela cak.
Trúfesti þín nær frá kynslóð til kynslóðar, hún stendur óhögguð eins og jörðin sem þú hefur skapað.
91 Na laitloeknah bangla na sal boeih ham khaw tahae khohnin due cak.
Hún varir samkvæmt orðum þínum. Allir hlutir lúta þér.
92 Na olkhueng te ka hlahmaenah pawt koinih kamah kah phacipphabaem dongah ni ka paltham eh.
Ég hefði örvænt og farist ef lögmál þitt hefði ekki verið unun mín.
93 Te rhoek rhangneh kai nan hing sak dongah na olrhi te kumhal duela ka hnilh mahpawh.
Ég mun aldrei yfirgefa lög þín, í þeim fann ég lífsgleði og góða heilsu.
94 Kai he namah ham ni. Na olrhi te ka toem dongah kai he n'khang lah.
Ég tilheyri þér! Ég bið þig, varðveittu mig! Ég vil breyta eftir orðum þínum.
95 Kai phae ham halang rhoek loh kai n'lamtawn uh cakhaw na olphong ni ka yakming eh.
Óguðlegir bíða færis til að drepa, en ég íhuga loforð þín og reglur.
96 Boeih a soepnah he a bawtnah om dae na olpaek tah dangka tangkik tila ka hmuh.
Ekkert er fullkomið í þessum heimi nema eitt – orð þín.
97 Na olkhueng te hnin takuem ka thuepnah ham bahoeng ka lungnah.
Ég elska þau! Ég íhuga þau liðlangan daginn.
98 Na olpaek te kai taengah kumhal duela om tih ka thunkha rhoek lakah kai n'cueih sak.
Þau hafa gert mig vitrari en óvini mína, veitt mér leiðsögn gegnum lífið.
99 Na laipainah te ka thuepnah coeng dongah kai aka tukkil boeih lakah n'cangbam.
Ég er orðinn hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar,
100 Na olrhi te ka kueinah dongah patong rhoek lakah khaw ka yakming.
skynsamari en öldungar, því að ég held fyrirmæli þín.
101 Boethae caehlong boeih lamloh ka kho ka tuem daengah ni na ol te ka ngaithuen thai eh.
Ég hef hafnað vegum illskunnar, því að ég vil vera hlýðinn orðum þínum.
102 Namah loh kai nan thuinuet coeng dongah na laitloeknah lamloh ka phaelh moenih.
Ekki hef ég snúið baki við fyrirmælum þínum;
103 Na olthui he ka dang dong neh ka ka dongah khoitui lakah khaw bahoeng didip.
orð þín eru sætari en hunang!
104 Na olrhi lamloh ka yakming tangloeng dongah laithae kah caehlong tah boeih ka thiinah.
Orð þín ein veita mér skilning og vísdóm, er þá nokkur hissa þótt ég hati lygina?
105 Na ol tah ka kho ham hmaithoi neh ka hawn ham vangnah la om.
Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegum mínum. Það forðar mér frá hrösun.
106 Na duengnah dongkah laitloeknah te ngaithuen hamla ka toemngam tih ka cak sak coeng.
Ég hef sagt það áður og segi enn: „Ég vil hlýða lögum þínum, þau eru yndisleg!“
107 Mat ka phaep uh vaengah he BOEIPA aw na ol bangla kai n'hing sak.
Óvinum mínum hefur næstum tekist að koma mér á kné, frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér!
108 BOEIPA aw ka ka dongkah kothoh he doe mai lamtah na laitloeknah te kai n'tukkil lah.
Hlustaðu á þakkargjörð mína og kenndu mér vilja þinn.
109 Ka hinglu he ka kut khuiah om taitu dae na olkhueng te ka hnilh mahpawh.
Líf mitt hangir á bláþræði, samt vil ég ekki óhlýðnast boðum þínum.
110 Halang rhoek loh kai hamla pael phoh cakhaw na olrhi lamloh kho ka hmang moenih.
Illmenni hafa lagt gildrur fyrir mig, en ég mun ekki víkja af þínum vegi.
111 Kumhal due ka lungbuei omngaihnah ham na olphong te ka pang coeng.
Lög þín eru það besta sem ég á! – Þau eru fjársjóður minn og endast mér að eilífu!
112 Na oltloek te kumhal a bawt bawt duela vai ham ni ka lungbuei ka maelh.
Ég er ákveðinn í að hlýða þér allt þar til ég dey.
