< Sálmarnir 119 >
1 Sælir eru þeir sem breyta í öllu eftir lögum Guðs.
ALEPH. Happy are they that are upright in the way, who walk in the law of the LORD.
2 Sælir eru þeir sem leita Guðs og gera vilja hans í hvívetna,
Happy are they that keep His testimonies, that seek Him with the whole heart.
3 þeir sem hafna málamiðlun við hið illa og ganga heilshugar á Guðs vegum.
Yea, they do no unrighteousness; they walk in His ways.
4 Þú, Drottinn, gafst okkur lög þín til þess að við hlýddum þeim
Thou hast ordained Thy precepts, that we should observe them diligently.
5 – ó, hve ég þrái að breyta grandvarlega eftir þeim.
Oh that my ways were directed to observe Thy statutes!
6 Þá verð ég ekki til skammar, heldur hef hreinan skjöld.
Then should I not be ashamed, when I have regard unto all Thy commandments.
7 Ég vil þakka þér leiðsögn þína og réttláta ögun, það hefur kennt mér að lifa lífinu rétt!
I will give thanks unto Thee with uprightness of heart, when I learn Thy righteous ordinances.
8 Ég vil vera þér hlýðinn! Og þá veit ég að þú munt alls ekki yfirgefa mig.
I will observe Thy statutes; O forsake me not utterly.
9 Hvernig getur ungt fólk lifað hreinu lífi? Með því að hlusta á orð þín og fara eftir þeim.
BETH. Wherewithal shall a young man keep his way pure? By taking heed thereto according to Thy word.
10 Ég leitaði þín af öllu hjarta – láttu mig ekki villast burt frá boðum þínum.
With my whole heart have I sought Thee; O let me not err from Thy commandments.
11 Ég hef íhugað orð þín af kostgæfni og varðveitt þau í hjarta mínu svo að þau verndi mig frá því að syndga.
Thy word have I laid up in my heart, that I might not sin against Thee.
12 Lof sé þér Drottinn, kenndu mér lög þín.
Blessed art Thou, O LORD; teach me Thy statutes.
13 Ég fer með lög þín upphátt
With my lips have I told all the ordinances of Thy mouth.
14 – þau veita mér meiri gleði en mikil auðæfi.
I have rejoiced in the way of Thy testimonies, as much as in all riches.
15 Ég vil íhuga þau og hafa þau í heiðri.
I will meditate in Thy precepts, and have respect unto Thy ways.
16 Ég gleðst yfir þeim og gleymi þeim ekki.
I will delight myself in Thy statutes; I will not forget Thy word.
17 Leyfðu mér að lifa langa ævi, og læra að hlýða þér meir og meir.
GIMEL. Deal bountifully with Thy servant that I may live, and I will observe Thy word.
18 Opnaðu augu mín svo að ég sjái dásemdirnar í orði þínu.
Open Thou mine eyes, that I may behold wondrous things out of Thy law.
19 Ég er pílagrímur hér á jörðu – mikið vantar mig leiðsögn! Boðorð þín eru mér bæði leiðsögn og kort!
I am a sojourner in the earth; hide not Thy commandments from me.
20 Ég þrái fyrirmæli þín meira en orð fá lýst!
My soul breaketh for the longing that it hath unto Thine ordinances at all times.
21 Ávítaðu þá sem hafna boðum þínum. Þeir hafa kallað bölvun yfir sig.
Thou hast rebuked the proud that are cursed, that do err from Thy commandments.
22 Láttu það ekki viðgangast að þeir spotti mig fyrir að hlýða þér.
Take away from me reproach and contempt; for I have kept Thy testimonies.
23 Jafnvel þjóðhöfðingjar hallmæla mér, en samt vil ég halda lög þín.
Even though princes sit and talk against me, thy servant doth meditate in Thy statutes.
24 Lögmál þitt er mér bæði ljós og leiðsögn.
Yea, Thy testimonies are my delight, they are my counsellors.
25 Ég er bugaður maður, alveg kominn á kné. Lífgaðu mig með orði þínu!
DALETH. My soul cleaveth unto the dust; quicken Thou me according to Thy word.
26 Ég sagði þér áform mín og þú svaraðir mér. Skýrðu nú fyrir mér leiðsögn þína,
I told of my ways, and Thou didst answer me; teach me Thy statutes.
