< ՂՈԻԿԱՍ 23 >

1 Եւ նրանց ամբողջ բազմութիւնը, վեր կենալով, նրան տարաւ Պիղատոսի մօտ:
Síðan lagði allt ráðið af stað með Jesú til Pílatusar landstjóra.
2 Եւ սկսեցին ամբաստանել նրան եւ ասել. «Գտանք սրան, որ մոլորեցնում էր մեր ազգը, արգելում էր կայսրին հարկեր տալ եւ ինքն իր մասին ասում էր, թէ՝ Քրիստոսն է, թագաւոր»:
Er þangað kom, byrjuðu þeir strax að ákæra hann: „Þessi maður var að leiða þjóðina afvega. Hann segir að enginn eigi að borga skatta til rómversku yfirvaldanna og sjálfur segist hann vera Kristur konungurinn.“
3 Իսկ Պիղատոսը հարցրեց նրան եւ ասաց. «Հրեաների թագաւորը դո՞ւ ես»: Նա պատասխանեց նրան եւ ասաց. «Դու ասացիր»:
„Ert þú Kristur – konungur þeirra?“spurði Pílatus. „Já, “svaraði Jesús, „það er eins og þú segir.“
4 Պիղատոսը քահանայապետներին եւ ժողովրդին ասաց. «Այս մարդու մէջ ես որեւէ յանցանք չեմ գտնում»:
Þá sneri Pílatus sér að æðstu prestunum og mannfjöldanum og sagði: „Ég finn alls enga sök hjá honum.“
5 Իսկ նրանք պնդում էին եւ ասում, թէ ըմբոստութեան է մղում ժողովրդին, քարոզում է ամբողջ Հրէաստանում՝ Գալիլիայից սկսած մինչեւ այստեղ:
Þá æstust þeir um allan helming og sögðu: „Hann æsir til andófs gegn yfirvöldunum hvar sem hann fer, um allt skattlandið, allt frá Galíleu þar sem hann byrjaði og hingað til Jerúsalem.“
6 Իսկ Պիղատոսը, երբ լսեց Գալիլիայի մասին, հարցրեց, թէ այդ մարդը գալիլիացի՞ է:
„Er hann frá Galíleu?“spurði Pílatus.
7 Եւ երբ իմացաւ, թէ Հերովդէսի իշխանութիւնից է, յանձնեց, որ նրան տանեն Հերովդէսի մօտ, որովհետեւ այդ օրերին նա էլ Երուսաղէմում էր:
Þegar þeir játuðu því, sagði hann þeim að fara með Jesú til Heródesar konungs, því að Galílea væri lögsagnarumdæmi hans. Og þannig vildi til að Heródes var staddur í Jerúsalem um þetta leyti.
8 Եւ երբ Հերովդէսը տեսաւ Յիսուսին, շատ ուրախացաւ, որովհետեւ երկար ժամանակից ի վեր ցանկանում էր նրան տեսնել, քանի որ յաճախ լսում էր նրա մասին եւ ակնկալութիւն ունէր նրա ձեռքով կատարուած որեւէ նշան տեսնել:
Heródesi þótti gaman að fá tækifæri til að sjá Jesú, því að hann hafði heyrt margt um hann og vonaðist til að sjá hann gera kraftaverk.
9 Հերովդէսը նրան հարցաքննեց շատ խօսքերով, իսկ Յիսուս նրան ոչ մի պատասխան չտուեց:
Hann spurði Jesú fjölmargra spurninga, en fékk ekkert svar.
10 Քահանայապետներն ու օրէնսգէտները վեր էին կենում եւ նրան բուռն կերպով ամբաստանում:
Á meðan stóðu æðstu prestarnir og hinir trúarleiðtogarnir þar hjá og ákærðu hann harðlega.
11 Հերոդէսն էլ, իր զօրականներով հանդերձ, արհամարհեց նրան եւ ծիծաղելով նրա վրայ՝ սպիտակ զգեստներ հագցնել տուեց նրան ու վերստին յանձնեց, որ տանեն նրան Պիղատոսի մօտ:
Síðan tóku Heródes og hermenn hans að hæða Jesú og spotta. Þeir klæddu hann í konunglega skikkju og sendu hann síðan aftur til Pílatusar.
12 Եւ Պիղատոսն ու Հերովդէսը այդ օրերին բարեկամներ եղան, որովհետեւ առաջ իրար թշնամիներ էին:
Þennan dag urðu Heródes og Pílatus vinir – en áður höfðu þeir verið svarnir óvinir.
13 Պիղատոսը կանչեց քահանայապետներին, իշխանաւորներին եւ ժողովրդին ու ասաց.
