< اَلْمَزَامِيرُ 2 >
لِمَاذَا ٱرْتَجَّتِ ٱلْأُمَمُ، وَتَفَكَّرَ ٱلشُّعُوبُ فِي ٱلْبَاطِلِ؟ | ١ 1 |
Hvílík heimska að þjóðirnar skuli ráðast gegn Drottni! Furðulegt að menn láti sér detta í hug að þeir séu vitrari en Guð!
قَامَ مُلُوكُ ٱلْأَرْضِ، وَتَآمَرَ ٱلرُّؤَسَاءُ مَعًا عَلَى ٱلرَّبِّ وَعَلَى مَسِيحِهِ، قَائِلِينَ: | ٢ 2 |
Leiðtogar heimsins hittast og ráðgera samsæri gegn Drottni og Kristi konungi.
«لِنَقْطَعْ قُيُودَهُمَا، وَلْنَطْرَحْ عَنَّا رُبُطَهُمَا». | ٣ 3 |
„Komum, “segja þeir, „og vörpum af okkur oki hans. Slítum okkur lausa frá Guði!“
اَلسَّاكِنُ فِي ٱلسَّمَاوَاتِ يَضْحَكُ. ٱلرَّبُّ يَسْتَهْزِئُ بِهِمْ. | ٤ 4 |
En á himnum hlær Guð að slíkum mönnum! Honum er skemmt með þeirra fánýtu ráðagerðum.
حِينَئِذٍ يَتَكَلَّمُ عَلَيْهِمْ بِغَضَبِهِ، وَيَرْجُفُهُمْ بِغَيْظِهِ. | ٥ 5 |
Hann ávítar þá í reiði sinni og skýtur þeim skelk í bringu. Drottinn lýsir yfir:
«أَمَّا أَنَا فَقَدْ مَسَحْتُ مَلِكِي عَلَى صِهْيَوْنَ جَبَلِ قُدْسِي». | ٦ 6 |
„Þennan konung hef ég útvalið og krýnt í Jerúsalem, minni helgu borg“. Hans útvaldi svarar:
إِنِّي أُخْبِرُ مِنْ جِهَةِ قَضَاءِ ٱلرَّبِّ: قَالَ لِي: «أَنْتَ ٱبْنِي، أَنَا ٱلْيَوْمَ وَلَدْتُكَ. | ٧ 7 |
„Ég mun kunngera áform Guðs, því að Drottinn sagði við mig: „Þú ert sonur minn. Í dag verður þú krýndur. Í dag geri ég þig dýrlegan“.“
ٱسْأَلْنِي فَأُعْطِيَكَ ٱلْأُمَمَ مِيرَاثًا لَكَ، وَأَقَاصِيَ ٱلْأَرْضِ مُلْكًا لَكَ. | ٨ 8 |
„Bið þú mig og ég mun leggja undir þig öll ríki heimsins.
تُحَطِّمُهُمْ بِقَضِيبٍ مِنْ حَدِيدٍ. مِثْلَ إِنَاءِ خَزَّافٍ تُكَسِّرُهُمْ». | ٩ 9 |
Stjórnaðu þeim með harðri hendi og mölvaðu þau eins og leirkrukku!“
فَٱلْآنَ يَا أَيُّهَا ٱلْمُلُوكُ تَعَقَّلُوا. تَأَدَّبُوا يَا قُضَاةَ ٱلْأَرْضِ. | ١٠ 10 |
Þið, konungar jarðarinnar! Hlustið meðan tími er til!
ٱعْبُدُوا ٱلرَّبَّ بِخَوْفٍ، وَٱهْتِفُوا بِرَعْدَةٍ. | ١١ 11 |
Þjónið Drottni með óttablandinni lotningu og fagnið með auðmýkt.
قَبِّلُوا ٱلِٱبْنَ لِئَلَّا يَغْضَبَ فَتَبِيدُوا مِنَ ٱلطَّرِيقِ. لِأَنَّهُ عَنْ قَلِيلٍ يَتَّقِدُ غَضَبُهُ. طُوبَى لِجَمِيعِ ٱلْمُتَّكِلِينَ عَلَيْهِ. | ١٢ 12 |
Fallið á kné fyrir syni hans og kyssið fætur hans svo að hann reiðist ekki og tortími ykkur! Gætið ykkar, því að senn mun blossa reiði hans. En munið þetta: Sæll er hver sá sem leitar ásjár hjá honum.