27 svo að ég skilji hvað þú vilt og upplifi dásemdir þínar.
Make me to understand the way of Thy precepts, that I may talk of Thy wondrous works.
28 Ég græt af hryggð, hjarta mitt er bugað af sorg. Uppörvaðu mig og lífga með orðum þínum.
My soul melteth away for heaviness; sustain me according unto Thy word.
29 Leiddu mig burt frá öllu illu. Hjálpaðu mér, óverðugum, að hlýða lögum þínum,
Remove from me the way of falsehood; and grant me Thy law graciously.
30 því að ég hef valið að gera rétt.
I have chosen the way of faithfulness; Thine ordinances have I set before me.
31 Ég held mér við boðorð þín og hlýði þeim vandlega. Drottinn, forðaðu mér frá öllu rugli.
I cleave unto Thy testimonies; O LORD, put me not to shame.
32 Ég vil kappkosta að fara eftir lögum þínum, því að þú hefur gert mig glaðan í sinni.
I will run the way of Thy commandments, for Thou dost enlarge my heart.
33 Segðu mér, Drottinn, hvað mér ber að gera og þá mun ég gera það.
HE. Teach me, O LORD, the way of Thy statutes; and I will keep it at every step.
34 Ég vil hlýða þér af heilum hug svo lengi sem ég lifi.
Give me understanding, that I keep Thy law and observe it with my whole heart.
35 Ó, leiddu mig um réttan veg, – því hvað er betra en það?!
Make me to tread in the path of Thy commandments; for therein do I delight.
36 Gefðu að ég hlýði reglum þínum, en leiti ekki eftir rangfengnum gróða.
Incline my heart unto Thy testimonies, and not to covetousness.
37 Snúðu huga mínum frá öllu öðru en því að fylgja þér. Lífgaðu mig, hresstu mig, svo að ég geti horft til þín.
Turn away mine eyes from beholding vanity, and quicken me in Thy ways.
38 Minntu mig á það aftur og aftur að fyrirheit þín gilda fyrir mig! Já, ég treysti þér, heiðra þig og óttast!
Confirm Thy word unto Thy servant, which pertaineth unto the fear of Thee.
39 Þaggaðu niður háðið og spottið sem beint er að mér, því að lög þín eru góð og þeim fylgi ég.
Turn away my reproach which I dread; for Thine ordinances are good.
40 Ég þrái að hlýða þeim. Þess vegna, Drottinn, lífgaðu mig við!
Behold, I have longed after Thy precepts; quicken me in Thy righteousness.
41 Þú lofaðir að frelsa mig! Miskunna mér nú í kærleika þínum,
VAV. Let Thy mercies also come unto me, O LORD, even Thy salvation, according to Thy word;
42 og þá mun ég geta svarað þeim sem spotta mig, því að orðum þínum treysti ég.
That I may have an answer for him that taunteth me; for I trust in Thy word.
43 Gef að ég gleymi aldrei orðum þínum og treysti alltaf þínum réttláta úrskurði.
And take not the word of truth utterly out of my mouth; for I hope in Thine ordinances;
44 Þess vegna vil ég hlýða þér um aldur
So shall I observe Thy law continually for ever and ever;
45 og ævi og njóta þess frelsis sem lög þín veita.
And I will walk at ease, for I have sought Thy precepts;
46 Ég mun fræða konunga um gildi þeirra og þeir munu hlusta af áhuga og virðingu.
I will also speak of Thy testimonies before kings, and will not be ashamed.
47 Ég elska lög þín! Ég gleðst yfir boðum þínum!
And I will delight myself in Thy commandments, which I have loved.
48 „Komið, komið til mín!“segi ég við þau; því að ég elska þau og þrái að íhuga þau.
I will lift up my hands also unto Thy commandments, which I have loved; and I will meditate in Thy statutes.
49 Drottinn, gleymdu ekki fyrirheitum þeim sem þú gafst mér, þjóni þínum, – þau eru það sem ég treysti á.
ZAIN. Remember the word unto Thy servant, because Thou hast made me to hope.
50 Þau eru styrkur minn þegar á móti blæs – þau hressa mig og lífga!
This is my comfort in my affliction, that Thy word hath quickened me.
51 Ofstopamenn spotta mig fyrir hlýðni mína við Guð, en ég læt ekki haggast.
The proud have had me greatly in derision; yet have I not turned aside from Thy law.