113 Cikcoknah te ka hmuhuet tih, na olkhueng te ka lungnah.
Þeir finnst mér andstyggilegir sem haltra til beggja hliða – þeir sem ófúsir eru að hlýða þér. Mitt val er klárt: Ég elska boðorð þín.
114 Ka hlipyingnah neh ka photling tah namah tih, na ol dongah ka ngaiuep.
Þú ert skjól mitt og skjöldur og ég treysti orðum þínum.
115 Thaehuet rhoek te kai lamloh nong lamtah ka Pathen kah olpaek te ka kueinah eh.
Burt frá mér, þið illgjörðamenn! Reynið ekki að fá mig til að óhlýðnast boðorðum Guðs.
116 Na olthui bangla kai nan talong daengah ni ka hing vetih ka ngaiuepnah lamloh kai nan yah sak pawt eh.
Drottinn, þú lofaðir að halda í mér lífinu. Láttu engan geta sagt að þú hafir brugðist mér.
117 Kai nan duel daengah ni ka daem vetih na oltloeh te ka mang thil taitu eh.
Hjálpaðu mér svo að ég megi frelsast og halda áfram að íhuga orðin þín.
118 Amih kah a huep he a honghi la a om dongah na oltlueh lamloh aka palang rhoek boeih te suntlae.
Þú snýrð þér frá þeim sem afneita lögum þínum. Þeir verða sjálfum sér til skammar.
119 Diklai halang boeih te aek la na kangkuen sak tangloeng dongah ni na olphong te ka lungnah.
Illgjörðamennirnir eru eins og sorp í þínum augum. Ég vil ekki vera einn af þeim, og þess vegna elska ég þig og hlýði lögum þínum.
120 Na taengah birhihnah neh ka saa khaw poeng hu tih na laitloeknah te ka rhih.
Ég skelf af hræðslu við þig; óttast að þú dæmir mig sekan.
121 Tiktamnah neh duengnah ka saii dongah kai aka hnaemtaek rhoek taengla kai nan voei pawh.
Ofursel mig ekki duttlungum óvina minna, því að ég hef iðkað réttlæti og verið heiðarlegur í öllu.
122 Na sal kah a then te rhikhang lamtah thinlen loh kai hnaemtaek boel saeh.
Lofaðu mér einu: Að blessa mig! Láttu ekki hina hrokafullu kúga mig.
123 Namah kah khangnah dong neh na duengnah olthui dongah ka mik kha coeng.
Ó, Drottinn, hvenær ætlar þú að efna loforð þitt og frelsa mig?
124 Na sitlohnah bangla na sal taengah saii lamtah na oltlueh te kai n'tukkil lah.
Drottinn, gerðu við mig eftir gæsku þinni og kenndu mér, þjóni þínum, hlýðni.
125 Na sal kai he kamah nan yakming sak daengah ni na olphong te ka ming eh.
Ég er þjónn þinn, gefðu mér því vit til að fara eftir reglum þínum í öllu sem ég geri.
126 BOEIPA aw, na olkhueng a phae uh dongah saii ham khaw a tue a pha coeng.
Drottinn, láttu nú til skarar skríða! Þessi illmenni hafa brotið lög þín.
127 Te dongah na olpaek tah sui lakah khaw suicilh lakah khaw ka lungnah.
Ég elska boðorð þín meira en skíra gull!
128 Olrhi boeih he boeih ka dueng sak tangloeng dongah laithae caehlong tah boeih ka thiinah.
Öll eru þau réttlát, boðorð Guðs, sama um hvað þau fjalla. Aðrar reglur vil ég ekki sjá.
129 Na olphong rhoek he khobaerhambae tangloeng dongah ni ka hinglu khaw a kueinah.
Lögmál þitt er yndislegt! Er einhver hissa á að ég vilji hlýða því?
130 Na ol kah khohue loh a sae vaengah hlangyoe rhoek pataeng a yakming sak.
Þú útskýrir fyrir okkur orð þín og jafnvel einfeldningurinn skilur þau.
131 Ka ka te ka ang tih na olpaek te mam ham ka rhingda.
Orð þín vekja áhuga minn, ég hlusta á þau með opnum munni!
132 Na ming aka lungnah rhoek taengkah laitloeknah vanbangla kai taengla ha hooi lamtah kai n'rhen lah.
Komdu og miskunnaðu mér, eins og öðrum þeim sem elska þig.
