< Salmos 34 >
1 Bendeciré al Señor en todo momento; su alabanza estará siempre en mi boca.
Ég vil lofa Drottin öllum stundum, vegsama hann seint og snemma.
2 Mi alma dirá grandes cosas del Señor: los mansos lo oirán, lo conocerán y se alegrarán.
Ég hrósa mér af Drottni. Hinir hógværu hlusta og öðlast nýjan kjark.
3 ¡Alaban al Señor conmigo! Exaltemos juntos su gran nombre.
Lofið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.
4 Estaba buscando al Señor, y él escuchó mi voz y me liberó de todos mis temores.
Ég hrópaði til hans og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því sem ég hræddist.
5 Los que vuelven sus ojos hacia él y quedan radiantes de alegría, y sus rostros no serán avergonzado.
Lítið til hans og gleðjist og þið munuð ekki verða til skammar.
6 Este pobre gritó delante del Señor, le oyó, y le dio la salvación de todos sus problemas.
Ég var vesæll og aumur, en ég hrópaði til Drottins. Drottinn heyrði hróp mitt og frelsaði frá öllu því sem ég hræddist.
7 El ángel del Señor velará siempre a los que le temen, para que estén a salvo.
Engill Drottins stendur vörð um þá sem óttast hann, og hann bjargar þeim.
8 Prueben, verán que el Señor es bueno; Feliz es el hombre que confía en él.
Finndu og sjáðu hve Guð er góður! Sæll er sá sem leitar hælis hjá honum.
9 Honren a Jehová, todos ustedes sus santos; para aquellos que lo hagan no tendrán necesidad de nada.
Treystið Drottni og sýnið honum lotningu – óttist hann – því að þeir sem óttast hann líða engan skort.
10 Los leoncillos están necesitados y no tienen comida; pero aquellos que buscan al Señor tendrán todo lo bueno.
Ung ljón búa við skort en þeir sem leita Drottins fara einskis góðs á mis.
11 Vengan, niños, presten atención a mí; Seré tu maestro en el temor del Señor.
Börnin góð, komið og ég mun kenna ykkur að óttast Drottin. Það er mikilvægt.
12 ¿Qué hombre tiene amor por la vida, y un deseo de que sus días se incrementen para que pueda ver el bien?
Viljið þið lifa langa og góða ævi?
13 Guarda tu lengua del mal, y tus labios de palabras de engaño.
Gætið þá tungu ykkar! Segið aldrei ósatt orð.
14 Apártate del mal, y haz el bien; busca la paz, deseándola con todo tu corazón.
Haldið ykkur frá öllu illu og ástundið það sem gott er. Reynið að lifa í sátt við aðra menn og keppið eftir friði.
15 Los ojos del Señor están sobre los justos. y sus oídos están atentos a su clamor.
Því að augu Drottins hvíla á hinum réttlátu og hann hlustar eftir bænum þeirra.
16 El rostro del Señor contra los que hacen el mal, para borrar de la tierra la memoria de ellos.
En öllum óguðlegum mun Drottinn eyða og afmá minningu þeirra af jörðinni.
17 El clamor de los justos viene delante del Señor, y él los oye, los saca de todas sus angustias.
Þegar réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn og frelsar þá úr nauðum.
18 El Señor está cerca de los quebrantados de corazón; él es el salvador de aquellos cuyos espíritus son contritos.
Já, Drottinn er nálægur öllum þeim sem hafa auðmjúkt hjarta. Hann frelsar þá sem í einlægni og auðmýkt iðrast synda sinna.
19 Grandes son los males de los justos; pero el Señor lo saca a salvo de todos ellos.
Góður maður kemst oft í vanda – fær sinn skammt af mótlæti – en Drottinn á lausn við öllu slíku.
20 Él guarda todos sus huesos; ni uno solo le romperán.
Jafnvel gegn slysum verndar Drottinn hann.
21 El mal pondrá fin al pecador, y los que aborrecen la justicia vendrán a la destrucción.
Ógæfan eltir og drepur óguðlegan mann og þeir sem hata réttláta bíða síns dóms.
22 El Señor será el salvador de las almas de sus siervos, y nadie que confía en él será avergonzado.
En Drottinn frelsar líf þjóna sinna. Enginn sem leitar hælis hjá honum verður dæmdur sekur.