52 Allt frá því ég var barn hef ég leitast við að hlýða þér, orð þín hafa verið mér huggun.
I have remembered Thine ordinances which are of old, O LORD, and have comforted myself.
53 Ég reiðist hinum óguðlegu, þeim sem hafna og fyrirlíta lög þín.
Burning indignation hath taken hold upon me, because of the wicked that forsake Thy law.
54 Því að þessi lög hafa verið uppspretta gleði minnar alla ævi.
Thy statutes have been my songs in the house of my pilgrimage.
55 Um nætur hugsa ég til þín Drottinn og minnist laga þinna.
I have remembered Thy name, O LORD, in the night, and have observed Thy law.
56 Það hefur veitt mér mikla blessun að halda fyrirmæli þín.
This I have had, that I have kept Thy precepts.
57 Drottinn, þú ert minn og ég hef ákveðið að hlýða orðum þínum.
HETH. My portion is the LORD, I have said that I would observe Thy words.
58 Ég þrái blessun þína af öllu hjarta. Miskunna mér eins og þú lofaðir mér.
I have entreated Thy favour with my whole heart; be gracious unto me according to Thy word.
59 Þegar ég sá að ég var á rangri leið,
I considered my ways, and turned my feet unto Thy testimonies.
60 snéri ég við og flýtti mér aftur til þín.
I made haste, and delayed not, to observe Thy commandments.
61 Óguðlegir menn hafa reynt að tæla mig til syndar, en ég er staðráðinn í að hlýða lögum þínum.
The bands of the wicked have enclosed me; but I have not forgotten Thy law.
62 Um miðnætti rís ég upp og þakka þér þín réttlátu ákvæði.
At midnight I will rise to give thanks unto Thee because of Thy righteous ordinances.
63 Sá er bróðir minn sem óttast og treystir Drottni og hlýðir orðum hans.
I am a companion of all them that fear Thee, and of them that observe Thy precepts.
64 Ó, Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni! Kenndu mér lög þín!
The earth, O LORD, is full of Thy mercy; teach me Thy statutes.
65 Drottinn, blessun þín umlykur mig, eins og þú hafðir lofað mér.
TETH. Thou hast dealt well with Thy servant, O LORD, according unto Thy word.
66 Kenndu mér góð hyggindi og þekkingu, því að lög þín vísa mér veginn.
Teach me good discernment and knowledge; for I have believed Thy commandments.
67 Áður var ég reikull, þar til þú refsaðir mér, en nú hlýði ég þér með glöðu geði.
Before I was afflicted, I did err; but now I observe Thy word.
68 Þú ert góður og gerir aðeins gott, hjálpaðu mér að fylgja leiðsögn þinni.
Thou art good, and doest good; teach me Thy statutes.
69 Ofstopamenn hafa spunnið upp lygar um mig, en málið er, að ég hlýði lögum þínum af öllu hjarta.
The proud have forged a lie against me; but I with my whole heart will keep Thy precepts.
70 Þeir eru tilfinningalausir, skilja ekkert, en ég elska þig og fylgi orðum þínum.
Their heart is gross like fat; but I delight in Thy law.
71 Hirting þín var það besta sem fyrir mig gat komið, því að hún beindi augum mínum að lögum þínum.
It is good for me that I have been afflicted, in order that I might learn Thy statutes.
72 Lög þín eru mér meira virði en hrúgur af gulli og silfri!
The law of Thy mouth is better unto me than thousands of gold and silver.
73 Þú, Drottinn, ert skapari minn, gefðu mér vit til að halda lög þín.
JOD. Thy hands have made me and fashioned me; give me understanding, that I may learn Thy commandments.
74 Allir þeir sem óttast og elska þig, taka mér vel, þeir sjá að einnig ég treysti orðum þínum.
They that fear Thee shall see me and be glad, because I have hope in Thy word.
75 Ég veit, Drottinn, að ákvarðanir þínar eru réttar og að úrskurðir þínir gerðu mér gott.
I know, O LORD, that Thy judgments are righteous, and that in faithfulness Thou hast afflicted me.
76 Huggaðu mig með miskunn þinni, eins og þú lofaðir mér.
Let, I pray Thee, Thy lovingkindness be ready to comfort me, according to Thy promise unto Thy servant.