Nú kallaði Pílatus saman æðstu prestana og leiðtoga Gyðinganna, ásamt fólkinu
14 «Այս մարդուն բերեցիք ներկայացրիք ինձ, որպէս ժողովրդին մոլորեցնողի. եւ ահաւասիկ ձեր առաջ դատաքննութիւն արեցի եւ այս մարդու մէջ չգտայ մէկն այն յանցանքներից, որոնցով դուք ամբաստանում էք նրան:
og kunngjörði úrskurð sinn: „Þið komuð hingað með þennan mann og ákærðuð hann fyrir að stjórna uppreisn gegn rómversku yfirvöldunum. Ég hef rannsakað mál hans gaumgæfilega og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus.
15 Եւ ոչ էլ՝ Հերովդէսը, որի մօտ հրամայեցի, որ Յիսուսին տանեն:
Heródes er mér sammála og hann sendi hann aftur til okkar. Þessi maður hefur ekkert gert sem dauða er vert.
16 Արդ, նա մահուան արժանի ոչինչ չի արել, նրան գանահարել կը տամ եւ կ՚արձակեմ»
Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan, enda er venja að náða einn fanga á páskunum.“
17 (որովհետեւ հարկաւոր էր իւրաքանչիւր տօնի առթիւ մի բանտարկեալ արձակել նրանց համար):
18 Եւ նրանք ամբողջ բազմութեամբ աղաղակում էին եւ ասում. «Նրան վերացրո՛ւ եւ արձակի՛ր մեզ համար Բարաբբային»
Þá kvað við hávært óp frá mannþyrpingunni – allir hrópuðu sem einn maður: „Burt með hann! Krossfestu hann! En slepptu Barrabasi.“
19 (որը քաղաքում պատահած մի խռովութեան եւ սպանութեան համար բանտարկուել էր):
(Barrabas sat í fangelsi fyrir að vekja uppþot í Jerúsalem gegn yfirvöldunum og fyrir manndráp.)
20 Պիղատոսը նորից սկսեց խօսել, որովհետեւ կամենում էր Յիսուսին արձակել:
Pílatus reyndi nú að sannfæra þá, því að hann vildi sleppa Jesú
21 Եւ նրանք կրկին աղաղակում էին ու ասում. «Խա՛չը հանիր նրան»:
en þeir hrópuðu á móti: „Krossfestu hann! Krossfestu hann!“
22 Եւ նա երրորդ անգամ ասաց նրանց. «Ի՞նչ չար բան է արել սա. նրա վրայ մահուան արժանի որեւէ յանցանք չգտայ. սրան գանահարել կը տամ եւ կ՚արձակեմ»:
Enn einu sinni – í þriðja sinn – spurði Pílatus ákveðinn: „Hvers vegna? Hvaða glæp hefur hann drýgt? Ég sé enga ástæðu til að dæma hann til dauða. Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan.“
23 Իսկ նրանք բարձրաձայն ստիպում էին եւ ուզում, որ նրան խաչը հանի: Եւ նրանց ու քահանայապետների ձայները աւելի ուժեղանում էին:
Þá heimtuðu þeir aftur að Jesús yrði krossfestur og urðu hróp þeirra svo hávær að þau yfirgnæfðu allt annað.
24 Եւ Պիղատոսը հաւանութիւն տուեց, որ նրանց պահանջը կատարուի:
Þá dæmdi Pílatus Jesú til dauða, eins og fólkið krafðist,
25 Նա արձակեց Բարաբբային, որը խռովութեան եւ սպանութեան համար բանտ էր նետուած, եւ որին էլ հէնց ուզում էին. իսկ Յիսուսին յանձնեց նրանց կամքին:
en sleppti Barrabasi samkvæmt ósk þess – manninum sem sat í fangelsi fyrir óeirðir og manndráp. Síðan afhenti hann þeim Jesú, svo að þeir gætu gert við hann það sem þeir vildu.
26 Երբ նրան առան գնացին, բռնեցին Սիմոն Կիւրենացի անունով մէկին, որը հանդից էր գալիս. նրա վրայ դրեցին խաչը, որ այն բերի Յիսուսի յետեւից:
Þegar hópurinn var lagður af stað með Jesú til aftökustaðarins, var maður sem var að koma utan úr sveit, Símon frá Kýrene, þvingaður til að bera kross hans.
27 Եւ նրա յետեւից գնում էր ժողովրդի մի մեծ բազմութիւն եւ կանայք, որոնք կոծում էին ու ողբում նրան:
Mikill mannfjöldi fylgdi á eftir, þar á meðal margar grátandi konur.
