< Psalms 65 >
1 PRAISE waiteth for thee, O God, in Sion: and unto thee shall the vow be performed.
Ó, þú Guð á Síon, við lofum þig og vegsömum og efnum heit okkar við þig.
2 O thou that hearest prayer, unto thee shall all flesh come.
Þú heyrir bænir og því leita allir menn til þín.
3 Iniquities prevail against me: as for our transgressions, thou shalt purge them away.
Margar freistingar urðu mér að falli, ég gerði margt rangt, en þú fyrirgafst mér allar þessar syndir.
4 Blessed is the man whom thou choosest, and causest to approach unto thee, that he may dwell in thy courts: we shall be satisfied with the goodness of thy house, even of thy holy temple.
Sá er heppinn sem þú hefur útvalið, sá sem fær að búa hjá þér í forgörðum helgidóms þíns og njóta allsnægta í musteri þínu.
5 By terrible things in righteousness wilt thou answer us, O God of our salvation; who art the confidence of all the ends of the earth, and of them that are afar off upon the sea:
Með krafti þínum sýnir þú réttlæti þitt, þú Guð, frelsari okkar. Þú ert skjól öllum mönnum, allt að endimörkum jarðar.
6 Which by his strength setteth fast the mountains; being girded with power:
Þú reistir fjöllin í mætti þínum,
7 Which stilleth the noise of the seas, the noise of their waves, and the tumult of the people.
þú stöðvar brimgný hafsins og háreysti þjóðanna.
8 They also that dwell in the uttermost parts are afraid at thy tokens: thou makest the outgoings of the morning and evening to rejoice.
Þeir sem búa við ysta haf óttast tákn þín og austrið og vestrið kætast yfir þér!
9 Thou visitest the earth, and waterest it: thou greatly enrichest it with the river of God, which is full of water: thou preparest them corn, when thou hast so provided for it.
Þú vökvar jörðina og eykur frjósemi hennar. Ár þínar og uppsprettur munu ekki þorna. Þú gerir jörðina hæfa til sáningar og gefur þjóð þinni ríkulega uppskeru.
10 Thou waterest the ridges thereof abundantly: thou settlest the furrows thereof: thou makest it soft with showers: thou blessest the springing thereof.
Með steypiregni vökvar þú plógförin og mýkir jarðveginn – útsæðið spírar og vex!
11 Thou crownest the year with thy goodness; and thy paths drop fatness.
Landið klæðist grænni kápu.
12 They drop upon the pastures of the wilderness: and the little hills rejoice on every side.
Heiðarnar blómstra og hlíðarnar brosa, allt er loðið af gróðri!
13 The pastures are clothed with flocks; the valleys also are covered over with corn; they shout for joy, they also sing.
Hjarðirnar liðast um hagana og dalirnir fyllast af korni. Allt fagnar og syngur!