77 Umvef mig náð þinni svo að ég haldi lífi. Lög þín eru unun mín.
Let Thy tender mercies come unto me, that I may live; for Thy law is my delight.
78 Lát hina stoltu verða til skammar, þá sem beita mig brögðum. En ég vil íhuga fyrirmæli þín.
Let the proud be put to shame, for they have distorted my cause with falsehood; but I will meditate in Thy precepts.
79 Láttu þá sem treysta þér, þá sem heiðra þig, koma til mín og við munum ræða lög þín.
Let those that fear Thee return unto me, and they that know Thy testimonies.
80 Gefðu mér náð til að þóknast vilja þínum svo að ég verði aldrei til skammar.
Let my heart be undivided in Thy statutes, in order that I may not be put to shame.
81 Ég þrái hjálp þína af öllu hjarta! Þú lofaðir að hjálpa mér!
CAPH. My soul pineth for Thy salvation; in Thy word do I hope.
82 Ég einblíni á þig, bíð eftir því að sjá loforð þitt rætast. Hvenær ætlar þú að hugga mig með hjálp þinni?
Mine eyes fail for Thy word, saying: 'When wilt Thou comfort me?'
83 Ég er eins og hrukkóttur vínbelgur, skorpinn af reyk, uppgefinn af að bíða. Samt held ég fast við lög þín og hlýði þeim.
For I am become like a wine-skin in the smoke; yet do I not forget Thy statutes.
84 Hve lengi verð ég að bíða þess að þú refsir ofsækjendum mínum?
How many are the days of Thy servant? When wilt Thou execute judgment on them that persecute me?
85 Ofstopamenn sem hata sannleika þinn og lög hafa grafið mér gryfju.
The proud have digged pits for me, which is not according to Thy law.
86 Lygi þeirra hefur komið mér í mikinn vanda. Þú elskar sannleikann, hjálpaðu mér!
All Thy commandments are faithful; they persecute me for nought; help Thou me.
87 Þeir höfðu næstum gert út af við mig, en ég neitaði að láta undan og óhlýðnast lögum þínum.
They had almost consumed me upon earth; but as for me, I forsook not Thy precepts.
88 Láttu mig halda lífi sakir miskunnar þinnar og ég mun halda áfram að fara eftir boðum þínum.
Quicken me after Thy lovingkindness, and I will observe the testimony of Thy mouth.
89 Drottinn, á himnum stendur orð þitt óhaggað um eilífð.
LAMED. For ever, O LORD, Thy word standeth fast in heaven.
90 Trúfesti þín nær frá kynslóð til kynslóðar, hún stendur óhögguð eins og jörðin sem þú hefur skapað.
Thy faithfulness is unto all generations; Thou hast established the earth, and it standeth.
91 Hún varir samkvæmt orðum þínum. Allir hlutir lúta þér.
They stand this day according to Thine ordinances; for all things are Thy servants.
92 Ég hefði örvænt og farist ef lögmál þitt hefði ekki verið unun mín.
Unless Thy law had been my delight, I should then have perished in mine affliction.
93 Ég mun aldrei yfirgefa lög þín, í þeim fann ég lífsgleði og góða heilsu.
I will never forget Thy precepts; for with them Thou hast quickened me.
94 Ég tilheyri þér! Ég bið þig, varðveittu mig! Ég vil breyta eftir orðum þínum.
I am Thine, save me; for I have sought Thy precepts.
95 Óguðlegir bíða færis til að drepa, en ég íhuga loforð þín og reglur.
The wicked have waited for me to destroy me; but I will consider Thy testimonies.
96 Ekkert er fullkomið í þessum heimi nema eitt – orð þín.
I have seen an end to every purpose; but Thy commandment is exceeding broad.
97 Ég elska þau! Ég íhuga þau liðlangan daginn.
MEM. O how love I Thy law! It is my meditation all the day.
98 Þau hafa gert mig vitrari en óvini mína, veitt mér leiðsögn gegnum lífið.
Thy commandments make me wiser than mine enemies: for they are ever with me.
99 Ég er orðinn hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar,
I have more understanding than all my teachers; for Thy testimonies are my (meditation)
100 skynsamari en öldungar, því að ég held fyrirmæli þín.
I understand more than mine elders, because I have keep Thy precepts.
