< Matteus 7 >

1 Verið ekki aðfinnslusamir, og þá munu aðrir ekki heldur finna að við ykkur.
“Do not judge, so that you be not judged.
2 Eins og þú ert við aðra, munu þeir verða gagnvart þér.
Because with what judgment you judge, you will be judged; and with the measure you use, it will be measured back to you.
3 Hvers vegna hefur þú áhyggjur af flísinni í auga bróður þíns? Þú ert sjálfur með planka í auganu! – Já, heilan bjálka!
So why do you look at the speck in your brother's eye but do not consider the plank in your own eye?
4 Er rétt af þér að segja: „Vinur, leyfðu mér að hjálpa þér að fjarlægja þessa flís úr auganu á þér, “meðan þú sérð alls ekki til vegna plankans sem er í þínu eigin auga?
Or how will you say to your brother, ‘Let me remove the speck from your eye,’ when hey, there is a plank in yours?
5 Hræsnari! Losaðu þig fyrst við plankann, og eftir það muntu sjá vel til að hjálpa bróður þínum.
Hypocrite! First remove the plank from your own eye, and then you will see clearly to remove the speck from your brother's eye.
6 Láttu ekkert heilagt í hendur spilltra manna. Kastaðu ekki perlum fyrir svín, því þau munu troða þær niður í svaðið og ráðast að því búnu gegn þér.
“A Do not give what is holy to the dogs, B nor cast your pearls before the pigs; B lest they trample them with their feet, and A turning around they tear you to pieces.
7 Biðjið og þið munuð öðlast. Leitið og þið munuð finna. Knýið á og þá mun verða lokið upp.
“Keep asking, and it will be given to you; keep seeking, and you will find; keep knocking, and it will be opened to you.
8 Því sá öðlast sem biður. Sá finnur sem leitar og fyrir þeim, sem á knýr, mun opnað verða.
For each one asking, receives; and the one seeking, finds; and to the one knocking it will be opened.
9 Hvaða maður gæfi barni sínu stein, ef það bæði um brauð?
Or which man is among you who, if his son asks for bread will give him a stone?
10 Eða höggorm, ef það bæði um fisk? Enginn!
Or if he asks for a fish will give him a snake?
11 Fyrst þið sem eruð vondir og syndugir menn, hafið vit á að gefa börnunum ykkar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðir ykkar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann?
If you then, being evil, know to give good gifts to your children, how much more will your Father who is in the heavens give good things to those who ask Him!
12 Vertu við aðra eins og þú vilt að þeir séu við þig – þetta er kjarninn í lögum Móse.
So then, whatever you want people to do to you, do also to them, for this is the Law and the Prophets.
13 Eina leiðin til himins liggur um þrönga hliðið. Vegurinn til glötunar er breiður og hlið hans vítt – greiðfær leið öllum sem hana velja.
“Go in through the narrow gate; because wide is the gate and broad is the way which leads away into perdition, and those who are going in through it are many.
14 Vegurinn til lífsins er mjór og hlið hans þröngt, fáir eru þeir sem finna hann.
How narrow is the gate and confined the way which leads away into life, and those who are finding it are few!
15 Gætið ykkar á falskennendum sem dulbúa sig sem saklaus lömb, en eru hið innra sem gráðugir úlfar.
“Beware of false prophets who come to you in sheep's clothing, but inwardly they are ravenous wolves.
16 Þið getið þekkt þá á afleiðingum orða þeirra og verka – á sama hátt og þið þekkið tré af ávöxtum þess. Það er óþarfi fyrir ykkur að ruglast á vínviði og þyrnirunna, eða á fíkjutré og þistlum.
You will know them by their fruits. Do people gather grapes from thorn bushes, or figs from thistles?
17 Tré þekkist af ávöxtunum.
Just so, every good tree produces good fruits, but the rotten tree produces evil fruits.
18 Tré sem ber ljúffenga ávexti, ber ekki óæta ávexti, og tré sem ber vonda ávexti, ber ekki góða á sama tíma.
A good tree cannot produce evil fruits, nor can a rotten tree produce good fruits.
19 Tré það, sem ber eintómt óæti, er rifið upp og notað í eldinn.
So every tree not producing good fruit is cut down and thrown into the fire.
20 Leiðin til að þekkja tré eða mann er að kanna ávextina.
Therefore, you will know them by their fruits.
21 Ekki eru allir guðræknir, sem tala guðrækilega. Þeir ávarpa mig: „Herra“– en munu samt ekki komast til himins, heldur aðeins þeir sem gera það sem faðir minn á himnum vill að þeir geri.
“Not everyone who says to me, ‘Lord, Lord,’ will go into the kingdom of the heavens, but he who does the will of my Father who is in the heavens.
22 Margir munu segja við mig á dómsdegi: „Herra, herra, við sögðum fólkinu frá þér, við rákum út illa anda með þínu nafni og unnum mörg önnur mikil kraftaverk.“
Many will say to me in that day, ‘Lord, Lord, did we not prophesy in Your name, and cast out demons in Your name, and perform many mighty works in Your name?’
23 Ég mun svara þeim: „Ég hef aldrei þekkt ykkur né þið haft samfélag við mig. Farið burt, því verk ykkar eru vond.“
And then I will declare to them, ‘I never knew you; depart from me you practitioners of lawlessness!’
24 Þeir sem hlusta á orð mín og fara eftir þeim, líkjast hyggnum manni sem byggir húsið sitt á klöpp.
“Therefore whoever hears these words of mine and does them, I will compare him to a prudent man who built his house on the bedrock;
25 Þó að rigni og vatnavextir verði, stormurinn æði og lemji húsið, mun það ekki haggast, því það er byggt á traustum grunni.
and the rain fell, and the rivers rose, and the winds blew and attacked that house; and it did not fall, because it was founded on the bedrock.
26 Þeir sem heyrt hafa orð mín, en fara samt ekki eftir þeim, eru heimskir. Þeir eru eins og maður sem byggir húsið sitt á sandi.
But every one who hears these words of mine and does not do them will be compared to a foolish man who built his house on the sand;
27 Og þegar stormurinn blæs og flóðbylgjan kemur æðandi og skellur á því, hrynur það með braki og brestum.“
and the rain fell, and the rivers rose, and the winds blew and beat on that house; and it fell. And great was its fall!”
28 Mannfjöldinn undraðist predikun Jesú, því að hann talaði af miklum myndugleika, eins og sá sem valdið hefur, en ekki eins og fræðimennirnir.
And so it was, when Jesus had ended these words, that the crowds were astonished at His teaching,
for He was teaching them as one having authority, and not like the scribes.

< Matteus 7 >