< Postulasagan 6 >
1 Á þessum tíma, þegar kirkjan óx hröðum skrefum, kom upp óánægja hjá grískumælandi Gyðingum í söfnuðinum út af því að ekkjur þeirra fengju ekki sinn hlut við hina daglegu matarúthlutun.
Now in those days, as the disciples were multiplying, a complaint arose from the Hellenists against the Hebrews, because their widows were being overlooked in the daily distribution.
2 Postularnir tólf kölluðu því allan söfnuðinn saman og sögðu: „Okkur postulunum er ætlað að predika, en ekki að stjórna matarúthlutun.
So summoning the multitude of the disciples the twelve said: “It is not advantageous that we should forsake the Word of God to serve at tables.
3 Lítið því í kringum ykkur, kæru vinir, og finnið sjö vel kynnta menn í ykkar hópi, fulla af vísdómi og heilögum anda. Þá munum við láta annast þessi störf.
Therefore, brothers, select from among you seven men of good reputation, full of Holy Spirit and wisdom, whom we will appoint over this need.
4 Við tólf getum þá notað tíma okkar til að biðja, predika og kenna.“
But we will give ourselves continually to prayer and to the ministry of the Word.”
5 Þetta líkaði öllum vel og síðan voru eftirtaldir menn valdir: Stefán (maður óvenju sterkur í trúnni og fylltur heilögum anda), Filippus, Prókorus, Níkanor, Tímon, Parmenas og Nikolás frá Antíokkíu (hann hafði verið heiðingi, en snúist til Gyðingatrúar og síðan orðið kristinn).
The statement pleased the whole multitude; and they chose Stephen, a man full of faith and Holy Spirit, and Philip and Prochorus and Nicanor and Timon and Parmenas and Nicholas, a proselyte from Antioch,
6 Þessir sjö voru leiddir fyrir postulana, sem lögðu hendur yfir þá, báðu fyrir þeim og blessuðu þá.
whom they set before the Apostles; and after praying they laid hands on them.
7 Fagnaðarerindið barst nú stöðugt víðar. Lærisveinunum fjölgaði mjög í Jerúsalem og margir Gyðingaprestar snerust til trúar.
Well the Word of God kept spreading, and the number of disciples in Jerusalem kept multiplying at a great rate, and a large company of the priests were obeying the faith.
8 Stefán, sem var trúarsterkur og fylltur krafti heilags anda, vann mikil kraftaverk meðal fólksins.
While Stephen, full of faith and power, was doing great wonders and signs among the people.
9 Dag nokkurn tóku menn úr trúflokki meðal Gyðinga, sem kallast „Frelsingjarnir“, að þrátta við hann. Fljótlega fengu þeir í lið með sér aðra Gyðinga frá Kýrene, Alexandríu í Egyptalandi, Kilikíu og Asíu,
Then there arose some from what is called the Synagogue of the Freedmen (Cyrenians, Alexandrians, and those from Cilicia and Asia), disputing with Stephen.
10 en enginn þeirra gat þó staðið gegn anda og vísdómi Stefáns.
And they were not able to withstand the wisdom and the Spirit with which he spoke.
11 Þeir fengu því menn til að bera út þann óhróður, að þeir hefðu heyrt Stefán bölva Móse og jafnvel sjálfum Guði.
Then they instigated men to say, “We have heard him speaking blasphemous words against Moses and God.”
12 Ásakanir þessar æstu múginn upp gegn Stefáni, svo að leiðtogar Gyðinganna handtóku hann og leiddu fyrir ráðið.
And they stirred up the people, and the elders and the scribes; and coming upon him they seized him, and brought him in to the Sanhedrin;
13 Ljúgvitnin endurtóku þar að Stefán væri sífellt að fordæma musterið og lög Móse.
and they put forward false witnesses who said: “This man never stops speaking blasphemous words against the holy place and the law;
14 Þeir sögðu: „Við höfum heyrt hann segja að þessi Jesús frá Nasaret, muni leggja musterið í rúst og fótum troða lög Móse.“
for we have heard him saying that this Jesus the Natsorean will destroy this place and change the customs that Moses delivered to us.”
15 Þegar hér var komið veittu meðlimir ráðsins því athygli að andlit Stefáns lýsti sem engilsásjóna!
All who sat in the council, looking intently at him, saw his face like the face of an angel.