101 Ég hef hafnað vegum illskunnar, því að ég vil vera hlýðinn orðum þínum.
I have refrained my feet from every evil way, in order that I might observe Thy word.
102 Ekki hef ég snúið baki við fyrirmælum þínum;
I have not turned aside from Thine ordinances; for Thou hast instructed me.
103 orð þín eru sætari en hunang!
How sweet are Thy words unto my palate! yea, sweeter than honey to my mouth!
104 Orð þín ein veita mér skilning og vísdóm, er þá nokkur hissa þótt ég hati lygina?
From Thy precepts I get understanding; therefore I hate every false way.
105 Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegum mínum. Það forðar mér frá hrösun.
NUN. Thy word is a lamp unto my feet, and a light unto my path.
106 Ég hef sagt það áður og segi enn: „Ég vil hlýða lögum þínum, þau eru yndisleg!“
I have sworn, and have confirmed it, to observe Thy righteous ordinances.
107 Óvinum mínum hefur næstum tekist að koma mér á kné, frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér!
I am afflicted very much; quicken me, O LORD, according unto Thy word.
108 Hlustaðu á þakkargjörð mína og kenndu mér vilja þinn.
Accept, I beseech Thee, the freewill-offerings of my mouth, O LORD, and teach me Thine ordinances.
109 Líf mitt hangir á bláþræði, samt vil ég ekki óhlýðnast boðum þínum.
My soul is continually in my hand; yet have I not forgotten Thy law.
110 Illmenni hafa lagt gildrur fyrir mig, en ég mun ekki víkja af þínum vegi.
The wicked have laid a snare for me; yet went I not astray from Thy precepts.
111 Lög þín eru það besta sem ég á! – Þau eru fjársjóður minn og endast mér að eilífu!
Thy testimonies have I taken as a heritage for ever; for they are the rejoicing of my heart.
112 Ég er ákveðinn í að hlýða þér allt þar til ég dey.
I have inclined my heart to perform Thy statutes, for ever, at every step.
113 Þeir finnst mér andstyggilegir sem haltra til beggja hliða – þeir sem ófúsir eru að hlýða þér. Mitt val er klárt: Ég elska boðorð þín.
SAMECH. I hate them that are of a double mind; but Thy law do I love.
114 Þú ert skjól mitt og skjöldur og ég treysti orðum þínum.
Thou art my covert and my shield; in Thy word do I hope.
115 Burt frá mér, þið illgjörðamenn! Reynið ekki að fá mig til að óhlýðnast boðorðum Guðs.
Depart from me, ye evildoers; that I may keep the commandments of my God.
116 Drottinn, þú lofaðir að halda í mér lífinu. Láttu engan geta sagt að þú hafir brugðist mér.
Uphold me according unto Thy word, that I may live; and put me not to shame in my hope.
117 Hjálpaðu mér svo að ég megi frelsast og halda áfram að íhuga orðin þín.
Support Thou me, and I shall be saved; and I will occupy myself with Thy statutes continually.
118 Þú snýrð þér frá þeim sem afneita lögum þínum. Þeir verða sjálfum sér til skammar.
Thou hast made light of all them that err from Thy statutes; for their deceit is vain.
119 Illgjörðamennirnir eru eins og sorp í þínum augum. Ég vil ekki vera einn af þeim, og þess vegna elska ég þig og hlýði lögum þínum.
Thou puttest away all the wicked of the earth like dross; therefore I love Thy testimonies.
120 Ég skelf af hræðslu við þig; óttast að þú dæmir mig sekan.
My flesh shuddereth for fear of Thee; and I am afraid of Thy judgments.
121 Ofursel mig ekki duttlungum óvina minna, því að ég hef iðkað réttlæti og verið heiðarlegur í öllu.
AIN. I have done justice and righteousness; leave me not to mine oppressors.
122 Lofaðu mér einu: Að blessa mig! Láttu ekki hina hrokafullu kúga mig.
Be surety for Thy servant for good; let not the proud oppress me.
123 Ó, Drottinn, hvenær ætlar þú að efna loforð þitt og frelsa mig?
Mine eyes fail for Thy salvation, and for Thy righteous word.
124 Drottinn, gerðu við mig eftir gæsku þinni og kenndu mér, þjóni þínum, hlýðni.
Deal with Thy servant according unto Thy mercy, and teach me Thy statutes.
