< תְהִלִּים 66 >
לַ֭מְנַצֵּחַ שִׁ֣יר מִזְמ֑וֹר הָרִ֥יעוּ לֵ֝אלֹהִים כָּל־הָאָֽרֶץ׃ | 1 |
Allur heimurinn gleðjist með Guði!
זַמְּר֥וּ כְבֽוֹד־שְׁמ֑וֹ שִׂ֥ימוּ כָ֝ב֗וֹד תְּהִלָּתֽוֹ׃ | 2 |
Lofið nafn hans, það er undursamlegt! Segið öllum frá máttarverkum hans!
אִמְר֣וּ לֵ֭אלֹהִים מַה־נּוֹרָ֣א מַעֲשֶׂ֑יךָ בְּרֹ֥ב עֻ֝זְּךָ֗ יְֽכַחֲשׁ֖וּ לְךָ֣ אֹיְבֶֽיךָ׃ | 3 |
Guð, hversu undursamleg eru verk þín! Máttur þinn er stórkostlegur! Ekki er að furða þótt óvinir þínir smjaðri fyrir þér.
כָּל־הָאָ֤רֶץ ׀ יִשְׁתַּחֲו֣וּ לְ֭ךָ וִֽיזַמְּרוּ־לָ֑ךְ יְזַמְּר֖וּ שִׁמְךָ֣ סֶֽלָה׃ | 4 |
Lofaður sért þú um víða veröld!
לְכ֣וּ וּ֭רְאוּ מִפְעֲל֣וֹת אֱלֹהִ֑ים נוֹרָ֥א עֲ֝לִילָ֗ה עַל־בְּנֵ֥י אָדָֽם׃ | 5 |
Komið og sjáið máttarverk Guðs! Mikil eru þau undur sem fólk hans fær að sjá og reyna.
הָ֤פַךְ יָ֨ם ׀ לְֽיַבָּשָׁ֗ה בַּ֭נָּהָר יַֽעַבְר֣וּ בְרָ֑גֶל שָׁ֝֗ם נִשְׂמְחָה־בּֽוֹ׃ | 6 |
Hann opnaði þeim veg í gegnum hafið! Þar gengu þeir yfir þurrum fótum. Hvílík gleði og fögnuður ríkti þann dag!
מֹ֘שֵׁ֤ל בִּגְבוּרָת֨וֹ ׀ עוֹלָ֗ם עֵ֭ינָיו בַּגּוֹיִ֣ם תִּצְפֶּ֑ינָה הַסּוֹרְרִ֓ים ׀ אַל־ירימו לָ֣מוֹ סֶֽלָה׃ | 7 |
Drottinn mun ríkja að eilífu vegna máttar síns. Hann virðir vandlega fyrir sér mennina. Engir uppreisnarmenn þora að láta á sér bæra.
בָּרְכ֖וּ עַמִּ֥ים ׀ אֱלֹהֵ֑ינוּ וְ֝הַשְׁמִ֗יעוּ ק֣וֹל תְּהִלָּתֽוֹ׃ | 8 |
Sérhver maður lofi Drottin og vegsami nafn hans.
הַשָּׂ֣ם נַ֭פְשֵׁנוּ בַּֽחַיִּ֑ים וְלֹֽא־נָתַ֖ן לַמּ֣וֹט רַגְלֵֽנוּ׃ | 9 |
Hann gaf okkur lífið og hann verndar frá hrösun.
כִּֽי־בְחַנְתָּ֥נוּ אֱלֹהִ֑ים צְ֝רַפְתָּ֗נוּ כִּצְרָף־כָּֽסֶף׃ | 10 |
Þú, ó Guð, hreinsaðir okkur í eldi eins og silfur er hreinsað.
הֲבֵאתָ֥נוּ בַמְּצוּדָ֑ה שַׂ֖מְתָּ מוּעָקָ֣ה בְמָתְנֵֽינוּ׃ | 11 |
Þú hefur fjötrað okkur og lokað inni og lagt á okkur byrðar.
הִרְכַּ֥בְתָּ אֱנ֗וֹשׁ לְרֹ֫אשֵׁ֥נוּ בָּֽאנוּ־בָאֵ֥שׁ וּבַמַּ֑יִם וַ֝תּוֹצִיאֵ֗נוּ לָֽרְוָיָֽה׃ | 12 |
Þú lést hersveitir troða okkur fótum og við urðum að fara gegnum eld og vatn, en að lokum leiddir þú okkur út og inn í yndislegt land.
אָב֣וֹא בֵיתְךָ֣ בְעוֹל֑וֹת אֲשַׁלֵּ֖ם לְךָ֣ נְדָרָֽי׃ | 13 |
Nú kem ég í helgidóm þinn, fórna og efni þannig heit mitt.
אֲשֶׁר־פָּצ֥וּ שְׂפָתָ֑י וְדִבֶּר־פִּ֝֗י בַּצַּר־לִֽי׃ | 14 |
Manstu, þegar ég var í nauðum staddur, þá gaf ég þér heit?
עֹ֘ל֤וֹת מֵחִ֣ים אַעֲלֶה־לָּ֭ךְ עִם־קְטֹ֣רֶת אֵילִ֑ים אֶ֥עֱשֶֽׂה בָקָ֖ר עִם־עַתּוּדִ֣ים סֶֽלָה׃ | 15 |
Nú ber ég fram fórn mína: Hrúta, naut og kiðling. Megi reykurinn af fórnum þessum stíga upp til þín.
לְכֽוּ־שִׁמְע֣וּ וַ֭אֲסַפְּרָה כָּל־יִרְאֵ֣י אֱלֹהִ֑ים אֲשֶׁ֖ר עָשָׂ֣ה לְנַפְשִֽׁי׃ | 16 |
Komið og hlustið, þið sem óttist Drottin, og ég skal segja ykkur hvað hann hefur gert fyrir mig!:
אֵלָ֥יו פִּֽי־קָרָ֑אתִי וְ֝רוֹמַ֗ם תַּ֣חַת לְשׁוֹנִֽי׃ | 17 |
Ég hrópaði til hans um hjálp, – og víst bjó lofgjörðin undir!
אָ֭וֶן אִם־רָאִ֣יתִי בְלִבִּ֑י לֹ֖א יִשְׁמַ֣ע ׀ אֲדֹנָֽי׃ | 18 |
En fyrst játaði ég synd mína, annars hefði ég ekki fengið svar.
אָ֭כֵן שָׁמַ֣ע אֱלֹהִ֑ים הִ֝קְשִׁ֗יב בְּק֣וֹל תְּפִלָּתִֽי׃ | 19 |
En hann heyrði bæn mína og hlustaði, gaf gaum að því sem ég sagði.
בָּר֥וּךְ אֱלֹהִ֑ים אֲשֶׁ֥ר לֹֽא־הֵסִ֘יר תְּפִלָּתִ֥י וְ֝חַסְדּ֗וֹ מֵאִתִּֽי׃ | 20 |
Lof sé Guði! Hann vísaði ekki bæn minni á bug né tók miskunn sína frá mér.