133 Na olthui bangla ka khokan he cikngae sak lamtah boethae boeih loh kai soah taemrhai boel saeh.
Leiðbeindu mér með lögum þínum, svo að hið illa nái ekki tökum á mér.
134 Hlang kah hnaemtaeknah lamloh kai n'lat lamtah na olrhi te ka ngaithuen eh.
Bjargaðu mér úr klóm vondra manna svo að ég geti farið eftir fyrirmælum þínum.
135 Na maelhmai te na sal taengah sae sak lamtah na oltlueh te kai n'cang puei lah.
Líttu til mín í náð þinni og kenndu mér lög þín.
136 Na olkhueng te a ngaithuen uh pawt dongah ka mik dongkah sokca tui loh long.
Ég græt því að lög þín eru fótum troðin.
137 BOEIPA nang na dueng dongah na laitloeknah khaw thuem.
Drottinn, þú ert réttvís og refsing þín sanngjörn.
138 Na olphong kah duengnah neh uepomnah tangkik te khaw na uen.
Skipanir þínar góðar og réttlátar.
139 Ka rhal rhoek loh na ol a hnilh uh dongah ka thatlainah loh kamah n'thah.
Ég er í uppnámi og reiðin sýður í mér, því að óvinir mínir hafa forsmáð lög þín.
140 Na olthui he a cae payik coeng dongah na sal long khaw a lungnah.
Ég hef séð að orð þín eru sönn og hrein, og þess vegna elska ég þau!
141 Kai canoi dongah n'hnaep cakhaw na olrhi te ka hnilh moenih.
Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn en boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.
142 Na duengnah tah kumhal ham duengnah la om tih na olkhueng khaw oltak la om.
Réttlæti þitt varir að eilífu, og lög þín eru byggð á trúfesti.
143 Rhal neh a caeknah loh kai soah ha thoeng dae na olpaek tah kai kah hlahmaenah la om.
Boðorð þín eru huggun mín í andstreymi og neyð.
144 Na olphong kah duengnah te kumhal duela kai m'ming sak lamtah ka hing puei eh.
Lög þín eru réttlát í öllum greinum. Hjálpaðu mér að skilja þau svo að ég haldi lífi.
145 Lungbuei boeih neh kang khue vaengah kai n'doo lamtah BOEIPA nang kah oltlueh te ka kueinah eh.
Ég ákalla þig af öllu hjarta! Bænheyrðu mig, Drottinn! Þá mun ég hlýða lögum þínum.
146 Nang kang khue vaengah kai n'khang lamtah na olphong te ka ngaithuen eh.
„Bjargaðu mér!“hrópa ég, „svo að ég geti hlýtt þér.“
147 Hlaemhmah hlanah ka kun tih ka pang he na ol dongkah na ol te ni ka ngaiuep.
Fyrir sólarupprás var ég á fótum, ég bað til þín og beið svars.
148 Na olthui dongah lolmang hamla hlaemhmah ah ka mik ca.
Já, ég vaki um nætur og íhuga fyrirheit þín.
149 Na sitlohnah bangla ka ol hnatun lamtah BOEIPA aw na laitloeknah bangla kai n'hing sak.
Hlustaðu á bæn mína og miskunna mér, bjargaðu lífi mínu eins og þú hefur heitið mér.
150 Khonuen rhamtat aka hloem rhoek te capit uh cakhaw na olkhueng lamloh lakhla uh.
Nú koma illmennin, nú gera þau árás! Orð þitt þekkja þeir ekki, nei alls ekki.
151 BOEIPA namah na yoei dongah na olpaek boeih khaw oltak la om.
En þú Drottinn ert mér nærri, í trúfesti eru orð þín sögð.
152 Na olphong lamloh kumhal duela na suen te hlamat ah ni ka ming coeng.
Ég heyrði orð þín í bernsku og veit að þau breytast ekki.
153 Na olkhueng te ka hnilh pawt dongah kai kah phacipphabaem he hmu lamtah kai n'pumcum sak lah.
Líttu á sorg mína og bjargaðu mér, því að boðum þínum hef ég hlýtt.
154 Kai kah tuituknah te rhoe laeh, na olthui bangla kai n'tlan lamtah kai n'hing sak lah.
Já, frelsaðu mig frá dauða samkvæmt orði þínu.