125 Ég er þjónn þinn, gefðu mér því vit til að fara eftir reglum þínum í öllu sem ég geri.
I am Thy servant, give me understanding, that I may know Thy testimonies.
126 Drottinn, láttu nú til skarar skríða! Þessi illmenni hafa brotið lög þín.
It is time for the LORD to work; they have made void Thy law.
127 Ég elska boðorð þín meira en skíra gull!
Therefore I love Thy commandments above gold, yea, above fine gold.
128 Öll eru þau réttlát, boðorð Guðs, sama um hvað þau fjalla. Aðrar reglur vil ég ekki sjá.
Therefore I esteem all Thy precepts concerning all things to be right; every false way I hate.
129 Lögmál þitt er yndislegt! Er einhver hissa á að ég vilji hlýða því?
PE. Thy testimonies are wonderful; therefore doth my soul keep them.
130 Þú útskýrir fyrir okkur orð þín og jafnvel einfeldningurinn skilur þau.
The opening of Thy words giveth light; it giveth understanding unto the simple.
131 Orð þín vekja áhuga minn, ég hlusta á þau með opnum munni!
I opened wide my mouth, and panted; for I longed for Thy commandments.
132 Komdu og miskunnaðu mér, eins og öðrum þeim sem elska þig.
Turn Thee towards me, and be gracious unto me, as is Thy wont to do unto those that love Thy name.
133 Leiðbeindu mér með lögum þínum, svo að hið illa nái ekki tökum á mér.
Order my footsteps by Thy word; and let not any iniquity have dominion over me.
134 Bjargaðu mér úr klóm vondra manna svo að ég geti farið eftir fyrirmælum þínum.
Redeem me from the oppression of man, and I will observe Thy precepts.
135 Líttu til mín í náð þinni og kenndu mér lög þín.
Make Thy face to shine upon Thy servant; and teach me Thy statutes.
136 Ég græt því að lög þín eru fótum troðin.
Mine eyes run down with rivers of water, because they observe not Thy law.
137 Drottinn, þú ert réttvís og refsing þín sanngjörn.
TZADE. Righteous art Thou, O LORD, and upright are Thy judgments.
138 Skipanir þínar góðar og réttlátar.
Thou hast commanded Thy testimonies in righteousness and exceeding faithfulness.
139 Ég er í uppnámi og reiðin sýður í mér, því að óvinir mínir hafa forsmáð lög þín.
My zeal hath undone me, because mine adversaries have forgotten Thy words.
140 Ég hef séð að orð þín eru sönn og hrein, og þess vegna elska ég þau!
Thy word is tried to the uttermost, and Thy servant loveth it.
141 Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn en boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.
I am small and despised; yet have I not forgotten Thy precepts.
142 Réttlæti þitt varir að eilífu, og lög þín eru byggð á trúfesti.
Thy righteousness is an everlasting righteousness, and Thy law is the truth.
143 Boðorð þín eru huggun mín í andstreymi og neyð.
Trouble and anguish have overtaken me; yet Thy commandments are my delight.
144 Lög þín eru réttlát í öllum greinum. Hjálpaðu mér að skilja þau svo að ég haldi lífi.
Thy testimonies are righteous for ever; give me understanding, and I shall live.
145 Ég ákalla þig af öllu hjarta! Bænheyrðu mig, Drottinn! Þá mun ég hlýða lögum þínum.
KOPH. I have called with my whole heart; answer me, O LORD; I will keep Thy statutes.
146 „Bjargaðu mér!“hrópa ég, „svo að ég geti hlýtt þér.“
I have called Thee, save me, and I will observe Thy testimonies.
147 Fyrir sólarupprás var ég á fótum, ég bað til þín og beið svars.
I rose early at dawn, and cried; I hoped in Thy word.
148 Já, ég vaki um nætur og íhuga fyrirheit þín.
Mine eyes forestalled the night-watches, that I might meditate in Thy word.
149 Hlustaðu á bæn mína og miskunna mér, bjargaðu lífi mínu eins og þú hefur heitið mér.
Hear my voice according unto Thy lovingkindness; quicken me, O LORD, as Thou art wont.
150 Nú koma illmennin, nú gera þau árás! Orð þitt þekkja þeir ekki, nei alls ekki.
They draw nigh that follow after wickedness; they are far from Thy law.