28 Յիսուս դարձաւ եւ ասաց նրանց. «Երուսաղէմի՛ դուստրեր, ինձ վրայ լաց մի՛ եղէք, այլ լա՛ց եղէք ձեր եւ ձեր որդիների վրայ,
Jesús sneri sér við og sagði við þær: „Jerúsalemdætur, þið skuluð ekki gráta mín vegna, heldur vegna ykkar sjálfra og barna ykkar.
29 որովհետեւ օրեր պիտի գան, երբ մարդիկ պիտի ասեն՝ «Երանի՜ չբեր կանանց եւ նրանց, որոնք բնաւ չծնեցին եւ չդիեցրին»:
Þeir dagar munu koma er barnlausar konur verða taldar heppnar.
30 Այն ժամանակ մարդիկ պիտի սկսեն ասել լեռներին, թէ՝ ընկէ՛ք մեր վրայ, եւ բլուրներին, թէ՝ ծածկեցէ՛ք մեզ,
Þá munu menn biðja fjöllin um að hrynja yfir sig og hæðirnar að hylja sig,
31 որովհետեւ, երբ դալա՛ր փայտին այսպէս անեն, չորի՛ն ինչ կը պատահի»:
því að ef þetta er gert við mig, hið lifandi tré, hvernig mun þá fara fyrir ykkur.“
32 Ուրիշ երկու չարագործներ էլ բերեցին՝ նրա հետ սպանելու համար:
Ásamt Jesú voru tveir afbrotamenn leiddir til aftökustaðarins sem hét „Hauskúpa“. Þar voru þeir allir krossfestir, Jesús í miðið, en hinir tveir sinn til hvorrar handar.
33 Երբ հասան Գագաթ կոչուած տեղը, այնտեղ նրան խաչը հանեցին. եւ չարագործներին էլ՝ մէկին աջ կողմը, միւսին ձախ կողմը՝ խաչեցին:
34 Եւ Յիսուս ասաց. «Հա՛յր, ների՛ր դրանց, որովհետեւ չգիտեն, թէ ինչ են անում»: Եւ նրա զգեստները բաժանելու համար վիճակ գցեցին:
Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.“Hermennirnir köstuðu nú hlutkesti um föt Jesú, eina flík í senn.
35 Իսկ ժողովուրդը դիտում էր. իշխանաւորները նրանց հետ միասին ծաղրում էին նրան եւ ասում. «Ուրիշներին ազատեց, թող ինքն իրեն էլ ազատի, եթէ դա է Քրիստոսը՝ Աստծու ընտրեալ Որդին»:
Fólkið stóð og fylgdist með, en leiðtogar þjóðarinnar gerðu gys að honum og sögðu: „Hann gat hjálpað öðrum, en nú ætti hann að hjálpa sjálfum sér og sanna með því að hann sé í raun og veru Kristur, útvalinn konungur Guðs.“
36 Զինուորներն էլ ծաղրում էին նրան. առաջ էին գալիս, քացախ էին մատուցում նրան եւ ասում.
Hermennirnir hæddu hann líka með því að rétta honum súrt vín að drekka.
37 «Եթէ դու ես հրեաների թագաւորը, փրկի՛ր ինքդ քեզ»:
Þeir hrópuðu: „Ef þú ert konungur Gyðinga, bjargaðu þá sjálfum þér.“
38 Եւ նրա խաչի վրայ մի գրութիւն կար՝ գրուած յունարէն, լատիներէն եւ եբրայերէն գրերով, թէ՝ սա՛ է հրեաների արքան:
Fyrir ofan hann var neglt spjald á krossinn. Þar stóð: „Þessi er konungur Gyðinga.“
39 Իսկ կախուած չարագործներից մէկը հայհոյում էր նրան եւ ասում. «Դու չե՞ս Քրիստոսը. փրկի՛ր ինքդ քեզ եւ մեզ»:
Annar afbrotamannanna, sem hékk við hlið hans, sendi honum háðsglósu og sagði: „Svo þú ert Kristur, er það ekki? Sannaðu það þá með því að bjarga sjálfum þér – og okkur.“
40 Նրա ընկերը նրան սաստելով՝ պատասխան տուեց եւ ասաց. «Աստծուց չե՞ս վախենում, դու, որ նոյն պատիժն ես կրում:
Hinn glæpamaðurinn mótmælti þeim fyrri og sagði: „Óttastu ekki einu sinni Guð á dauðastundinni? Við höfum unnið til þessarar þungu refsingar, en þessi maður hefur ekkert rangt aðhafst.“
41 Եւ մենք իրաւացիօրէն արժանի հատուցումն ենք ստանում այն գործերի համար, որ կատարեցինք, իսկ սա որեւէ վատ բան չի արել»:
42 Եւ ասաց Յիսուսին. «Յիշի՛ր ինձ, Տէ՛ր, երբ գաս քո թագաւորութեամբ»:
Síðan sneri hann sér að Jesú og sagði: „Jesú, minnstu mín þegar þú kemur í ríki þitt.“
43 Եւ Յիսուս նրան ասաց. «Ճշմարիտ եմ ասում քեզ, այսօր ինձ հետ դրախտում կը լինես»:
Jesús svaraði: „Ég lofa þér því, að í dag skaltu vera með mér í Paradís.“
44 Եւ համարեա կէսօր էր. եւ խաւար եղաւ ամբողջ երկրի վրայ մինչեւ ժամը երեքը. արեգակը խաւարեց:
Nú var komið hádegi, en þá varð dimmt um allt landið fram til klukkan þrjú,
45 Եւ տաճարի վարագոյրը մէջտեղից պատռուեց:
því að sólin myrkvaðist. Þá gerðist það að fortjaldið í musterinu rifnaði í tvennt.