155 Halang taeng lamloh khangnah a hla te khaw na oltlueh a toem uh pawt dongah ni.
Óguðlegir munu ekki frelsast því að þeim er sama um boðorð þín.
156 Na haidamnah he a len dongah BOEIPA aw na laitloeknah bangla kai n'hing sak.
Drottinn, mikil er miskunn þín, bjargaðu lífi mínu!
157 Kai aka hloem rhoek neh ka rhal khaw yet dae na olphong lamloh ka phaelh moenih.
Margir eru óvinir mínir og fjendur, en frá reglum þínum hvika ég ekki.
158 Na olthui a ngaithuen uh pawt dongah hnukpoh te ka hmuh vaengah ka ko-oek.
Þarna eru svikararnir – mér býður við þeim! Þeim er alveg sama um orð þitt.
159 Na olrhi ka lungnah te hmu lamtah BOEIPA aw na sitlohnah bangla kai n'hing sak.
Drottinn, það skaltu vita, að ég elska boðorð þín. Miskunnaðu mér og leyfðu mér að halda lífi og heilsu.
160 Na ol tah oltak boeilu la om tih na duengnah dongkah laitloeknah boeih kumhal duela cak.
Trúfestin er rauði þráðurinn í orðum þínum og reglur þínar vara að eilífu.
161 Mangpa rhoek loh lunglilungla la kai n'hloem uh cakhaw na ol phoeikah na ol dongkah ni ka lungbuei loh a rhih.
Höfðingjar ofsækja mig án saka, hvað geri ég? – skoða lög þín með lotningu!
162 Na olthui dongah tah kutbuem muep aka dang bangla ka ngaingaih.
Ég fagna yfir lögum þínum eins fundnum fjársjóði.
163 Na olkhueng ka lungnah dongah laithae he ka thiinah tih ka tuei.
Ég hata lygi og fals, en elska lög þín.
164 Na duengnah dongkah laitloeknah dongah namah te hnin at ah voeirhih kan thangthen.
Sjö sinnum á dag lofa ég þig vegna þinna réttlátu ákvæða.
165 Na olkhueng aka lungnah rhoek ham ngaimongnah yet tih amih taengah hmuitoel khaw om pawh.
Þeir sem elska lögmál þitt eiga frið í hjarta og er ekki hætt við hrösun.
166 Namah kah khangnah te ka lamso dongah BOEIPA aw na olpaek te ka vai.
Drottinn, ég þrái hjálp þína og þess vegna hlýði ég boðum þínum.
167 Na olphong te muep ka lungnah dongah ka hinglu te a ngaithuen.
Ég hef leitað og gætt boðorða þinna og elska þau af öllu hjarta.
168 Namah hmaikah ka longpuei boeih ham na olrhi neh na olphong ni ka ngaithuen.
Þetta veistu, því að allt sem ég geri þekkir þú til fulls.
169 Ka tamlung loh BOEIPA namah mikhmuh la ha pawk saeh lamtah na ol bangla kai n'yakming sak.
Drottinn, heyr þú hróp mitt og gefðu mér skilning á orði þínu.
170 Kai kah lungmacil loh na mikhmuh la ha pawk saeh lamtah na olthui bangla kai n'huul lah.
Hlusta á bænir mínar og frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér.
171 Na oltlueh te kai nan cang puei dongah ka hmuilai kah koehnah he phuet saeh.
Ég vegsama þig því að þú kenndir mér boðorð þín.
172 Namah kah duengnah olpaek boeih dongah na olthui te ka hmuilai loh doo saeh.
Efni þeirra er lofgjörð mín, öll eru þau réttlát.
173 Na olrhi te ka coelh coeng dongah na kut te kaiaka bom la om saeh.
Veittu mér lið þegar ég þarfnast hjálpar, því að ég hef kosið að hlýða þér.
174 BOEIPA nang kah khangnah te ka hue dongah na olkhueng ni ka hlahmaenah coeng.
Ó, Drottinn, ég þrái hjálpræði þitt og lög þín elska ég!
175 Ka hinglu he a hing daengah ni nang n'thangthen vetih na laitloeknah loh kai n'bom eh.
Láttu sál mína lifa svo að ég geti lofað þig og orð þín styðja mig á göngu lífsins.
176 Tu bangla kho ka hmang tih ka milh dae, na sal he na olpaek ka hnilh pawt dongah n'tlap lah.
Ég villist eins og týndur sauður, leitaðu mín, því að boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.