151 En þú Drottinn ert mér nærri, í trúfesti eru orð þín sögð.
Thou art nigh, O LORD; and all Thy commandments are truth.
152 Ég heyrði orð þín í bernsku og veit að þau breytast ekki.
Of old have I known from Thy testimonies that Thou hast founded them for ever.
153 Líttu á sorg mína og bjargaðu mér, því að boðum þínum hef ég hlýtt.
RESH. O see mine affliction, and rescue me; for I do not forget Thy law.
154 Já, frelsaðu mig frá dauða samkvæmt orði þínu.
Plead Thou my cause, and redeem me; quicken me according to Thy word.
155 Óguðlegir munu ekki frelsast því að þeim er sama um boðorð þín.
Salvation is far from the wicked; for they seek not Thy statutes.
156 Drottinn, mikil er miskunn þín, bjargaðu lífi mínu!
Great are Thy compassions, O LORD; quicken me as Thou art wont.
157 Margir eru óvinir mínir og fjendur, en frá reglum þínum hvika ég ekki.
Many are my persecutors and mine adversaries; yet have I not turned aside from Thy testimonies.
158 Þarna eru svikararnir – mér býður við þeim! Þeim er alveg sama um orð þitt.
I beheld them that were faithless, and strove with them; because they observed not Thy word.
159 Drottinn, það skaltu vita, að ég elska boðorð þín. Miskunnaðu mér og leyfðu mér að halda lífi og heilsu.
O see how I love Thy precepts; quicken me, O LORD, according to Thy lovingkindness.
160 Trúfestin er rauði þráðurinn í orðum þínum og reglur þínar vara að eilífu.
The beginning of Thy word is truth; and all Thy righteous ordinance endureth for ever.
161 Höfðingjar ofsækja mig án saka, hvað geri ég? – skoða lög þín með lotningu!
SCHIN. Princes have persecuted me without a cause; but my heart standeth in awe of Thy words.
162 Ég fagna yfir lögum þínum eins fundnum fjársjóði.
I rejoice at Thy word, as one that findeth great spoil.
163 Ég hata lygi og fals, en elska lög þín.
I hate and abhor falsehood; Thy law do I love.
164 Sjö sinnum á dag lofa ég þig vegna þinna réttlátu ákvæða.
Seven times a day do I praise Thee, because of Thy righteous ordinances.
165 Þeir sem elska lögmál þitt eiga frið í hjarta og er ekki hætt við hrösun.
Great peace have they that love Thy law; and there is no stumbling for them.
166 Drottinn, ég þrái hjálp þína og þess vegna hlýði ég boðum þínum.
I have hoped for Thy salvation, O LORD, and have done Thy commandments.
167 Ég hef leitað og gætt boðorða þinna og elska þau af öllu hjarta.
My soul hath observed Thy testimonies; and I love them exceedingly.
168 Þetta veistu, því að allt sem ég geri þekkir þú til fulls.
I have observed Thy precepts and Thy testimonies; for all my ways are before Thee.
169 Drottinn, heyr þú hróp mitt og gefðu mér skilning á orði þínu.
TAV. Let my cry come near before Thee, O LORD; give me understanding according to Thy word.
170 Hlusta á bænir mínar og frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér.
Let my supplication come before Thee; deliver me according to Thy word.
171 Ég vegsama þig því að þú kenndir mér boðorð þín.
Let my lips utter praise: because Thou teachest me Thy statutes.
172 Efni þeirra er lofgjörð mín, öll eru þau réttlát.
Let my tongue sing of Thy word; for all Thy commandments are righteousness.
173 Veittu mér lið þegar ég þarfnast hjálpar, því að ég hef kosið að hlýða þér.
Let Thy hand be ready to help me; for I have chosen Thy precepts.
174 Ó, Drottinn, ég þrái hjálpræði þitt og lög þín elska ég!
I have longed for Thy salvation, O LORD; and Thy law is my delight.
175 Láttu sál mína lifa svo að ég geti lofað þig og orð þín styðja mig á göngu lífsins.
Let my soul live, and it shall praise Thee; and let Thine ordinances help me.
176 Ég villist eins og týndur sauður, leitaðu mín, því að boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.
I have gone astray like a lost sheep; seek Thy servant; for I have not forgotten Thy commandments.