46 Եւ Յիսուս բարձրաձայն աղաղակեց եւ ասաց. «Հա՛յր, քո ձեռքն եմ աւանդում իմ հոգին»: Երբ այս ասաց, հոգին աւանդեց:
Þá hrópaði Jesús: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn, “og að svo mæltu dó hann.
47 Եւ հարիւրապետը, տեսնելով ինչ որ պատահեց, փառաւորեց Աստծուն եւ ասաց. «Իսկապէս այս մարդը արդար էր»:
Þegar rómverski herforinginn, sem stjórnaði aftökunum, sá hvað gerðist, varð hann hræddur og sagði: „Ég er viss um að þessi maður hefur verið saklaus.“
48 Եւ ամբողջ ժողովուրդը, որ եկել էր ու դիտում էր այս տեսարանն ու կատարուածը, ծեծում էր կուրծքը եւ վերադառնում:
Þegar fólkið, sem kom til að fylgjast með krossfestingunni, sá að Jesús var dáinn, fór það heim harmi slegið.
49 Նրա բոլոր ծանօթներն էլ կանգնել էին հեռւում. եւ կանայք, որոնք Գալիլիայից նրա յետեւից էին եկել, տեսնում էին այս բաները:
Meðan þetta gerðist, stóðu vinir Jesú og konurnar, sem fylgt höfðu honum frá Galíleu, álengdar og fylgdust með.
50 Եւ ահա Յովսէփ անունով մի մարդ կար հրեաների Արիմաթէ քաղաքից: Նա հրեաների խորհրդի անդամ էր, բարեգործ եւ արդար մի մարդ
Maður nokkur frá Arímaþeu, Jósef að nafni, kunnur ráðherra, fór til Pílatusar og bað um líkama Jesú. Hann var guðrækinn maður, sem vænti komu Krists og hafði verið ósammála hinum um hvað gera skyldi við Jesú.
51 (սա չէր միաբանել նրանց մտադրութիւններին ու գործերին): Եւ ինքն էլ էր սպասում Աստծու թագաւորութեանը:
52 Սա Պիղատոսի մօտ գալով՝ ուզեց Յիսուսի մարմինը:
53 Եւ նրան խաչից իջեցնելով՝ փաթաթեց պատանքով ու դրեց վիմափոր գերեզմանի մէջ, որտեղ բնաւ ոչ ոք չէր դրուած:
Hann tók því líkama Jesú niður af krossinum og vafði í léreftsdúk og lagði síðan í nýja gröf sem höggvin hafði verið í klett.
54 Եւ օրը ուրբաթ էր, ու լուսանում էր շաբաթը:
Þetta gerðist síðdegis á föstudegi, aðfangadegi páska, á sama tíma og fólk var að undirbúa hátíðina.
55 Եւ Յովսէփի յետեւից գնում էին կանայք, որոնք Գալիլիայից էին եկել Յիսուսի հետ. նրանք տեսան գերեզմանը, եւ թէ ինչպէս նրա մարմինը այնտեղ դրուեց:
Konurnar sáu er líkaminn var tekinn niður og fylgdust með þegar hann var lagður í gröfina.
56 Վերադարձան, խնկեր եւ իւղեր պատրաստեցին ու շաբաթ օրը, օրէնքի համաձայն, հանգիստ արեցին:
Síðan fóru þær heim og tilreiddu kryddjurtir og smyrsl til að smyrja hann með. Í þann mund er þær höfðu lokið verki sínu, gekk hátíðin í garð. Þær héldu kyrru fyrir það kvöld og næsta dag, eins og krafist var í lögunum.

< ՂՈԻԿԱՍ 23 >