< 2 Korintubréf 10 >

1 Nú bið ég ykkur – já, ég Páll – og það af einlægni og mildi eins og Kristur mundi gera. Sum ykkar segja reyndar að ég sé harðorður í bréfum mínum en þori svo ekki að opna munninn þegar á hólminn er komið!
αυτος δε εγω παυλος παρακαλω υμας δια της πραυτητος και επιεικειας του χριστου ος κατα προσωπον μεν ταπεινος εν υμιν απων δε θαρρω εις υμας
2 Ég vona að ég þurfi ekki að sýna ykkur myndugleika og hörku þegar ég kem. Ég hef ekki áhuga á að láta til skarar skríða gegn þeim ykkar sem virðast halda að orð mín og verk séu rétt eins og gerist hjá fólki almennt.
δεομαι δε το μη παρων θαρρησαι τη πεποιθησει η λογιζομαι τολμησαι επι τινας τους λογιζομενους ημας ως κατα σαρκα περιπατουντας
3 Satt er það, ég er ósköp venjulegur, veikburða maður, en ég nota þó ekki mannleg áform og mannlegar aðferðir til að vinna mína sigra.
εν σαρκι γαρ περιπατουντες ου κατα σαρκα στρατευομεθα
4 Ég nota ekki mannleg vopn, heldur hin öflugu vopn Guðs og með þeim brýt ég niður vígi Satans.
τα γαρ οπλα της στρατειας ημων ου σαρκικα αλλα δυνατα τω θεω προς καθαιρεσιν οχυρωματων
5 Þessi vopn kveða niður öll hrokafull stóryrði sem beint er gegn Guði og ryðja öllum þeim hindrunum úr vegi, sem settar eru upp til að útiloka menn frá Guði. Með vopnum þessum get ég yfirbugað uppreisnarseggi, leitt þá fram fyrir Guð og breytt þeim í menn sem þrá það eitt að hlýðnast Kristi.
λογισμους καθαιρουντες και παν υψωμα επαιρομενον κατα της γνωσεως του θεου και αιχμαλωτιζοντες παν νοημα εις την υπακοην του χριστου
6 Ég mun nota þessi vopn gegn ykkur til að þið gefist upp fyrir Kristi og ekki hætta fyrr en síðasti andófsmaðurinn fellur.
και εν ετοιμω εχοντες εκδικησαι πασαν παρακοην οταν πληρωθη υμων η υπακοη
7 Gallinn við ykkur er sá að þegar þið horfið á mig, þá sjáið þið aðeins hið veika og vanmáttuga. Af hverju gægist þið ekki inn fyrir skinnið? Ef nokkur telur sig hafa mátt Krists og myndugleika, þá er það ég!
τα κατα προσωπον βλεπετε ει τις πεποιθεν εαυτω χριστου ειναι τουτο λογιζεσθω παλιν εφ εαυτου οτι καθως αυτος χριστου ουτως και ημεις
8 Sumum finnst ég kannski hrósa mér meira en góðu hófi gegnir, af valdi því sem ég hef yfir ykkur – og nota ykkur til hjálpar en ekki til tjóns – en ég skal standa við hvert orð.
εαν {VAR1: τε } {VAR2: [τε] } γαρ περισσοτερον τι καυχησωμαι περι της εξουσιας ημων ης εδωκεν ο κυριος εις οικοδομην και ουκ εις καθαιρεσιν υμων ουκ αισχυνθησομαι
9 Þetta segi ég svo þið haldið ekki að ég sé að hræða ykkur með áminningum í bréfum mínum.
ινα μη δοξω ως αν εκφοβειν υμας δια των επιστολων
10 „Kærið ykkur kollótt um þessi bréf hans, “segja sumir. „Hann er að vísu stórorður en það er ekkert að marka. Þegar hann kemur, þá getið þið séð að þar er ekki stórmenni á ferð og lélegri predikara þekkjum við ekki!“
οτι αι επιστολαι μεν φησιν βαρειαι και ισχυραι η δε παρουσια του σωματος ασθενης και ο λογος εξουθενημενος
11 Ég skal segja ykkur eitt: Næst þegar ég kem verð ég strangur, jafn strangur og ég hef verið í bréfum mínum.
τουτο λογιζεσθω ο τοιουτος οτι οιοι εσμεν τω λογω δι επιστολων αποντες τοιουτοι και παροντες τω εργω
12 En verið ekki áhyggjufull! Ég mun ekki dirfast að bera mig saman við fjálglegar lýsingar þeirra á sjálfum sér. Þeir eru því miður alltaf að bera sig saman hver við annan. Þeir vega sjálfa sig og meta á sinn eigin smáa mælikvarða. Ja, hvílík heimska!
ου γαρ τολμωμεν εγκριναι η συγκριναι εαυτους τισιν των εαυτους συνιστανοντων αλλα αυτοι εν εαυτοις εαυτους μετρουντες και συγκρινοντες εαυτους εαυτοις ου συνιασιν
13 En við? – við hrósum okkur ekki meira en efni standa til. Okkur er efst í huga að ná markinu sem Guð setti okkur, og starf okkar á meðal ykkar er unnið með það í huga.
ημεις δε ουκ εις τα αμετρα καυχησομεθα αλλα κατα το μετρον του κανονος ου εμερισεν ημιν ο θεος μετρου εφικεσθαι αχρι και υμων
14 Við tökum ekki of djúpt í árinni þótt við segjumst hafa vald yfir ykkur, því að við vorum þeir fyrstu sem fluttu ykkur gleðifréttirnar um Krist.
ου γαρ ως μη εφικνουμενοι εις υμας υπερεκτεινομεν εαυτους αχρι γαρ και υμων εφθασαμεν εν τω ευαγγελιω του χριστου
15 Við hrósum okkur ekki fyrir eitthvað sem aðrir hafa gert á meðal ykkar. Nei, en við vonum að trú ykkar vaxi og sömuleiðis starf okkar, ykkar á meðal, þó innan þeirra marka sem Drottinn hefur sett okkur.
ουκ εις τα αμετρα καυχωμενοι εν αλλοτριοις κοποις ελπιδα δε εχοντες αυξανομενης της πιστεως υμων εν υμιν μεγαλυνθηναι κατα τον κανονα ημων εις περισσειαν
16 Eftir það getum við farið og predikað gleðiboðskapinn annars staðar, í borgum sem standa enn fjær, þar sem enginn hefur enn hafið starf. Þar verður engin hætta á að við fiskum á annarra miðum.
εις τα υπερεκεινα υμων ευαγγελισασθαι ουκ εν αλλοτριω κανονι εις τα ετοιμα καυχησασθαι
17 Í Biblíunni stendur: „Vilji einhver hrósa sér, þá hrósi hann því, sem Drottinn hefur gert, en ekki hann sjálfur.“
ο δε καυχωμενος εν κυριω καυχασθω
18 Hrósi einhver sjálfum sér og verki sínu, þá er af litlu að státa, en mæli Drottinn með honum, horfir öðruvísi við.
ου γαρ ο εαυτον συνιστανων εκεινος εστιν δοκιμος αλλα ον ο κυριος συνιστησιν

< 2 Korintubréf 10 >