< Salme 88 >
1 (En Sang. En Salme af Koras Sønner. Til Sangmesteren. Al-mahalat-leannot. En Maskil af Ezraitten Heman.) HERRE min Gud, jeg råber om dagen, om Natten når mit Skrig til dig;
Drottinn, þú Guð minn og hjálpari minn, ég ákalla þig um daga og nætur.
2 lad min Bøn komme frem for dit Åsyn, til mit Klageråb låne du Øre!
Svaraðu bænum mínum! Hlustaðu á hróp mitt,
3 Thi min Sjæl er mæt af Lidelser, mit Liv er Dødsriget nær, (Sheol )
því að ég er altekinn ótta og finn dauðann nálgast. (Sheol )
4 jeg regnes blandt dem, der sank i Graven, er blevet som den, det er ude med,
„Líf hans er að fjara út, “segja sumir, „það er vonlaust með hann.“
5 kastet hen imellem de døde, blandt faldne, der hviler i Graven, hvem du ej mindes mere, thi fra din Hånd er de revet.
Ég er einn og yfirgefinn og bíð þess eins að deyja, rétt eins og þeir sem falla á vígvellinum.
6 Du har lagt mig i den underste Grube, på det mørke, det dybe Sted;
Þú hefur varpað mér niður í myrkradjúp.
7 tungt hviler din Vrede på mig, alle dine Brændinger lod du gå over mig. (Sela)
Reiði þín hefur þrýst mér niður, hver holskeflan á fætur annarri kaffærir mig.
8 Du har fjernet mine Frænder fra mig, gjort mig vederstyggelig for dem; jeg er fængslet, kan ikke gå ud,
Vinir mínir sneru við mér bakinu og eru horfnir – það var af þínum völdum. Ég er innikróaður, sé enga undankomuleið.
9 mit Øje er sløvt af Vånde. Hver Dag, HERRE, råber jeg til dig og rækker mine Hænder imod dig.
Augu mín eru blinduð af tárum. Daglega kalla ég eftir hjálp þinni. Ó, Drottinn, ég lyfti höndum í bæn um náð!
10 Gør du Undere for de døde, står Skyggerne op og takker dig? (Sela)
Gerðu kraftaverk svo að ég deyi ekki, því hvað gagnar mér hjálp þín ef ég ligg kaldur í gröfinni? Þá get ég ekki lofað þig!
11 Tales der om din Nåde i Graven, i Afgrunden om din Trofasthed?
Geta hinir látnu vegsamað gæsku þína? Syngja þeir um trúfesti þína?!
12 Er dit Under kendt i Mørket, din Retfærd i Glemselens Land?
Getur myrkrið borið vitni um máttarverk þín? Hvernig eiga þeir sem búa í landi gleymskunnar að tala um hjálp þína?
13 Men jeg, o HERRE, jeg råber til dig, om Morgenen kommer min Bøn dig i Møde.
Ó, Drottinn, dag eftir dag bið ég fyrir lífi mínu.
14 Hvorfor forstøder du, HERRE, min Sjæl og skjuler dit Åsyn for mig?
Drottinn, hvers vegna hefur þú útskúfað mér? Af hverju hefur þú snúið þér burt frá mér og litið í aðra átt?
15 Elendig er jeg og Døden nær, dine Rædsler har omgivet mig fra min Ungdom;
Allt frá æsku hef ég átt erfiða ævi og oft staðið andspænis dauðanum. Ég er magnþrota gagnvart örlögum þeim sem þú hefur búið mér.
16 din Vredes Luer går over mig, dine Rædsler har lagt mig øde,
Heift þín og reiði hefur lamað mig. Þessi skelfing þín hefur næstum gert út af við mig.
17 som Vand er de om mig Dagen lang, til Hobe slutter de Kreds om mig;
Alla daga hvolfist hún yfir mig.
18 Ven og Frænde fjerned du fra mig, holdt mine Kendinge borte.
Ástvinir, félagar og kunningjar – öll eru þau farin. Ég sit hér einn í myrkri.